Tottenham búið að skipuleggja sigurskrúðgöngu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. maí 2019 20:15 Vannstu titil ef þú fórst ekki með hann í bíltúr um bæinn ofan á rútu? vísir/getty Tottenham hræðist greinilega ekki hið margumtalaða „jinx“ og er búið að skipuleggja fagnaðarlæti og skrúðgöngu ef liðið vinnur Meistaradeild Evrópu. Það skapaðist nokkur umræða í gær um það að Selfyssingar hefðu gert allt til þess að koma í veg fyrir að þeir yrðu Íslandsmeistarar í handbolta. Búið var að panta sérmerkta Íslandsmeistaraboli, það var búið að skipuleggja flugeldasýningu, fá tónlistarmann í fagnaðarlætin og þar eftir götunum en liðið átti þó eftir að tryggja sigurinn. Strákarnir frá Selfossi gefa lítið í mýtur og hjátrú um jinx og völtuðu yfir Hauka og fögnuðu vel í Íslandsmeistarabolunum sínum í gær. Strákarnir í Tottenham virðast ekki trúa á ill álög heldur því þeir eru búnir að skipuleggja fögnuð ef liðið vinnur Meistaradeild Evrópu. Tottenham spilar við Liverpool í úrslitaleiknum í Madríd laugardagskvöldið 1. júní. Daginn eftir verður liðið komið aftur til Lundúna og þá skal farið í rútuferð um bæinn með bikar á lofti eins og vani er orðinn á að meistaralið geri. Félagið er ekki bara búið að skipuleggja fagnaðarlætin innan félagsins heldur gekk það svo langt að tilkynna dagskrána á heimasíðu sinni í dag. „Við búumst við því að rútuferðin taki um klukkutíma. Svið verður sett upp fyrir framan heimavöllinn þar sem leikmenn og þjálfarateymi mæta með bikarinn,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Það mun svo koma í ljós hvort þessar áætlanir Tottenham hafi sett ill álög á liðið eða kannski er allt slíkt á baki brotið eftir sigur Selfyssinga í gær. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Sjá meira
Tottenham hræðist greinilega ekki hið margumtalaða „jinx“ og er búið að skipuleggja fagnaðarlæti og skrúðgöngu ef liðið vinnur Meistaradeild Evrópu. Það skapaðist nokkur umræða í gær um það að Selfyssingar hefðu gert allt til þess að koma í veg fyrir að þeir yrðu Íslandsmeistarar í handbolta. Búið var að panta sérmerkta Íslandsmeistaraboli, það var búið að skipuleggja flugeldasýningu, fá tónlistarmann í fagnaðarlætin og þar eftir götunum en liðið átti þó eftir að tryggja sigurinn. Strákarnir frá Selfossi gefa lítið í mýtur og hjátrú um jinx og völtuðu yfir Hauka og fögnuðu vel í Íslandsmeistarabolunum sínum í gær. Strákarnir í Tottenham virðast ekki trúa á ill álög heldur því þeir eru búnir að skipuleggja fögnuð ef liðið vinnur Meistaradeild Evrópu. Tottenham spilar við Liverpool í úrslitaleiknum í Madríd laugardagskvöldið 1. júní. Daginn eftir verður liðið komið aftur til Lundúna og þá skal farið í rútuferð um bæinn með bikar á lofti eins og vani er orðinn á að meistaralið geri. Félagið er ekki bara búið að skipuleggja fagnaðarlætin innan félagsins heldur gekk það svo langt að tilkynna dagskrána á heimasíðu sinni í dag. „Við búumst við því að rútuferðin taki um klukkutíma. Svið verður sett upp fyrir framan heimavöllinn þar sem leikmenn og þjálfarateymi mæta með bikarinn,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Það mun svo koma í ljós hvort þessar áætlanir Tottenham hafi sett ill álög á liðið eða kannski er allt slíkt á baki brotið eftir sigur Selfyssinga í gær.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Sjá meira