Ferðalagið með Flugrútunni komið í 6500 krónur Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2019 10:45 Áfram verður ódýrar að kaupa miða báðar leiðir með Flugrútunni. Miði fram og til baka kostar nú 6499. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Nýundirritaðir kjarasamningar, bensínhækkun síðustu vikna og fækkun ferðamanna eftir fall WOW air eru helstu ástæður þess að Kynnisferðir hafa hækkað miðaverð í Flugrútuna. Þetta segir framkvæmdastjóri Kynnisferða. Ferðin fram og til baka frá BSÍ til Keflavíkurflugvallar kostar nú 6499 krónur en kostaði 5499 fyrir hækkunina, sem nemur 18 prósentum. Ferðin aðra leið fer úr tæpum 3000 krónum í 3499. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að miðaverðið hafi haldist nokkuð óbreytt undanfarið ár. Á þeim tíma hafi hins vegar mikið gerst í íslenskum efnahagsmálum. Launakostnaður, sem hefur verið stærsti útgjaldaliður fyrirtækisins, hækkaði enn frekar með undirritun nýrra kjarasamninga í vor auk þess sem olíuverð hefur hækkað nokkuð skarpt á síðustu mánuðum. Þá hafi eftirspurnin dregist umtalsvert saman með falli WOW air í mars. Þrátt fyrir að viðskiptavinahópur Flugrútunnar sé fjölbreyttur hafi brotthvarf lággjaldaflugfélagsins haft teljanleg áhrif á miðasöluna. Hann segir jafnframt að Kynnisferðir hafi leitað annarra leiða til að mæta þessum áskorunum áður en til verðhækkunarinnar kom. Undanfarin tvö ár hafi fyrirtæki í fólksflutningum þurft að grípa til margvíslegra hagræðingaraðgerða í hörðu samkeppnisumhverfi, sem meðal annars endurspeglast í greiðslustöðvun Hópferðabíla Akureyrar.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.KynnisferðirFerðamenn finni minna fyrir hækkuninni „Við höfum verið að vinna statt og stöðugt í því að hagræða í rekstri í tæp tvö ár - auk þess sem við fundum fyrir miklum viðsnúngi í rekstrinum eftir fall WOW air.“ Björn vekur þó athygli á því að stærsti viðskiptavinahópur Flugrútunnar eru erlendir ferðamenn. Þeir ættu ekki að finna mikið fyrir verðhækkuninni, enda hefur krónan veikst töluvert að undanförnu sem vegur upp á móti. „Hækkunin er því minni þegar kemur að ferðamönnunum og þeirri mynt sem þeir greiða með. Krónan segir ekki allt, við erum einfaldlega með pínulítinn gjaldmiðil á Íslandi. Í stóra samhenginu er þetta lítil verðhækkun í evrum.“ Verkalýðshreyfingin hefur verið dugleg að vekja athygli á fyrirtækjum sem gripið hafa til verðhækkana eftir að Lífskjarasamningurinn svonefndi var undirritaður í aprílbyrjun. Björn segist þó ekki sérstaklega smeykur við gagnrýni vígamóðra verkalýðsforingja. „Nei, við munum bara einbeita okkur að því að reka okkar fyrirtæki á meðan þau, eðlilega, benda á verðhækkunina. Það er þeirra hlutverk,“ segir Björn. Kynnisferðir geti þó glatt verkalýðshreyfinguna með því að fyrirtækið muni vitaskuld greiða starfsfólki sínu laun í samræmi við hinn nýundirritaða kjarasamning. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Neytendur Samgöngur Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Nýundirritaðir kjarasamningar, bensínhækkun síðustu vikna og fækkun ferðamanna eftir fall WOW air eru helstu ástæður þess að Kynnisferðir hafa hækkað miðaverð í Flugrútuna. Þetta segir framkvæmdastjóri Kynnisferða. Ferðin fram og til baka frá BSÍ til Keflavíkurflugvallar kostar nú 6499 krónur en kostaði 5499 fyrir hækkunina, sem nemur 18 prósentum. Ferðin aðra leið fer úr tæpum 3000 krónum í 3499. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að miðaverðið hafi haldist nokkuð óbreytt undanfarið ár. Á þeim tíma hafi hins vegar mikið gerst í íslenskum efnahagsmálum. Launakostnaður, sem hefur verið stærsti útgjaldaliður fyrirtækisins, hækkaði enn frekar með undirritun nýrra kjarasamninga í vor auk þess sem olíuverð hefur hækkað nokkuð skarpt á síðustu mánuðum. Þá hafi eftirspurnin dregist umtalsvert saman með falli WOW air í mars. Þrátt fyrir að viðskiptavinahópur Flugrútunnar sé fjölbreyttur hafi brotthvarf lággjaldaflugfélagsins haft teljanleg áhrif á miðasöluna. Hann segir jafnframt að Kynnisferðir hafi leitað annarra leiða til að mæta þessum áskorunum áður en til verðhækkunarinnar kom. Undanfarin tvö ár hafi fyrirtæki í fólksflutningum þurft að grípa til margvíslegra hagræðingaraðgerða í hörðu samkeppnisumhverfi, sem meðal annars endurspeglast í greiðslustöðvun Hópferðabíla Akureyrar.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.KynnisferðirFerðamenn finni minna fyrir hækkuninni „Við höfum verið að vinna statt og stöðugt í því að hagræða í rekstri í tæp tvö ár - auk þess sem við fundum fyrir miklum viðsnúngi í rekstrinum eftir fall WOW air.“ Björn vekur þó athygli á því að stærsti viðskiptavinahópur Flugrútunnar eru erlendir ferðamenn. Þeir ættu ekki að finna mikið fyrir verðhækkuninni, enda hefur krónan veikst töluvert að undanförnu sem vegur upp á móti. „Hækkunin er því minni þegar kemur að ferðamönnunum og þeirri mynt sem þeir greiða með. Krónan segir ekki allt, við erum einfaldlega með pínulítinn gjaldmiðil á Íslandi. Í stóra samhenginu er þetta lítil verðhækkun í evrum.“ Verkalýðshreyfingin hefur verið dugleg að vekja athygli á fyrirtækjum sem gripið hafa til verðhækkana eftir að Lífskjarasamningurinn svonefndi var undirritaður í aprílbyrjun. Björn segist þó ekki sérstaklega smeykur við gagnrýni vígamóðra verkalýðsforingja. „Nei, við munum bara einbeita okkur að því að reka okkar fyrirtæki á meðan þau, eðlilega, benda á verðhækkunina. Það er þeirra hlutverk,“ segir Björn. Kynnisferðir geti þó glatt verkalýðshreyfinguna með því að fyrirtækið muni vitaskuld greiða starfsfólki sínu laun í samræmi við hinn nýundirritaða kjarasamning.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Neytendur Samgöngur Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira