Helena Sverrisdóttir átti stórleik fyrir íslenska kvennalandsliðið í körfubolta í dag en liðið þurfti að sætta sig við tap gegn Svartfjallalandi.
Íslenska liðið stóð vel í sterku liði Svartfjallalands en tapaði 73-81 eftir að hafa verið 34-38 undir í hálfleik.
Helena fór á kostum í liði Íslands og var með 34 stig. Næstar komu Gunnhildur Gunnarsdóttir með níu stig og Þóranna Kika Hodge-Carr var með átta.
Lið Svartfjallalands keppir í lokakeppni Eurobasket í sumar.
Næsti leikur Íslands er gegn Lúxemborg á morgun.
