Sand og siðanefndin Guðmundur Steingrímsson skrifar 20. maí 2019 07:00 Að mínu siðferðislega fallvalta mati áttu tveir aðilar, Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Júróvisjón, og siðanefnd Alþingis, einstaklega slæma daga í síðustu viku. Hvorugur gerði gott mót. Bæði Jon Ola Sand og siðanefndin reyndu í vikunni að vera einhvers konar siðferðislegir áttavitar. Sussað var á annað fólk. Spurningarnar sem við það hafa vaknað eru í meira lagi bitastæðar. Ég hef rökstuddan grun um að siðanefnd Alþingis hafi með sínu áliti um tiltekið orðalag Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur náð að kippa grundvellinum svo til algjörlega undan eigin tilverurétti, ef hann var þá yfirleitt einhver. Orðalag siðanefndar sjálfrar um Þórhildi Sunnu má í raun nota um álit siðanefndarinnar líka. Álit hennar er „til þess fallið að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess“. Hugsanlegt er að siðanefndin hafi misskilið hlutverk sitt og talið að hún ætti að storka fólki siðferðislega. Það er einmitt það sem hún hefur gert. Siðferðisleg álitamál blasa við sem aldrei fyrr.Steikt fyrirbrigði Siðanefnd einhverra þriggja einstaklinga er auðvitað svolítið steikt fyrirbrigði í sjálfu sér. Þarf úrskurð siðanefndar til að segja fólki að ummæli þingmannanna á Klausturbarnum hafi verið siðlaus? Sér það ekki hver maður? Eða ekki? Dæmir ekki hver fyrir sig? Er einhver að bíða eftir áliti siðanefndar, svo hann geti ákveðið sig? Átti Ágúst Ólafur að bíða eftir úrskurði siðanefndar áður en hann ákvað að axla ábyrgð á hegðun sinni og fara í áfengismeðferð? Hvaða tilgangi þjónar álit siðanefndar í siðuðu samfélagi þar sem fólk leitast við að taka sjálft siðferðislegar ákvarðanir? Mér sýnist niðurstaðan blasa við: Einungis í siðlausu samfélagi þarf siðanefnd. Í samfélagi þar sem enginn hefur siðferðisvitund, þar þarf nefnd. Og Ísland er sem betur fer ekki komið þangað. Alveg. Hið siðlega hjá siðanefndinni á þessum tímapunkti væri að leggja sig niður með rökstuddu áliti. Í máli Þórhildar Sunnu hefur siðanefndinni tekist að snúa málum á haus og einmitt tekist í sjálfu sér að sýna að siðir verða ekki afgreiddir af nefnd. Siðir eru þjóðfélagsins. Sjálfsagt var nefndin að vanda sig en veruleikinn blasir við. Ásmundur Friðriksson fékk of mikið af aksturspeningum. Slíkt hátterni er ekki til siðferðislegrar fyrirmyndar, finnst mörgum. Þingmönnum ber að sýna hófsemi þegar aðgangur að opinberu fé er annars vegar. Það að Þórhildur Sunna segist geta rökstutt þær grunsemdir sínar að Ásmundur hafi með þessu hátterni dregið sér fé, er ekki nema sjálfsagt. Það er Ásmundar að svara þeim grunsemdum, ekki siðanefndar. Geti hann það ekki — sem mér sýnist hann hafa átt í verulegum erfiðleikum með — þá verður hann að eiga það yfir höfði sér að verulegur fjöldi fólks telur að hann hafi vísvitandi rukkað til sín of mikið fé og að hann hafi ekki gert það óvart. Og þannig er það. Nefnd trompar ekki lýðræðið Í raun mætti halda því fram að tilvist siðanefndar Alþingis sé viss móðgun við lýðræðið og siðferðisvitund fólks almennt. Fólk kýs alþingismenn. Svo rammt kveður að lýðræðislegum rétti fólks til að velja þá aðila sem því sýnist, að jafnvel mætti ímynda sér að Flokkur siðlausra byði einhvern tímann fram. Hann hefði það á stefnuskrá sinni að rífa kjaft, fara með dylgjur og reyna með öllum brögðum að nýta sér glufur í kerfinu til að skara eld að eigin köku. Ef slíkur flokkur fengi mikið fylgi, á nákvæmlega þessum forsendum, þá hefur fólkið talað. Siðanefnd gæti í kjölfarið gefið út eitt álit á dag til fordæmingar á hegðun þessara fulltrúa, en álitin hefðu enga þýðingu. Nefndin trompar aldrei lýðræðið. Það er gagnvart kjósendum, en ekki nefndinni, sem þingmenn svara fyrir gjörðir sínar. Hvað Sand varðar Víkur þá sögunni að Sand. Ég vil meina að þessi alla jafna góðlegi maður hafi ekki gert gott mót í liðinni viku af svipuðum ástæðum og siðanefnd Alþingis. Hann sneri siðferði á haus. Af fréttum að dæma virðist Jon Ola Sand hafa haft verulegar áhyggjur af Hatara og leitast við að koma í veg fyrir að hljómsveitarmeðlimir sýndu heilbrigðan hug sinn til mannréttinda á þessari flugeldasýningu friðar og kærleika. Ef Sand hefur sterka siðferðisvitund, þá ætti hann að vera heima hjá sér núna að hugsa þetta: Hvað var ég að spá? Ætti ekki veröldin að vera frekar svona: Ef þjóð ætlar að fara með hernaði gegn annarri þjóð og varpa jafnvel sprengjum á börn, er þá hægt að bjóða listafólki með einhverja samvisku upp á það að grjóthalda kjafti og syngja bara um ást og frið í slíku landi? Hvorki Sand né siðanefnd getur fyrirskipað frið, ef friður ríkir ekki. Það verður ekki komist hjá gagnrýni, hefði Sand átt að segja við Ísrael. Og siðanefndin við Ásmund. Þið verðið að feisa gjörðir ykkar. Þannig er lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Að mínu siðferðislega fallvalta mati áttu tveir aðilar, Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Júróvisjón, og siðanefnd Alþingis, einstaklega slæma daga í síðustu viku. Hvorugur gerði gott mót. Bæði Jon Ola Sand og siðanefndin reyndu í vikunni að vera einhvers konar siðferðislegir áttavitar. Sussað var á annað fólk. Spurningarnar sem við það hafa vaknað eru í meira lagi bitastæðar. Ég hef rökstuddan grun um að siðanefnd Alþingis hafi með sínu áliti um tiltekið orðalag Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur náð að kippa grundvellinum svo til algjörlega undan eigin tilverurétti, ef hann var þá yfirleitt einhver. Orðalag siðanefndar sjálfrar um Þórhildi Sunnu má í raun nota um álit siðanefndarinnar líka. Álit hennar er „til þess fallið að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess“. Hugsanlegt er að siðanefndin hafi misskilið hlutverk sitt og talið að hún ætti að storka fólki siðferðislega. Það er einmitt það sem hún hefur gert. Siðferðisleg álitamál blasa við sem aldrei fyrr.Steikt fyrirbrigði Siðanefnd einhverra þriggja einstaklinga er auðvitað svolítið steikt fyrirbrigði í sjálfu sér. Þarf úrskurð siðanefndar til að segja fólki að ummæli þingmannanna á Klausturbarnum hafi verið siðlaus? Sér það ekki hver maður? Eða ekki? Dæmir ekki hver fyrir sig? Er einhver að bíða eftir áliti siðanefndar, svo hann geti ákveðið sig? Átti Ágúst Ólafur að bíða eftir úrskurði siðanefndar áður en hann ákvað að axla ábyrgð á hegðun sinni og fara í áfengismeðferð? Hvaða tilgangi þjónar álit siðanefndar í siðuðu