Faðmlag Vilhjálms prins í stúkunni á Wembley stal senunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2019 23:15 Vilhjálms prins er harður stuðningsmaður Aston Villa og greinilega mjög góður vinur Norðmannsins John Carew, Getty/Marc Atkins Ekki slæmt að fá að faðma Vilhjálms prins í sigurvímu í stúkunni á Wembley leikvanginum. Vilhjálmur Bretaprins var með kátari mönnum á Wembley leikvanginum í gær þegar Aston Villa tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Aston Villa er komið aftur upp eftir þriggja tímabila fjarveru en þetta hefur verið skrautlegt tímabil hjá Villa mönnum. Liðið náði hins vegar inn í úrslitakeppnina með frábærum endaspretti og kláraði síðan 27 milljarða leikinn á Wembley með 2-1 sigri á Derby County. Hertoginn af Cambridge er harður stuðningsmaður Aston Villa en hann byrjaði að halda með félaginu á sínum tíma því hann vildi verða öðruvísi en skólafélagarnir sem héldu flestir með Manchester United eða Chelsea. Vilhjálmur prins sagði BBC frá því á sínum tíma að hann hafi ákveðið að velja félag sem var um miðja töfluna og lið sem hann tengdi við. Niðurstaðan var Aston Villa því þar var á ferðinni liði sem myndi bjóða upp á rússíbana stundir fyrir stuðningsmenn.A royal bromance. Prince William and John Carew went through every emotion watching Aston Villa. Read: https://t.co/e30Ryf5sQTpic.twitter.com/AEKSiwKAr3 — BBC Sport (@BBCSport) May 28, 2019Sjónvarpsvélarnar voru fljótar að finna Vilhjálm prins í stúkunni og hann komst oft í mynd þegar eitthvað spennandi var að gerast í leiknum. Vilhjálmur prins sást því fagna þegar þeir Anwar El Ghazi og John McGinn skoruðu mörk liðsins. Myndavélarnar voru líka á honum þegar lokaflautið gall eftir taugartrekkjandi lokamínútur eftir að Derby minnkaði muninn. Margir tóku líka eftir því að Vilhjálmur prins faðmaði Norðmanninn John Carew í leikslok. John Carew lék með Aston Villa í fjögur ár undir lok ferilsins síns og skorðai þá 37 mörk í 113 leikjum frá 2007 til 2011. Hann fór þaðan til West Ham og lék sitt síðasta tímabil. Það eru ekki allir sem fá að faðma prins á fótboltaleik en hinn 39 ára gamli John Carew er í þeim hópi. John Carew hefur verið að reyna fyrir sér í leiklistinni en það muna kannski margir eftir honum í norska sjónvarpsþættinum „Heimebane" þar sem hann lék knattspyrnustjörnu í litlum bæ í Noregi.Prince William and John Carew enjoyed that! Aston Villa are back in the Premier League. pic.twitter.com/ghToTeAMz3 — ESPN FC (@ESPNFC) May 27, 2019The many emotions of Prince William & John Carew during the Championship Play-off final! pic.twitter.com/axVnVMbo17 — Soccer AM (@SoccerAM) May 27, 2019 Bretland England Enski boltinn Kóngafólk Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Ekki slæmt að fá að faðma Vilhjálms prins í sigurvímu í stúkunni á Wembley leikvanginum. Vilhjálmur Bretaprins var með kátari mönnum á Wembley leikvanginum í gær þegar Aston Villa tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Aston Villa er komið aftur upp eftir þriggja tímabila fjarveru en þetta hefur verið skrautlegt tímabil hjá Villa mönnum. Liðið náði hins vegar inn í úrslitakeppnina með frábærum endaspretti og kláraði síðan 27 milljarða leikinn á Wembley með 2-1 sigri á Derby County. Hertoginn af Cambridge er harður stuðningsmaður Aston Villa en hann byrjaði að halda með félaginu á sínum tíma því hann vildi verða öðruvísi en skólafélagarnir sem héldu flestir með Manchester United eða Chelsea. Vilhjálmur prins sagði BBC frá því á sínum tíma að hann hafi ákveðið að velja félag sem var um miðja töfluna og lið sem hann tengdi við. Niðurstaðan var Aston Villa því þar var á ferðinni liði sem myndi bjóða upp á rússíbana stundir fyrir stuðningsmenn.A royal bromance. Prince William and John Carew went through every emotion watching Aston Villa. Read: https://t.co/e30Ryf5sQTpic.twitter.com/AEKSiwKAr3 — BBC Sport (@BBCSport) May 28, 2019Sjónvarpsvélarnar voru fljótar að finna Vilhjálm prins í stúkunni og hann komst oft í mynd þegar eitthvað spennandi var að gerast í leiknum. Vilhjálmur prins sást því fagna þegar þeir Anwar El Ghazi og John McGinn skoruðu mörk liðsins. Myndavélarnar voru líka á honum þegar lokaflautið gall eftir taugartrekkjandi lokamínútur eftir að Derby minnkaði muninn. Margir tóku líka eftir því að Vilhjálmur prins faðmaði Norðmanninn John Carew í leikslok. John Carew lék með Aston Villa í fjögur ár undir lok ferilsins síns og skorðai þá 37 mörk í 113 leikjum frá 2007 til 2011. Hann fór þaðan til West Ham og lék sitt síðasta tímabil. Það eru ekki allir sem fá að faðma prins á fótboltaleik en hinn 39 ára gamli John Carew er í þeim hópi. John Carew hefur verið að reyna fyrir sér í leiklistinni en það muna kannski margir eftir honum í norska sjónvarpsþættinum „Heimebane" þar sem hann lék knattspyrnustjörnu í litlum bæ í Noregi.Prince William and John Carew enjoyed that! Aston Villa are back in the Premier League. pic.twitter.com/ghToTeAMz3 — ESPN FC (@ESPNFC) May 27, 2019The many emotions of Prince William & John Carew during the Championship Play-off final! pic.twitter.com/axVnVMbo17 — Soccer AM (@SoccerAM) May 27, 2019
Bretland England Enski boltinn Kóngafólk Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira