Krummalaupur á Selfossi með sex ungum í beinni útsendingu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. maí 2019 19:30 Krummapar á Selfossi vekur athygli um allan heim því það er í beinni útsendingu allan sólarhringinn í laup, sem það bjó til við verslun Byko. Nú eru komnir sex ungar í laupinn og braggast þeir vel. Þetta er fimmta vorið í röð sem krummapar kemur uppi laupi ofan við skilti Byko á Selfossi. Misjafn hefur verið eftir árum hvað ungarnir eru margir en nú hafa öll met verið slegin því þeir eru sex talsins. Vefmyndavél er við laupinn þannig að það er hægt að fylgjast með foreldrunum fóðra ungana sína og sjá hvernig þeir braggast allan sólarhringinn. „Okkur sýnist að það séu sex ungar þetta árið, það er með meira móti, þeir hafa verið þrír til fimm, þannig að sex er vel gert“, segir Gunnar Bjarki Rúnarsson verslunarstjóri. Gunnar er ánægður með hvað fuglinn er duglegur að koma sér upp laupi við Bykoskiltið og koma þar upp ungum vor eftir vor. „Já, þeim finnst gott að vera hérna heima hjá sér enda eru þeir alltaf velkomnir hérna, þeim líður greinilega mjög vel hjá okkur.“Sex ungar eru í laupnum þar sem þeir láta fara vel um sig en það gæti orðið þröngt um þá þegar þeir stækka.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Það er meira en nóg að gera hjá foreldrunum að koma með fæði fyrir ungana sína. „Já, það virðist alveg vera full vinna fyrir tvo eins og bara á öllum heimilum að koma þessu til lífs og sex ungar eru ansi mikið, þannig að það er mikið að gera hjá þeim.“ Gunnar segir að fólk alls staðar úr heiminum fylgist með beinu útsendingunni úr laupnum. „Já, það er mikil aðsókn hérna af ferðamönnum og fólk fylgst með okkur út um allan heim, fólk í Þýskalandi hefur t.d. gríðarlegan áhuga á þessu og það er alveg beðið eftir því að við setjum streymið í gang og ansi margir fylgjendur.“ Að sögn Gunnars fylgjast þúsundir manna með beinu útsendingunni úr Laupnum í hverri viku, auk Íslendinga og Þjóðverja, er mikill áhugi frá löndum eins og Bandaríkjunum, Ástralíu, Danmörku, Finnlandi og Kanada.Hægt er að fylgjast með beinu útsendingunni hér. Árborg Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Krummapar á Selfossi vekur athygli um allan heim því það er í beinni útsendingu allan sólarhringinn í laup, sem það bjó til við verslun Byko. Nú eru komnir sex ungar í laupinn og braggast þeir vel. Þetta er fimmta vorið í röð sem krummapar kemur uppi laupi ofan við skilti Byko á Selfossi. Misjafn hefur verið eftir árum hvað ungarnir eru margir en nú hafa öll met verið slegin því þeir eru sex talsins. Vefmyndavél er við laupinn þannig að það er hægt að fylgjast með foreldrunum fóðra ungana sína og sjá hvernig þeir braggast allan sólarhringinn. „Okkur sýnist að það séu sex ungar þetta árið, það er með meira móti, þeir hafa verið þrír til fimm, þannig að sex er vel gert“, segir Gunnar Bjarki Rúnarsson verslunarstjóri. Gunnar er ánægður með hvað fuglinn er duglegur að koma sér upp laupi við Bykoskiltið og koma þar upp ungum vor eftir vor. „Já, þeim finnst gott að vera hérna heima hjá sér enda eru þeir alltaf velkomnir hérna, þeim líður greinilega mjög vel hjá okkur.“Sex ungar eru í laupnum þar sem þeir láta fara vel um sig en það gæti orðið þröngt um þá þegar þeir stækka.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Það er meira en nóg að gera hjá foreldrunum að koma með fæði fyrir ungana sína. „Já, það virðist alveg vera full vinna fyrir tvo eins og bara á öllum heimilum að koma þessu til lífs og sex ungar eru ansi mikið, þannig að það er mikið að gera hjá þeim.“ Gunnar segir að fólk alls staðar úr heiminum fylgist með beinu útsendingunni úr laupnum. „Já, það er mikil aðsókn hérna af ferðamönnum og fólk fylgst með okkur út um allan heim, fólk í Þýskalandi hefur t.d. gríðarlegan áhuga á þessu og það er alveg beðið eftir því að við setjum streymið í gang og ansi margir fylgjendur.“ Að sögn Gunnars fylgjast þúsundir manna með beinu útsendingunni úr Laupnum í hverri viku, auk Íslendinga og Þjóðverja, er mikill áhugi frá löndum eins og Bandaríkjunum, Ástralíu, Danmörku, Finnlandi og Kanada.Hægt er að fylgjast með beinu útsendingunni hér.
Árborg Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira