Miklar breytingar á úrslitum Eurovision eftir mistök skipuleggjenda Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2019 18:32 John Lundvik, sænski keppandinn í ár, er líklega ánægður með breyttar niðurstöður. Getty/Guy prives Töluverðar breytingar hafa orðið á úrslitum Eurovision eftir að mistök voru gerð við útreikninga á atkvæðum frá dómnefnd Hvíta-Rússlands, sem vikið var úr keppni rétt fyrir úrslitakvöldið. Efstu fjögur sætin standa enn óbreytt en Svíþjóð fer upp fyrir Noreg og Norður-Makedónía upp fyrir Aserbaídsjan með leiðréttum stigum. Í yfirlýsingu sem Samband evrópskra sjónvarpsstöðva sendi frá sér í dag er klúðrið rakið. Hvítrússnesku dómnefndinni var vikið úr keppninni eftir að meðlimir nefndarinnar greindu frá atkvæðum sínum áður en úrslitakeppnin hófst.Sjá einnig: Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Í kjölfarið voru áætluð ný stig fyrir dómnefndina sem reiknuð voru út frá atkvæðum annarra landa sem kosið hafa í takt við Hvíta-Rússland í gegnum tíðina. Nú hefur hins vegar komið í ljós að nýju niðurstöðurnar voru rangar en í yfirlýsingu EBU segir að um sé að ræða mannleg mistök.Hatari situr sem fastast í 10. sætinu í nýreiknuðum niðurstöðum.Getty/Guy PrivesReiknaðar hafi verið réttar niðurstöður, sem hafa töluverð áhrif á úrslit Eurovision. Vinningshafinn er þó enn sá sami, Holland, og bætir við sig sex stigum frá því á laugardag. Næstu þrjú lönd, Ítalía, Rússland og Sviss sitja jafnframt sem fastast í sínum sætum og njóta öll góðs af hinum nýju stigum frá Hvíta-Rússlandi. Noregur, sem áður var í fimmta sæti, víkur hins vegar fyrir Svíþjóð, áður í 6. sæti. Þannig situr sænska framlagið nú í 5. sæti með 334 stig og Noregur í 6. sæti með 331 stig. Þá fer Norður-Makedónía upp fyrir Aserbaídsjan og er nú í 7. sæti með 305 stig en Aserbaídsjan tekur 8. sætið. Ísland haggast ekki úr 10. sætinu en hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands, tapar þó tveimur stigum á nýju niðurstöðunum. Þá fer Kýpur úr 15. sæti í það 13. og Slóvenía hrapar úr 13. sæti niður í 15. Á sama hátt skipta Malta og Frakkland um sæti, Malta fer úr því 16. upp í það 14.. Þá skipta Albanía og Serbía um sæti, einnig San Marínó og Eistland, sem og Þýskaland og Hvíta-Rússland.Hér má sjá gömlu niðurstöðurnar frá því á laugardag og hér má nálgast uppfærðu niðurstöðurnar. Eurovision Tengdar fréttir Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. 21. maí 2019 21:11 Þegar sigurvegari Eurovision 2019 sló í gegn í The Voice fyrir fimm árum Eins og margir vita vann Duncan Laurence Eurovision í ár þegar hann flutti lagið Arcade fyrir Hollendinga. 22. maí 2019 16:30 Eurovision-dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr keppni Dómnefndin varð uppvís að því að brjóta reglur keppninnar. 18. maí 2019 17:40 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Töluverðar breytingar hafa orðið á úrslitum Eurovision eftir að mistök voru gerð við útreikninga á atkvæðum frá dómnefnd Hvíta-Rússlands, sem vikið var úr keppni rétt fyrir úrslitakvöldið. Efstu fjögur sætin standa enn óbreytt en Svíþjóð fer upp fyrir Noreg og Norður-Makedónía upp fyrir Aserbaídsjan með leiðréttum stigum. Í yfirlýsingu sem Samband evrópskra sjónvarpsstöðva sendi frá sér í dag er klúðrið rakið. Hvítrússnesku dómnefndinni var vikið úr keppninni eftir að meðlimir nefndarinnar greindu frá atkvæðum sínum áður en úrslitakeppnin hófst.Sjá einnig: Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Í kjölfarið voru áætluð ný stig fyrir dómnefndina sem reiknuð voru út frá atkvæðum annarra landa sem kosið hafa í takt við Hvíta-Rússland í gegnum tíðina. Nú hefur hins vegar komið í ljós að nýju niðurstöðurnar voru rangar en í yfirlýsingu EBU segir að um sé að ræða mannleg mistök.Hatari situr sem fastast í 10. sætinu í nýreiknuðum niðurstöðum.Getty/Guy PrivesReiknaðar hafi verið réttar niðurstöður, sem hafa töluverð áhrif á úrslit Eurovision. Vinningshafinn er þó enn sá sami, Holland, og bætir við sig sex stigum frá því á laugardag. Næstu þrjú lönd, Ítalía, Rússland og Sviss sitja jafnframt sem fastast í sínum sætum og njóta öll góðs af hinum nýju stigum frá Hvíta-Rússlandi. Noregur, sem áður var í fimmta sæti, víkur hins vegar fyrir Svíþjóð, áður í 6. sæti. Þannig situr sænska framlagið nú í 5. sæti með 334 stig og Noregur í 6. sæti með 331 stig. Þá fer Norður-Makedónía upp fyrir Aserbaídsjan og er nú í 7. sæti með 305 stig en Aserbaídsjan tekur 8. sætið. Ísland haggast ekki úr 10. sætinu en hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands, tapar þó tveimur stigum á nýju niðurstöðunum. Þá fer Kýpur úr 15. sæti í það 13. og Slóvenía hrapar úr 13. sæti niður í 15. Á sama hátt skipta Malta og Frakkland um sæti, Malta fer úr því 16. upp í það 14.. Þá skipta Albanía og Serbía um sæti, einnig San Marínó og Eistland, sem og Þýskaland og Hvíta-Rússland.Hér má sjá gömlu niðurstöðurnar frá því á laugardag og hér má nálgast uppfærðu niðurstöðurnar.
Eurovision Tengdar fréttir Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. 21. maí 2019 21:11 Þegar sigurvegari Eurovision 2019 sló í gegn í The Voice fyrir fimm árum Eins og margir vita vann Duncan Laurence Eurovision í ár þegar hann flutti lagið Arcade fyrir Hollendinga. 22. maí 2019 16:30 Eurovision-dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr keppni Dómnefndin varð uppvís að því að brjóta reglur keppninnar. 18. maí 2019 17:40 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. 21. maí 2019 21:11
Þegar sigurvegari Eurovision 2019 sló í gegn í The Voice fyrir fimm árum Eins og margir vita vann Duncan Laurence Eurovision í ár þegar hann flutti lagið Arcade fyrir Hollendinga. 22. maí 2019 16:30
Eurovision-dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr keppni Dómnefndin varð uppvís að því að brjóta reglur keppninnar. 18. maí 2019 17:40