Samningnum sagt upp í karlaklefanum: „Framkoman var mikil vanvirðing“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. maí 2019 08:00 Guðný Jenny verður ekkert meira með. vísir/vilhelm Guðný Jenny Ásmundsdóttir, markvörður ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið en samningi hennar var sagt upp munnlega af formanni handknattleiksdeildar félagsins í búningsklefa karlaliðsins. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Ívars Benediktssonar við landsliðsmarkvörðinn í Morgunblaðinu í dag en þar vandar Guðný ekki formanninum og ÍBV kveðjurnar eftir þrjú góð ár í markinu hjá Eyjaliðinu. Forsaga málsins er sú að Jenny sleit krossband í landsliðsferð í mars og gat ekki tekið þátt í úrslitakeppninni en komið hefur í ljós að hún var ekki tryggð hjá ÍBV. „Sextánda apríl var ég kölluð á fund formanns handknattleiksdeildar ÍBV í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum. Þegar ég kom þangað var ekkert fundarherbergi laust svo hann fékk mig til þess að koma með sér inn í karlaklefa handboltaliðsins. Þar settist formaðurinn niður á bekkinn og tilkynnti mér að félagið ætlaði að nýta sér riftunarákvæði í samningi við mig. Forsendur væru að ÍBV hefði ekkert við meiddan markvörð að gera,“ segir Jenny við Morgunblaðið. Henni var tjáð að erfiðlega gengi að fjármagna reksturinn og þar sem að varamarkvörðurinn Andrea Gunnlaugsdóttir væri að flytja upp á land þyrfti ÍBV að kaupa markvörð til að fylla í skarð þeirra. ÍBV hafði glugga frá 1. til 20. apríl til þess að segja upp samningi Jennyar og er því fullum rétti en markvörðurinn magnaði hefur lítinn húmor fyrir því hvernig staðið var að þessu. „Ég sagði formanninum að mér þætti aðgerðin siðlaus,“ segir Jenny en forsendurnar fyrir veru hennar í Vestmannaeyjum eru nú brostnar þar sem að hún missir nú hluta tekna sinna. Hún flutti með eiginmanni sínum og þremur börnum til Vestmannaeyja og keyptu sér hús þegar að komu fyrir þremur árum síðan. Jenny finnst skrítið að á meðan samningi hennar sé sagt upp vegna meiðsla hafi verið framlengdur samningur við leikmann karlaliðsins sem glímir við langvarandi meiðsli. Sá hinn sami hefur lítið spilað á tímabilinu. „Mér finnst vera svolítil typpalykt af þessu,“ segir Jenny en á meðan fundinum hennar stóð í búningsklefa karlaliðsins komu leikmenn inn að skipta um föt. „ Við vorum trufluð og fundinum lauk aldrei sem slíkum. Framkoman var mikil vanvirðing við mann, bæði sem leikmann og persónu. Svona á ekki að koma fram við fólk,“ segir Guðný Jenny Ásmundsdóttir.“ Olís-deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Sjá meira
Guðný Jenny Ásmundsdóttir, markvörður ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið en samningi hennar var sagt upp munnlega af formanni handknattleiksdeildar félagsins í búningsklefa karlaliðsins. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Ívars Benediktssonar við landsliðsmarkvörðinn í Morgunblaðinu í dag en þar vandar Guðný ekki formanninum og ÍBV kveðjurnar eftir þrjú góð ár í markinu hjá Eyjaliðinu. Forsaga málsins er sú að Jenny sleit krossband í landsliðsferð í mars og gat ekki tekið þátt í úrslitakeppninni en komið hefur í ljós að hún var ekki tryggð hjá ÍBV. „Sextánda apríl var ég kölluð á fund formanns handknattleiksdeildar ÍBV í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum. Þegar ég kom þangað var ekkert fundarherbergi laust svo hann fékk mig til þess að koma með sér inn í karlaklefa handboltaliðsins. Þar settist formaðurinn niður á bekkinn og tilkynnti mér að félagið ætlaði að nýta sér riftunarákvæði í samningi við mig. Forsendur væru að ÍBV hefði ekkert við meiddan markvörð að gera,“ segir Jenny við Morgunblaðið. Henni var tjáð að erfiðlega gengi að fjármagna reksturinn og þar sem að varamarkvörðurinn Andrea Gunnlaugsdóttir væri að flytja upp á land þyrfti ÍBV að kaupa markvörð til að fylla í skarð þeirra. ÍBV hafði glugga frá 1. til 20. apríl til þess að segja upp samningi Jennyar og er því fullum rétti en markvörðurinn magnaði hefur lítinn húmor fyrir því hvernig staðið var að þessu. „Ég sagði formanninum að mér þætti aðgerðin siðlaus,“ segir Jenny en forsendurnar fyrir veru hennar í Vestmannaeyjum eru nú brostnar þar sem að hún missir nú hluta tekna sinna. Hún flutti með eiginmanni sínum og þremur börnum til Vestmannaeyja og keyptu sér hús þegar að komu fyrir þremur árum síðan. Jenny finnst skrítið að á meðan samningi hennar sé sagt upp vegna meiðsla hafi verið framlengdur samningur við leikmann karlaliðsins sem glímir við langvarandi meiðsli. Sá hinn sami hefur lítið spilað á tímabilinu. „Mér finnst vera svolítil typpalykt af þessu,“ segir Jenny en á meðan fundinum hennar stóð í búningsklefa karlaliðsins komu leikmenn inn að skipta um föt. „ Við vorum trufluð og fundinum lauk aldrei sem slíkum. Framkoman var mikil vanvirðing við mann, bæði sem leikmann og persónu. Svona á ekki að koma fram við fólk,“ segir Guðný Jenny Ásmundsdóttir.“
Olís-deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Sjá meira