samfélagi þar sem fólk leitast við að taka sjálft siðferðislegar ákvarðanir? Mér sýnist niðurstaðan blasa við: Einungis í siðlausu samfélagi þarf siðanefnd. Í samfélagi þar sem enginn hefur siðferðisvitund, þar þarf nefnd. Og Ísland er sem betur fer ekki komið þangað. Alveg. Hið siðlega hjá siðanefndinni á þessum tímapunkti væri að leggja sig niður með rökstuddu áliti. Í máli Þórhildar Sunnu hefur siðanefndinni tekist að snúa málum á haus og einmitt tekist í sjálfu sér að sýna að siðir verða ekki afgreiddir af nefnd. Siðir eru þjóðfélagsins. Sjálfsagt var nefndin að vanda sig en veruleikinn blasir við. Ásmundur Friðriksson fékk of mikið af aksturspeningum. Slíkt hátterni er ekki til siðferðislegrar fyrirmyndar, finnst mörgum. Þingmönnum ber að sýna hófsemi þegar aðgangur að opinberu fé er annars vegar. Það að Þórhildur Sunna segist geta rökstutt þær grunsemdir sínar að Ásmundur hafi með þessu hátterni dregið sér fé, er ekki nema sjálfsagt. Það er Ásmundar að svara þeim grunsemdum, ekki siðanefndar. Geti hann það ekki — sem mér sýnist hann hafa átt í verulegum erfiðleikum með — þá verður hann að eiga það yfir höfði sér að verulegur fjöldi fólks telur að hann hafi vísvitandi rukkað til sín of mikið fé og að hann hafi ekki gert það óvart. Og þannig er það. Nefnd trompar ekki lýðræðið Í raun mætti halda því fram að tilvist siðanefndar Alþingis sé viss móðgun við lýðræðið og siðferðisvitund fólks almennt. Fólk kýs alþingismenn. Svo rammt kveður að lýðræðislegum rétti fólks til að velja þá aðila sem því sýnist, að jafnvel mætti ímynda sér að Flokkur siðlausra byði einhvern tímann fram. Hann hefði það á stefnuskrá sinni að rífa kjaft, fara með dylgjur og reyna með öllum brögðum að nýta sér glufur í kerfinu til að skara eld að eigin köku. Ef slíkur flokkur fengi mikið fylgi, á nákvæmlega þessum forsendum, þá hefur fólkið talað. Siðanefnd gæti í kjölfarið gefið út eitt álit á dag til fordæmingar á hegðun þessara fulltrúa, en álitin hefðu enga þýðingu. Nefndin trompar aldrei lýðræðið. Það er gagnvart kjósendum, en ekki nefndinni, sem þingmenn svara fyrir gjörðir sínar. Hvað Sand varðar Víkur þá sögunni að Sand. Ég vil meina að þessi alla jafna góðlegi maður hafi ekki gert gott mót í liðinni viku af svipuðum ástæðum og siðanefnd Alþingis. Hann sneri siðferði á haus. Af fréttum að dæma virðist Jon Ola Sand hafa haft verulegar áhyggjur af Hatara og leitast við að koma í veg fyrir að hljómsveitarmeðlimir sýndu heilbrigðan hug sinn til mannréttinda á þessari flugeldasýningu friðar og kærleika. Ef Sand hefur sterka siðferðisvitund, þá ætti hann að vera heima hjá sér núna að hugsa þetta: Hvað var ég að spá? Ætti ekki veröldin að vera frekar svona: Ef þjóð ætlar að fara með hernaði gegn annarri þjóð og varpa jafnvel sprengjum á börn, er þá hægt að bjóða listafólki með einhverja samvisku upp á það að grjóthalda kjafti og syngja bara um ást og frið í slíku landi? Hvorki Sand né siðanefnd getur fyrirskipað frið, ef friður ríkir ekki. Það verður ekki komist hjá gagnrýni, hefði Sand átt að segja við Ísrael. Og siðanefndin við Ásmund. Þið verðið að feisa gjörðir ykkar. Þannig er lífið.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun