Ellefu ára stúlkur neituðu að taka við bikarnum og skildu medalíurnar eftir á gólfinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. maí 2019 13:53 vísir/getty Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. Er búið var að afhenda medalíurnar var skrúfað niður í tónlistinni í húsinu. Þá fór leikmaður ÍR með yfirlýsingu sem snéri að því að liðið neitaði að taka við verðlaunum frá KKÍ þar sem þær fengju ekki að spila við stráka í vetur. Félagið hafði óskað eftir því en fékk ekki í gegn. Að því búnu tóku þær medalíurnar af sér og gengu af pallinum. Svo herma heimildir Vísis.Mikill hiti í fólki Heimildir Vísis herma einnig að allt hafi í kjölfarið orðið brjálað og þá sérstaklega í foreldrahópi ÍR-liðsins þar sem ekki voru allir sammála um þennan gjörning liðsins. Mikill hiti var í fólki og einhverjir foreldrar hafa dregið barn sitt úr liðinu eftir þessa uppákomu. Það ku hafa komið til snarpra orðaskipta á milli einhverra foreldra og þjálfara liðsins. Sérstaklega var móðir stúlkunnar sem var látin fara með yfirlýsinguna reið enda var sá gjörningur algjörlega í óþökk móðurinnar. „Við lítum þetta atvik mjög alvarlegum augum en við munum gefa stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR tækifæri á að útskýra þetta mál áður en við tökum það lengra,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en hann býst við viðbrögðum frá ÍR í dag. „Við lítum þetta sérstaklega alvarlegum augum út af börnunum. Hvað sé verið að gera þeim með þessu því þau eiga svo sannarlega skilið að fá sín verðlaun.“Hræðilegt að þetta hafi gerst Guðmundur Óli Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, segir að deildin muni funda um þetta mál síðar í dag. „Okkur finnst þetta miður og mjög alvarlegt mál,“ segir Guðmundur Óli og bætir við að það séu skiptar skoðanir innan foreldrahópsins með þetta mál. Einhverjir séu óánægðir. „Ég get staðfest að það hafa einhver börn verið dregin úr flokknum vegna þessarar uppákomu sem var hræðileg. Okkur finnst hræðilegt að þetta hafi gerst. Þetta mál mun fá mjög alvarlega umræðu hjá okkur.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ Sjá meira
Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. Er búið var að afhenda medalíurnar var skrúfað niður í tónlistinni í húsinu. Þá fór leikmaður ÍR með yfirlýsingu sem snéri að því að liðið neitaði að taka við verðlaunum frá KKÍ þar sem þær fengju ekki að spila við stráka í vetur. Félagið hafði óskað eftir því en fékk ekki í gegn. Að því búnu tóku þær medalíurnar af sér og gengu af pallinum. Svo herma heimildir Vísis.Mikill hiti í fólki Heimildir Vísis herma einnig að allt hafi í kjölfarið orðið brjálað og þá sérstaklega í foreldrahópi ÍR-liðsins þar sem ekki voru allir sammála um þennan gjörning liðsins. Mikill hiti var í fólki og einhverjir foreldrar hafa dregið barn sitt úr liðinu eftir þessa uppákomu. Það ku hafa komið til snarpra orðaskipta á milli einhverra foreldra og þjálfara liðsins. Sérstaklega var móðir stúlkunnar sem var látin fara með yfirlýsinguna reið enda var sá gjörningur algjörlega í óþökk móðurinnar. „Við lítum þetta atvik mjög alvarlegum augum en við munum gefa stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR tækifæri á að útskýra þetta mál áður en við tökum það lengra,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en hann býst við viðbrögðum frá ÍR í dag. „Við lítum þetta sérstaklega alvarlegum augum út af börnunum. Hvað sé verið að gera þeim með þessu því þau eiga svo sannarlega skilið að fá sín verðlaun.“Hræðilegt að þetta hafi gerst Guðmundur Óli Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, segir að deildin muni funda um þetta mál síðar í dag. „Okkur finnst þetta miður og mjög alvarlegt mál,“ segir Guðmundur Óli og bætir við að það séu skiptar skoðanir innan foreldrahópsins með þetta mál. Einhverjir séu óánægðir. „Ég get staðfest að það hafa einhver börn verið dregin úr flokknum vegna þessarar uppákomu sem var hræðileg. Okkur finnst hræðilegt að þetta hafi gerst. Þetta mál mun fá mjög alvarlega umræðu hjá okkur.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ Sjá meira