Morðingi er morðingi Sif Sigmarsdóttir skrifar 8. júní 2019 17:00 2. september 2017. Það er morgunn. Tíu ungir menn krjúpa í döggvotu grasi. Hendur þeirra eru bundnar aftan við bak. Í augum þeirra leiftrar ótti. Mennirnir eru Róhingjar, múslimar búsettir í þorpinu Inn Din í Rakhine-héraði í Mjanmar. Ljósmynd sýnir síðustu andartök þeirra þar sem þeir horfa á fangara sína og nágranna grafa þeim gröf. Stuttu eftir að myndin er tekin eru þeir myrtir á hrottafullan hátt; sumir eru brytjaðir niður af búddatrúar þorpsbúum, aðrir skotnir af hermönnum hers Mjanmar. Það vakti reiði víða um heim þegar fréttir bárust af því í síðustu viku að yfirvöld í Mjanmar hefðu sleppt úr haldi sjö hermönnum sem dæmdir höfðu verið í 10 ára fangelsi fyrir morðin í Inn Din. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch sögðu ákvörðunina undirstrika að líf Róhingja væri lítils virði í Mjanmar en síðustu ár hefur þjóðarbrot Róhingja sætt þar ofsóknum sem eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa kallað „tilraun til þjóðarmorðs“. Siðferðisbrestur annarra En hingað heim: Svokölluð „Báramótabrenna“ fór fram á skemmtistaðnum Gauknum í vikunni. Þar eyddi Bára Halldórsdóttir með viðhöfn hljóðupptökum sem hún náði af sex reifum þingmönnum á barnum Klaustri eins og frægt er orðið. Í síðasta mánuði komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að upptakan hefði verið brot á persónuverndarlögum og var Báru gert að eyða upptökunni. Bára Halldórsdóttir er ekki eina konan sem nýlega hefur verið úrskurðuð brotlegi aðilinn í siðferðisbresti annarra. Siðanefnd Alþingis kvað í áliti að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefði brotið siðareglur þingsins með ummælum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna hafði gagnrýnt endurgreiðslur til Ásmundar vegna aksturskostnaðar í sjónvarpsþættinum Silfur Egils og sagði að grunur væri um fjársvik af hans hálfu. Hafði Ásmundur fengið 4,6 milljónir króna endurgreiddar 2017 og hafði þá ekið á einu ári 48.000 kílómetra; 130 kílómetra á dag að meðaltali sem kostuðu skattgreiðendur 335 þúsund krónur á mánuði. Æra manna Hermennirnir sex í Mjanmar sem myrtu af vægðarleysi 10 óbreytta borgara í Inn Din afplánuðu innan við ár af 10 ára fangelsisdómum sínum. Það var þó ekki eina tölulega staðreyndin sem vakti óhug heimsbyggðarinnar við málið. Talnaglöggir ráku augun í að morðingjarnir höfðu setið inni í skemmri tíma en tveir fréttamenn Reuters-fréttastofunnar sem komu upp um ódæðisverkin og voru í kjölfarið handteknir og dæmdir fyrir að greina frá morðunum. Sá sem vekur máls á óeðlilegum akstursgreiðslum er fundinn sekur um að „kasta rýrð á Alþingi“ en sá sem þiggur þær er laus allra mála. Sá sem tekur upp samtal sem kemur upp um vafasamt innræti kjörinna fulltrúa er sá sem er fundinn brotlegur í málinu. Þeim sem segja frá fjöldamorðum er refsað harðar en þeim sem fremja þau. Nú þegar löglærður her Klaustursþingmanna gengur verklaus eftir að hafa lokið sér af með Báru Halldórsdóttur er rétt að ítreka eitt: Nei, undirrituð er ekki að líkja umræddum íslenskum þingmönnum við dæmda morðingja í Mjanmar. Kærugjarnir bolabítarnir geta því lagt niður rófuna. Eitt eiga þessir tveir hópar þó sameiginlegt. Þeir eru það sem þeir eru því þeir gerðu það sem þeir gerðu. Æra manna verður ekki endurreist með áliti nefndar eða úrskurði stofnunar. Upprunalegu Klaustursupptökunum hefur verið eytt. En orðin verða ekki aftur tekin. Þau sveima áfram yfir steinhúsinu á Austurvelli eins og uppvakningar úr drullugustu holræsum mannssálarinnar. Þótt Ásmundur Friðriksson fengi öllu Alþingi vísað til siðanefndar breytti það því ekki að hann ók 48.000 kílómetra sem kostaði skattgreiðendur 4,6 milljónir króna. Morðingi er morðingi hvort sem hann er á bak við lás og slá eða frjáls ferða sinna í boði hliðhollra stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
