BBC mætti óvænt með verðlaunin til hennar í Osló Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 08:30 Ada Hegerberg fagnar þrennu og sigri í Meistaradeild með fjölskyldu sinni í stúkunni. Getty/Harold Cunningham Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg safnar að sér verðlaunum þessa dagana en nú síðast var hún kosin knattspyrnukonan ársins hjá breska ríkisútvarpinu. Það var almenningur út um allan heim sem kaus og niðurstaðan var kunngjörð aðeins fjórum dögum eftir að Ada Hegerberg skoraði þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hin danska Pernille Harder varð önnur í kjörinu en þriðja var hin ástralska Sam Kerr. Þær sem komu líka til greina voru Saki Kumagai frá Japan og Lindsey Horan frá Bandaríkjunum. Ada Hegerberg var komin heim frá ævintýraförinni til Búdapest þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram um síðustu helgi. Fulltrúar breska ríkisútvarpsins komu henni á óvart með því að mæta með verðlaunin til hennar í Osló eins og sjá má hér fyrir neðan.This is the moment we surprised @AdaStolsmo with her award in Oslo...#BBCWFOTY#ChangeTheGamepic.twitter.com/7DxskSkJqj — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Það er heiður fyrir mig að vinna þessi verðlaun í annað skiptið,“ sagði Ada Hegerberg sem fékk þau einnig árið 2007. „Saki er herbergisfélaginn minn. Ég þekki hennar kosti og hvað hún hefur gefið félaginu. Hún er líka fyrirliði japanska landsliðsins sem segir sína sögu,“ sagði Ada Hegerberg um Saki Kumagai sem spilar með henni hjá Lyon. „Sam og Pernille eru líka í allra fremstu röð eins og Lindsey. Það er mjög sérstök tilfinning að vinna aftur,“ sagði Hegerberg. Hegerberg skoraði 53 mörk í öllum keppnum fyrir Lyon-liðið tímabilið 2017-18 þar á meðal fimmtán mörk í Meistaradeildinni. Lyon vann þá þrennuna sem það endurtók á þessu tímabili. Ada Hegerberg vinnur ekki flerii verðlaun í sumar því hún er komin í sumarfrí. Hún afþakkaði boð um að leika með norska landsliðið á HM í Frakklandi af því að hún er ósátt með knattspyrnusamband landsins. Ada Hegerberg finnst konurnar ekki fá sama stuðning og karlarnir hjá norska sambandinu.We're pleased to announce that the winner of the BBC Women's Footballer of the Year award 2019 is... ADA HEGERBERGhttps://t.co/JPK3xzXCWh#bbcwfoty#ChangeTheGamepic.twitter.com/pA9uyssEug — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Sjá meira
Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg safnar að sér verðlaunum þessa dagana en nú síðast var hún kosin knattspyrnukonan ársins hjá breska ríkisútvarpinu. Það var almenningur út um allan heim sem kaus og niðurstaðan var kunngjörð aðeins fjórum dögum eftir að Ada Hegerberg skoraði þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hin danska Pernille Harder varð önnur í kjörinu en þriðja var hin ástralska Sam Kerr. Þær sem komu líka til greina voru Saki Kumagai frá Japan og Lindsey Horan frá Bandaríkjunum. Ada Hegerberg var komin heim frá ævintýraförinni til Búdapest þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram um síðustu helgi. Fulltrúar breska ríkisútvarpsins komu henni á óvart með því að mæta með verðlaunin til hennar í Osló eins og sjá má hér fyrir neðan.This is the moment we surprised @AdaStolsmo with her award in Oslo...#BBCWFOTY#ChangeTheGamepic.twitter.com/7DxskSkJqj — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Það er heiður fyrir mig að vinna þessi verðlaun í annað skiptið,“ sagði Ada Hegerberg sem fékk þau einnig árið 2007. „Saki er herbergisfélaginn minn. Ég þekki hennar kosti og hvað hún hefur gefið félaginu. Hún er líka fyrirliði japanska landsliðsins sem segir sína sögu,“ sagði Ada Hegerberg um Saki Kumagai sem spilar með henni hjá Lyon. „Sam og Pernille eru líka í allra fremstu röð eins og Lindsey. Það er mjög sérstök tilfinning að vinna aftur,“ sagði Hegerberg. Hegerberg skoraði 53 mörk í öllum keppnum fyrir Lyon-liðið tímabilið 2017-18 þar á meðal fimmtán mörk í Meistaradeildinni. Lyon vann þá þrennuna sem það endurtók á þessu tímabili. Ada Hegerberg vinnur ekki flerii verðlaun í sumar því hún er komin í sumarfrí. Hún afþakkaði boð um að leika með norska landsliðið á HM í Frakklandi af því að hún er ósátt með knattspyrnusamband landsins. Ada Hegerberg finnst konurnar ekki fá sama stuðning og karlarnir hjá norska sambandinu.We're pleased to announce that the winner of the BBC Women's Footballer of the Year award 2019 is... ADA HEGERBERGhttps://t.co/JPK3xzXCWh#bbcwfoty#ChangeTheGamepic.twitter.com/pA9uyssEug — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Sjá meira