Jafngildir því að öll börn í Kópavogi og á Akureyri hafi orðið fyrir ofbeldi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2019 21:00 Um fimmta hvert barn á Íslandi hefur orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn. Þá hefur fjöldi drengja sem hefur verið kynferðislega misnotaður tvöfaldast á síðustu sex árum. UNICEF krefst þess að stofnað verði ofbeldisvarnarráð til þess að greina þróunina. Unicef birti í morgun nýja rannsókn sem byggir á könnun sem var lögð fyrir skólabörn og á gögnum frá Stígamótum. Samkvæmt henni hefur um fimmta hvert barn á Íslandi orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Þetta eru um þrettán þúsund börn og jafngildir fjöldinn öllum börnum sem búa í Kópavogi og á Akureyri samanlagt. Flest börn verða fyrir ofbeldinu á unglingsárum. Kynferðisofbeldi gegn drengjum af hálfu fullorðinna hefur tvöfaldast á síðustu sex árum. Hlutfallið farið úr tveimur prósentum í fjögur prósent. „Við vitum ekki af hverju það er, hvort kynferðislegt ofbeldi er að aukast eða hvort samfélagslegir fordómar að minnka og umræðan að aukast. En þarna sjáum við að jafn margir strákar og stelpur segja frá," segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF.Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Á sama tíma eru stúlkur í miklum meirihluta þeirra barna sem koma í Barnahús vegna kynferðisofbeldis. „Þarna sjáum við með því að rýna í tölur að kerfin okkar eru ekki að grípa öll börn sem verða fyrir ofbeldi," segir Bergsteinn. Önnur alvarleg þróun á síðustu sex árum, eða frá síðustu könnun, er fjölgun mála þar sem barn brýtur kynferðislega á öðru barni. Tvöfalt fleiri drengir greina nú frá því, eða um fjögur prósent. Málunum fjölgar einnig hjá stúlkum og hefur nánast tíunda hver stúlka orðið fyrir slíku ofbeldi. Í skýrslunni segir að þetta þurfi að rannsaka sérstaklega og þá hvort klámvæðing gæti haft áhrif. UNICEF hrinti í dag úr vör átakinu Stöðvum feluleikinn en þeir sem skrifa undir áskorun til stjórnvalda fá sendar leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast þegar grunur leikur á um ofbeldi. Í áskoruninni felst meðal annars krafa um að stofnað verði ofbeldisvarnarráð til að greina þróunina. „Að það verði fylgst með þessum gögnum, þannig við sjáum alltaf stöðuna í þessum alvarlega málaflokki, til þess að við getum betur brugðist við og getum útrýmt ofbeldi gegn börnum á Íslandi," segir Bergsteinn. Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Um fimmta hvert barn á Íslandi hefur orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn. Þá hefur fjöldi drengja sem hefur verið kynferðislega misnotaður tvöfaldast á síðustu sex árum. UNICEF krefst þess að stofnað verði ofbeldisvarnarráð til þess að greina þróunina. Unicef birti í morgun nýja rannsókn sem byggir á könnun sem var lögð fyrir skólabörn og á gögnum frá Stígamótum. Samkvæmt henni hefur um fimmta hvert barn á Íslandi orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Þetta eru um þrettán þúsund börn og jafngildir fjöldinn öllum börnum sem búa í Kópavogi og á Akureyri samanlagt. Flest börn verða fyrir ofbeldinu á unglingsárum. Kynferðisofbeldi gegn drengjum af hálfu fullorðinna hefur tvöfaldast á síðustu sex árum. Hlutfallið farið úr tveimur prósentum í fjögur prósent. „Við vitum ekki af hverju það er, hvort kynferðislegt ofbeldi er að aukast eða hvort samfélagslegir fordómar að minnka og umræðan að aukast. En þarna sjáum við að jafn margir strákar og stelpur segja frá," segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF.Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Á sama tíma eru stúlkur í miklum meirihluta þeirra barna sem koma í Barnahús vegna kynferðisofbeldis. „Þarna sjáum við með því að rýna í tölur að kerfin okkar eru ekki að grípa öll börn sem verða fyrir ofbeldi," segir Bergsteinn. Önnur alvarleg þróun á síðustu sex árum, eða frá síðustu könnun, er fjölgun mála þar sem barn brýtur kynferðislega á öðru barni. Tvöfalt fleiri drengir greina nú frá því, eða um fjögur prósent. Málunum fjölgar einnig hjá stúlkum og hefur nánast tíunda hver stúlka orðið fyrir slíku ofbeldi. Í skýrslunni segir að þetta þurfi að rannsaka sérstaklega og þá hvort klámvæðing gæti haft áhrif. UNICEF hrinti í dag úr vör átakinu Stöðvum feluleikinn en þeir sem skrifa undir áskorun til stjórnvalda fá sendar leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast þegar grunur leikur á um ofbeldi. Í áskoruninni felst meðal annars krafa um að stofnað verði ofbeldisvarnarráð til að greina þróunina. „Að það verði fylgst með þessum gögnum, þannig við sjáum alltaf stöðuna í þessum alvarlega málaflokki, til þess að við getum betur brugðist við og getum útrýmt ofbeldi gegn börnum á Íslandi," segir Bergsteinn.
Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira