Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð franska sóknarmannsins Antoine Griezmann en það eina sem virðist vera alveg ljóst er að hann mun yfirgefa Atletico Madrid í sumar.
Franskir fjölmiðlar fullyrða í dag að Griezmann sé búinn að komast að samkomulagi við PSG en hingað til hefur kappinn ítrekað verið orðaður við Barcelona.
Sömu heimildir herma að Atletico Madrid vilji fá Edinson Cavani til að fylla skarð Griezmann og er talið að það gæti liðkað fyrir félagaskiptunum.
Griezmann hefur aldrei spilað í meistaraflokki í heimalandinu þar sem hann gekk í raðir spænska liðsins Real Sociedad aðeins 14 ára gamall.