2. september 2017. Það er morgunn. Tíu ungir menn krjúpa í döggvotu grasi. Hendur þeirra eru bundnar aftan við bak. Í augum þeirra leiftrar ótti. Mennirnir eru Róhingjar, múslimar búsettir í þorpinu Inn Din í Rakhine-héraði í Mjanmar. Ljósmynd sýnir síðustu andartök þeirra þar sem þeir horfa á fangara sína og nágranna grafa þeim gröf. Stuttu eftir að myndin er tekin eru þeir myrtir á hrottafullan hátt; sumir eru brytjaðir niður af búddatrúar þorpsbúum, aðrir skotnir af hermönnum hers Mjanmar. Það vakti reiði víða um heim þegar fréttir bárust af því í síðustu viku að yfirvöld í Mjanmar hefðu sleppt úr haldi sjö hermönnum sem dæmdir höfðu verið í 10 ára fangelsi fyrir morðin í Inn Din. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch sögðu ákvörðunina undirstrika að líf Róhingja væri lítils virði í Mjanmar en síðustu ár hefur þjóðarbrot Róhingja sætt þar ofsóknum sem eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa kallað „tilraun til þjóðarmorðs“. Siðferðisbrestur annarra En hingað heim: Svokölluð „Báramótabrenna“ fór fram á skemmtistaðnum Gauknum í vikunni. Þar eyddi Bára Halldórsdóttir með viðhöfn hljóðupptökum sem hún náði af sex reifum þingmönnum á barnum Klaustri eins og frægt er orðið. Í síðasta mánuði komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að upptakan hefði verið brot á persónuverndarlögum og var Báru gert að eyða upptökunni. Bára Halldórsdóttir er ekki eina konan sem nýlega hefur verið úrskurðuð brotlegi aðilinn í siðferðisbresti annarra. Siðanefnd Alþingis kvað í áliti að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefði brotið siðareglur þingsins með ummælum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna hafði gagnrýnt endurgreiðslur til Ásmundar vegna aksturskostnaðar í sjónvarpsþættinum Silfur Egils og sagði að grunur væri um fjársvik af hans hálfu. Hafði Ásmundur fengið 4,6 milljónir króna endurgreiddar 2017 og hafði þá ekið á einu ári 48.000 kílómetra; 130 kílómetra á dag að meðaltali sem kostuðu skattgreiðendur 335 þúsund krónur á mánuði. Æra manna Hermennirnir sex í Mjanmar sem myrtu af vægðarleysi 10 óbreytta borgara í Inn Din afplánuðu innan við ár af 10 ára fangelsisdómum sínum. Það var þó ekki eina tölulega staðreyndin sem vakti óhug heimsbyggðarinnar við málið. Talnaglöggir ráku augun í að morðingjarnir höfðu setið inni í skemmri tíma en tveir fréttamenn Reuters-fréttastofunnar sem komu upp um ódæðisverkin og voru í kjölfarið handteknir og dæmdir fyrir að greina frá morðunum. Sá sem vekur máls á óeðlilegum akstursgreiðslum er fundinn sekur um að „kasta rýrð á Alþingi“ en sá sem þiggur þær er laus allra mála. Sá sem tekur upp samtal sem kemur upp um vafasamt innræti kjörinna fulltrúa er sá sem er fundinn brotlegur í málinu. Þeim sem segja frá fjöldamorðum er refsað harðar en þeim sem fremja þau. Nú þegar löglærður her Klaustursþingmanna gengur verklaus eftir að hafa lokið sér af með Báru Halldórsdóttur er rétt að ítreka eitt: Nei, undirrituð er ekki að líkja umræddum íslenskum þingmönnum við dæmda morðingja í Mjanmar. Kærugjarnir bolabítarnir geta því lagt niður rófuna. Eitt eiga þessir tveir hópar þó sameiginlegt. Þeir eru það sem þeir eru því þeir gerðu það sem þeir gerðu. Æra manna verður ekki endurreist með áliti nefndar eða úrskurði stofnunar. Upprunalegu Klaustursupptökunum hefur verið eytt. En orðin verða ekki aftur tekin. Þau sveima áfram yfir steinhúsinu á Austurvelli eins og uppvakningar úr drullugustu holræsum mannssálarinnar. Þótt Ásmundur Friðriksson fengi öllu Alþingi vísað til siðanefndar breytti það því ekki að hann ók 48.000 kílómetra sem kostaði skattgreiðendur 4,6 milljónir króna. Morðingi er morðingi hvort sem hann er á bak við lás og slá eða frjáls ferða sinna í boði hliðhollra stjórnvalda.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun