Sagan á bak við framherjaparið sem gæti fært Arsenal Evróputitil í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 12:00 Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette. Vísir/Getty Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette mynda eitt öflugasta framherjapar fótboltaheimsins í dag. Arsenal treystir á þá og þeirra samstarf í Bakú í kvöld. Arsenal tryggir sér ekki aðeins titil með sigri á Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld því í boði er einnig sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Úrslitaleikur Chelsea og Arsenal hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það tók knattspyrnustjórann Unai Emery langan tíma að finna réttu leiðin til að nýta sem best krafta framherjanna öflugu Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette. Í byrjun spilaði hann oftast bara öðrum þeirra sem var eitthvað sem pirraði stuðningsmenn liðsins enda tveir heimsklassa leikmann þar á ferðinni og dapurt að þurfa að geyma annan þeirra á bekknum. Þegar leið á tímabilið þá fóru þeir Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette spila saman í fremstu víglínu og sú samvinna á mikinn þátt í því að Arsenal er komið alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Aubameyang varð auk þess einn af markakóngum ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni. Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette eru saman með 50 mörk og 21 stoðsendingu í öllum keppnum á tímabilinu þar af 13 mörk og 5 stoðsendingar í Evrópudeildinni. Með þá tvo innanborðs er nánast hægt að ganga að því vísu að Arsenal mun skora í úrslitaleiknum í kvöld og örlög liðsins ráðast því kannski frekar á varnarleik og markvörslu. Bleacher Report Football vefsíðan tók saman fróðlegt myndband um ferðalag Unai Emery að því að geta sett saman eitt öflugasta framherjapar fótboltaheimsins í dag. Það má sjá það hér fyrir neðan.Here's how @Aubameyang7 and @LacazetteAlex turned into a deadly partnership for Arsenal #brIQpic.twitter.com/9WWrxRrLfI — B/R Football (@brfootball) May 28, 2019 Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Sjá meira
Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette mynda eitt öflugasta framherjapar fótboltaheimsins í dag. Arsenal treystir á þá og þeirra samstarf í Bakú í kvöld. Arsenal tryggir sér ekki aðeins titil með sigri á Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld því í boði er einnig sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Úrslitaleikur Chelsea og Arsenal hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það tók knattspyrnustjórann Unai Emery langan tíma að finna réttu leiðin til að nýta sem best krafta framherjanna öflugu Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette. Í byrjun spilaði hann oftast bara öðrum þeirra sem var eitthvað sem pirraði stuðningsmenn liðsins enda tveir heimsklassa leikmann þar á ferðinni og dapurt að þurfa að geyma annan þeirra á bekknum. Þegar leið á tímabilið þá fóru þeir Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette spila saman í fremstu víglínu og sú samvinna á mikinn þátt í því að Arsenal er komið alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Aubameyang varð auk þess einn af markakóngum ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni. Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette eru saman með 50 mörk og 21 stoðsendingu í öllum keppnum á tímabilinu þar af 13 mörk og 5 stoðsendingar í Evrópudeildinni. Með þá tvo innanborðs er nánast hægt að ganga að því vísu að Arsenal mun skora í úrslitaleiknum í kvöld og örlög liðsins ráðast því kannski frekar á varnarleik og markvörslu. Bleacher Report Football vefsíðan tók saman fróðlegt myndband um ferðalag Unai Emery að því að geta sett saman eitt öflugasta framherjapar fótboltaheimsins í dag. Það má sjá það hér fyrir neðan.Here's how @Aubameyang7 and @LacazetteAlex turned into a deadly partnership for Arsenal #brIQpic.twitter.com/9WWrxRrLfI — B/R Football (@brfootball) May 28, 2019
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Sjá meira