Sáttaumleitanir að fara út um þúfur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. maí 2019 07:00 Aðstandendur Tryggva Rúnars Leifssonar féllust í faðma þegar sýknudómur var kveðinn upp í Hæstarétti síðastliðið haust. Fréttablaðið/Eyþór Sáttaumleitanir milli stjórnvalda og hinna nýsýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og aðstandenda þeirra eru að sigla í strand eftir að Guðjón Skarphéðinsson hafnaði bótatilboði sáttanefndar stjórnvalda. Eins og Fréttablaðið greindi frá hafði sáttanefndin úr 600 milljónum að spila og samkvæmt heimildum blaðsins hafði ríkið bætt eitthvað í þannig að hæstu tilboð um bætur fóru yfir 200 milljónir. Heimildir blaðsins herma að góður sáttatónn hafi verið í flestum og útlit verið gott um að sættir gætu náðst, þar til Guðjón Skarphéðinsson hafnaði tilboði sáttanefndarinnar. Eins og greint hefur verið frá hljóðaði bótakrafa Guðjóns upp á rúman milljarð í miskabætur og um það bil 400 milljónir að auki í bætur fyrir missi atvinnutekna. Höfuðáhersla hefur verið lögð á það í sáttaferlinu að ná sáttum við allan hópinn og ljúka málinu utan dómstóla. Heimildir Fréttablaðsins herma að verulega hafi súrnað í viðræðum eftir að Guðjón gekk frá borði og mun sáttanefndin eiga það eina verk eftir í starfi sínu að semja skilabréf sitt til forsætisráðherra. Andri Árnason, settur ríkislögmaður í málinu, á eftir að taka formlega afstöðu til kröfu Guðjóns og þar sem ekki var gengið að henni við borð sáttanefndar er ólíklegt annað en að henni verði hafnað. Að óbreyttu munu því dómstólar ákveða bætur í málinu og má búast við að um þær verði rekin nokkur dómsmál. Óvíst er hvernig farið verður með mál aðstandenda Sævars Marinós Cisielski og Tryggva Rúnars Leifssonar sem eru látnir, en bótaréttur þeirra er ekki sá sami og þeirra Guðjóns, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Alberts Khlan Skaftasonar sem enn eru á lífi og eiga hlutlægan bótarétt. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sjá meira
Sáttaumleitanir milli stjórnvalda og hinna nýsýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og aðstandenda þeirra eru að sigla í strand eftir að Guðjón Skarphéðinsson hafnaði bótatilboði sáttanefndar stjórnvalda. Eins og Fréttablaðið greindi frá hafði sáttanefndin úr 600 milljónum að spila og samkvæmt heimildum blaðsins hafði ríkið bætt eitthvað í þannig að hæstu tilboð um bætur fóru yfir 200 milljónir. Heimildir blaðsins herma að góður sáttatónn hafi verið í flestum og útlit verið gott um að sættir gætu náðst, þar til Guðjón Skarphéðinsson hafnaði tilboði sáttanefndarinnar. Eins og greint hefur verið frá hljóðaði bótakrafa Guðjóns upp á rúman milljarð í miskabætur og um það bil 400 milljónir að auki í bætur fyrir missi atvinnutekna. Höfuðáhersla hefur verið lögð á það í sáttaferlinu að ná sáttum við allan hópinn og ljúka málinu utan dómstóla. Heimildir Fréttablaðsins herma að verulega hafi súrnað í viðræðum eftir að Guðjón gekk frá borði og mun sáttanefndin eiga það eina verk eftir í starfi sínu að semja skilabréf sitt til forsætisráðherra. Andri Árnason, settur ríkislögmaður í málinu, á eftir að taka formlega afstöðu til kröfu Guðjóns og þar sem ekki var gengið að henni við borð sáttanefndar er ólíklegt annað en að henni verði hafnað. Að óbreyttu munu því dómstólar ákveða bætur í málinu og má búast við að um þær verði rekin nokkur dómsmál. Óvíst er hvernig farið verður með mál aðstandenda Sævars Marinós Cisielski og Tryggva Rúnars Leifssonar sem eru látnir, en bótaréttur þeirra er ekki sá sami og þeirra Guðjóns, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Alberts Khlan Skaftasonar sem enn eru á lífi og eiga hlutlægan bótarétt.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sjá meira