Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur 8. júní 2019 14:44 Gylfi átti afbragðs leik. vísir/getty Ísland vann 1-0 sigur á Albaníu í þriðja leik sínum í undankeppni EM 2020 í fótbolta. Jóhann Berg Guðmundsson tryggði Íslendingum sinn annan sigur í H-riðli með frábæru marki á 22. mínútu. Fátt annað markvert gerðist í leiknum sem var afar rólegur. Ísland er í 3. sæti H-riðils með sex stig. Íslendingar mæta Tyrkjum á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum í dag að mati Vísis. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið að gera en það sem hann þurfti að gera gerði hann vel. Varði vel frá Hysaj í upphafi leiks.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 6 Tók lítinn þátt í sókninni enda fór íslenska liðið nánast ekkert upp hægra megin. Sinnti varnarhlutverkinu vel í sínum fyrsta leik í byrjunarliði í keppnisleik. Bjargaði sérstaklega vel í upphafi síðari hálfleiks á ögurstundu.Kári Árnason, miðvörður 7 Traustur og öflugur í loftinu. Íslenska vörnin var sterk í leiknum og gaf fá færi á sér. Kári fékk tvö fín færi í leiknum þar sem hann hefði getað gert betur.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Bjargaði nokkrum sinnum vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Samvinna hans og Kára var til mikillar fyrirmyndar.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Öruggur með boltann og leysti sitt vel.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Tryggði Íslandi sigurinn með sannkölluðu draumamarki, sínu áttunda fyrir landsliðið. Fór af velli snemma í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Varnarvinnan til fyrirmyndar og auðveldaði íslensku vörninni lífið. Fínn leikur hjá fyrirliðanum.Birkir Bjarnason, miðjumaður 6 Duglegur að vanda. Minna áberandi í seinni hálfleik en þeim fyrri.Rúnar Már Sigurjónsson, vinstri kantmaður 5 Byrjaði leikinn af fínum krafti en sást lítið í seinni hálfleik. Duglegur og sinnti varnarvinnunni vel. Fékk gult spjald fyrir leikaraskap í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 8 Nokkrir frábærir sprettir en spyrnur í föstum leikatriðum hafa oftast verið betri. Áberandi besti fótboltamaðurinn á vellinum og allt sem gerðist í íslensku sókninni fór í gegnum Gylfa.Viðar Örn Kjartansson, framherji 5 Fékk úr litlu að moða. Hefði mátt halda boltanum betur.Varamenn:Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 56. mínútu) 6 Gerði sitt. Hélt boltanum ágætlega og var duglegur á hægri kantinum.Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Viðar Örn á 63. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn en nýtti líkamsstyrk sinn vel á köflum. Nálægt því að skora í uppbótartíma.Arnór Sigurðsson - (Kom inn á fyrir Rúnar Má á 81. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira
Ísland vann 1-0 sigur á Albaníu í þriðja leik sínum í undankeppni EM 2020 í fótbolta. Jóhann Berg Guðmundsson tryggði Íslendingum sinn annan sigur í H-riðli með frábæru marki á 22. mínútu. Fátt annað markvert gerðist í leiknum sem var afar rólegur. Ísland er í 3. sæti H-riðils með sex stig. Íslendingar mæta Tyrkjum á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum í dag að mati Vísis. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið að gera en það sem hann þurfti að gera gerði hann vel. Varði vel frá Hysaj í upphafi leiks.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 6 Tók lítinn þátt í sókninni enda fór íslenska liðið nánast ekkert upp hægra megin. Sinnti varnarhlutverkinu vel í sínum fyrsta leik í byrjunarliði í keppnisleik. Bjargaði sérstaklega vel í upphafi síðari hálfleiks á ögurstundu.Kári Árnason, miðvörður 7 Traustur og öflugur í loftinu. Íslenska vörnin var sterk í leiknum og gaf fá færi á sér. Kári fékk tvö fín færi í leiknum þar sem hann hefði getað gert betur.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Bjargaði nokkrum sinnum vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Samvinna hans og Kára var til mikillar fyrirmyndar.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Öruggur með boltann og leysti sitt vel.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Tryggði Íslandi sigurinn með sannkölluðu draumamarki, sínu áttunda fyrir landsliðið. Fór af velli snemma í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Varnarvinnan til fyrirmyndar og auðveldaði íslensku vörninni lífið. Fínn leikur hjá fyrirliðanum.Birkir Bjarnason, miðjumaður 6 Duglegur að vanda. Minna áberandi í seinni hálfleik en þeim fyrri.Rúnar Már Sigurjónsson, vinstri kantmaður 5 Byrjaði leikinn af fínum krafti en sást lítið í seinni hálfleik. Duglegur og sinnti varnarvinnunni vel. Fékk gult spjald fyrir leikaraskap í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 8 Nokkrir frábærir sprettir en spyrnur í föstum leikatriðum hafa oftast verið betri. Áberandi besti fótboltamaðurinn á vellinum og allt sem gerðist í íslensku sókninni fór í gegnum Gylfa.Viðar Örn Kjartansson, framherji 5 Fékk úr litlu að moða. Hefði mátt halda boltanum betur.Varamenn:Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 56. mínútu) 6 Gerði sitt. Hélt boltanum ágætlega og var duglegur á hægri kantinum.Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Viðar Örn á 63. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn en nýtti líkamsstyrk sinn vel á köflum. Nálægt því að skora í uppbótartíma.Arnór Sigurðsson - (Kom inn á fyrir Rúnar Má á 81. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira