Samspil óvina Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 8. júní 2019 17:15 West-Eastern Divan er sinfóníuhljómsveit ungmenna af ólíkum uppruna sem stjórnandinn Daniel Barenboim stofnaði til að sanna að ungt fólk frá Ísrael og Arabalöndum geti sameinast um góð verk. Hugsjónin var að skapa skilning milli þjóða sem lengi hafa eldað grátt silfur. Ungt hæfileikafólk fyrir botni Miðjarðarhafsins dreymir um að komast í hljómsveitina, sem nýtur mikillar viðurkenningar í heimi tónlistarinnar. Ungmennin sjá þar fyrirmyndir, sem þau vilja fylgja. Engum datt í hug, ekki einu sinni Barenboim sjálfum, að honum tækist að stilla til friðar með uppátækinu, sem alls ekki féll í góðan jarðveg hjá harðlínumönnum. En hvað sem því líður, Barenboim hefur tekist að sanna að „svarnir óvinir“ geta lyft grettistaki með því að stilla saman strengi ef hugarfarið er rétt. Og víst er að hljómsveitin hefur haft góð áhrif á eitrað andrúmsloftið. Hún er orðin tákn hins mögulega hjá stórum hópum. Góðar og áberandi fyrirmyndir valda straumhvörfum víðar, ekki síst í íþróttum. Mörgum þykir fótboltaheimurinn tákn um fjáraustur, óhóf og öfgafulla stjörnudýrkun – en um leið er hann órækur vitnisburður um heillandi samstarf fólks af ólíkum uppruna. Dæmi er um stjörnulið í sterkustu deildum með byrjunarlið af 11 þjóðernum. Börn og unglingar upplifa það sem sjálfsagðan hlut og hætta að velta fyrir sér kynþætti eða uppruna líkt og fyrri kynslóðir gerðu. Þetta breytir viðhorfum. Egyptinn Mo Salah, hin geðþekka fótboltahetja Liverpool, er múslimi líkt og flestir landar hans. Stórir hópar við Merseyside hafa litið múslima hornauga. Nú er það breytt. Könnun Stanford-háskóla sýnir að óvild í garð múslima hefur snarminnkað á örfáum misserum. Viðhorfsbreytingin er rakin til afreka þessa frábæra boltasnillings og ljúfmannlegrar framkomu hans innan vallar og utan. Hann hefur unnið hug og hjörtu fólksins, sýnt og sannað að múslimar eru ágætir, líkt og annað fólk. Þetta er ekkert nýtt. Fyrir aldarfjórðungi eða svo fór þríeykið Gullit, Rijkard og Van Basten fyrir dáðu hollensku landsliði. Þá var útlendingaótti útbreiddari en núna. Félagsvísindamenn fundu út að fátt átti ríkari þátt í viðhorfsbreytingum en stjörnurnar þrjár. Flennistórar myndir af þeim prýddu veggi barnaherbergja og máðu úr huga æskunnar efasemdir um að einn væri öðrum fremri – tveir þeldökkir úr Karíbahafinu og einn evrópskur mann fram af manni. Hliðstæðar sögur er að finna frá mörgum löndum. Listir og íþróttir færa okkur daglega heim sanninn um að fólk af ólíkum uppruna með mismunandi húðlit, trú og menningu, getur unnið saman afrek ef viljinn er fyrir hendi. Þótt háleit hugsjón Barenboim leysi ekki allan vanda sannar hún að náin kynni „óvinanna“ slá á útbreidda hleypidóma, en uppræta þá því miður ekki á augabragði. En dropinn holar steininn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
West-Eastern Divan er sinfóníuhljómsveit ungmenna af ólíkum uppruna sem stjórnandinn Daniel Barenboim stofnaði til að sanna að ungt fólk frá Ísrael og Arabalöndum geti sameinast um góð verk. Hugsjónin var að skapa skilning milli þjóða sem lengi hafa eldað grátt silfur. Ungt hæfileikafólk fyrir botni Miðjarðarhafsins dreymir um að komast í hljómsveitina, sem nýtur mikillar viðurkenningar í heimi tónlistarinnar. Ungmennin sjá þar fyrirmyndir, sem þau vilja fylgja. Engum datt í hug, ekki einu sinni Barenboim sjálfum, að honum tækist að stilla til friðar með uppátækinu, sem alls ekki féll í góðan jarðveg hjá harðlínumönnum. En hvað sem því líður, Barenboim hefur tekist að sanna að „svarnir óvinir“ geta lyft grettistaki með því að stilla saman strengi ef hugarfarið er rétt. Og víst er að hljómsveitin hefur haft góð áhrif á eitrað andrúmsloftið. Hún er orðin tákn hins mögulega hjá stórum hópum. Góðar og áberandi fyrirmyndir valda straumhvörfum víðar, ekki síst í íþróttum. Mörgum þykir fótboltaheimurinn tákn um fjáraustur, óhóf og öfgafulla stjörnudýrkun – en um leið er hann órækur vitnisburður um heillandi samstarf fólks af ólíkum uppruna. Dæmi er um stjörnulið í sterkustu deildum með byrjunarlið af 11 þjóðernum. Börn og unglingar upplifa það sem sjálfsagðan hlut og hætta að velta fyrir sér kynþætti eða uppruna líkt og fyrri kynslóðir gerðu. Þetta breytir viðhorfum. Egyptinn Mo Salah, hin geðþekka fótboltahetja Liverpool, er múslimi líkt og flestir landar hans. Stórir hópar við Merseyside hafa litið múslima hornauga. Nú er það breytt. Könnun Stanford-háskóla sýnir að óvild í garð múslima hefur snarminnkað á örfáum misserum. Viðhorfsbreytingin er rakin til afreka þessa frábæra boltasnillings og ljúfmannlegrar framkomu hans innan vallar og utan. Hann hefur unnið hug og hjörtu fólksins, sýnt og sannað að múslimar eru ágætir, líkt og annað fólk. Þetta er ekkert nýtt. Fyrir aldarfjórðungi eða svo fór þríeykið Gullit, Rijkard og Van Basten fyrir dáðu hollensku landsliði. Þá var útlendingaótti útbreiddari en núna. Félagsvísindamenn fundu út að fátt átti ríkari þátt í viðhorfsbreytingum en stjörnurnar þrjár. Flennistórar myndir af þeim prýddu veggi barnaherbergja og máðu úr huga æskunnar efasemdir um að einn væri öðrum fremri – tveir þeldökkir úr Karíbahafinu og einn evrópskur mann fram af manni. Hliðstæðar sögur er að finna frá mörgum löndum. Listir og íþróttir færa okkur daglega heim sanninn um að fólk af ólíkum uppruna með mismunandi húðlit, trú og menningu, getur unnið saman afrek ef viljinn er fyrir hendi. Þótt háleit hugsjón Barenboim leysi ekki allan vanda sannar hún að náin kynni „óvinanna“ slá á útbreidda hleypidóma, en uppræta þá því miður ekki á augabragði. En dropinn holar steininn.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun