Þrjú stig eru nauðsynleg í þessum leik Hjörvar Ólafsson skrifar 8. júní 2019 08:30 Það er mikil pressa á leikmönnum og þjálfurum íslenska liðsins sem mætir Albaníu í hádeginu. Liðið þarf á sigri að halda í baráttunni um að komast í lokakeppnina. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ísland mætir Albaníu í þriðju umferð í undankeppni EM 2020 í knattspyrnu karla á Laugardalsvelli í hádeginu í dag. Líklegt er að liðin muni berjast við Tyrkland um annað sætið í riðlinum. Ísland og Albanía eru jöfn að stigum með Megininntak þess sem fram hefur komið í samtölum fjölmiðla við leikmenn og þjálfara íslenska liðsins í vikunni er að þessi leikur sé lykilleikur fyrir framhaldið og þrjú stig séu lífsnauðsynleg í baráttu liðsins um beint sæti í lokakeppni mótsins. Staðan hvað meiðsli burðarása liðsins hefur aldrei verði betri í stjóratíð Eriks Hamrén en Alfreð Finnbogason er eini leikmaðurinn sem liggur fyrir að verði ekki með í leiknum. Þá var Hamrén vongóður um að Jóhann Berg Guðmundsson sem hefur verið í endurhæfingu vegna meiðsla á kálfa í vikunni og Kári Árnason, Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson sem komu til móts við hópinn nýstignir upp úr meiðslum eða með eymsli í farteskinu verði leikfærir í dag. Albanía er lið sem ljóst er að leikmenn og þjálfarar taka alvarlega og eru meðvitaðir um styrkleika liðsins. Liðið tók þátt í síðustu lokakeppni EM og stóð sig vel í leikjum sínum gegn Frakklandi og Sviss og hafði betur gegn Rúmeníu. Það dugði þeim hins vegar ekki til þess að komast upp úr riðlinum. Síðan þá hefur liðið verið á svipaðri vegferð og íslenska liðið. Mætt sterkum þjóðum þar sem þeir veita harða mótspyrnu en úrslitin eru ekki þeim í vil. Þetta er fimmta sinn sem liðin mætast í mótsleik en liðin mættust í undankeppni EM 1992 þar sem Albanir fóru með sigur af hólmi á heimavelli en Atli Eðvaldsson og Arnór Guðjohnsen tryggðu íslenskan sigur á Laugardalsvellinum. Þá mættust liðin í undankeppni HM 2014 þar sem Ísland hafði betur í báðum leikjunum 2-1, en Birkir Bjarnason skoraði bæði í heimasigrinum og útisigrinum en Kolbeinn Sigþórsson var á skotskónum á heimavelli og sigurmark Gylfa Þórs Sigurðssonar í Tirana var stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. „Eins og staðan er núna eru allir leikmenn sem valdir voru í leikmannahópinn leikfærir en það getur ýmislegt breyst eftir að við æfum. Við vonumst til þess að Jóhann Berg geti spilað og það lítur vel út með það. Aðrir leikmenn sem hafa verið að glíma við meiðsli eða eymsli hafa verið að stíga skref í rétta átt í vikunni og ég er vongóður um að þeir geti spilað,“ sagði Hamrén á blaðamannafundi í gær. „Við viljum gera Laugardalsvöllinn að því sterka vígi sem hann var á nýjan leik og stefnum að því að sigra í þessum leik. Mér finnst umræðan frá Albönunum um að við séum lið sem er á niðurleið ekki eiga rétt á sér þar sem kjarninn í liðinu eru leikmenn á besta aldri sem eru á þeim stað á ferlinum að þeir eru að toppa. Mér hefur fundist ákefðin á æfingunum hafa verið góð og mér sýnist leikmenn almennt vera ferskir og hungraðir fyrir næstu leikjum liðsins,“ sagði Aron Einar Gunnarson, fyrirliði íslenska liðsins, á blaðamannafundinum. Hann kvaðst sjálfur vera í mjög góðu standi og mjög spenntur fyrir komandi verkefnum. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Ísland mætir Albaníu í þriðju umferð í undankeppni EM 2020 í knattspyrnu karla á Laugardalsvelli í hádeginu í dag. Líklegt er að liðin muni berjast við Tyrkland um annað sætið í riðlinum. Ísland og Albanía eru jöfn að stigum með Megininntak þess sem fram hefur komið í samtölum fjölmiðla við leikmenn og þjálfara íslenska liðsins í vikunni er að þessi leikur sé lykilleikur fyrir framhaldið og þrjú stig séu lífsnauðsynleg í baráttu liðsins um beint sæti í lokakeppni mótsins. Staðan hvað meiðsli burðarása liðsins hefur aldrei verði betri í stjóratíð Eriks Hamrén en Alfreð Finnbogason er eini leikmaðurinn sem liggur fyrir að verði ekki með í leiknum. Þá var Hamrén vongóður um að Jóhann Berg Guðmundsson sem hefur verið í endurhæfingu vegna meiðsla á kálfa í vikunni og Kári Árnason, Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson sem komu til móts við hópinn nýstignir upp úr meiðslum eða með eymsli í farteskinu verði leikfærir í dag. Albanía er lið sem ljóst er að leikmenn og þjálfarar taka alvarlega og eru meðvitaðir um styrkleika liðsins. Liðið tók þátt í síðustu lokakeppni EM og stóð sig vel í leikjum sínum gegn Frakklandi og Sviss og hafði betur gegn Rúmeníu. Það dugði þeim hins vegar ekki til þess að komast upp úr riðlinum. Síðan þá hefur liðið verið á svipaðri vegferð og íslenska liðið. Mætt sterkum þjóðum þar sem þeir veita harða mótspyrnu en úrslitin eru ekki þeim í vil. Þetta er fimmta sinn sem liðin mætast í mótsleik en liðin mættust í undankeppni EM 1992 þar sem Albanir fóru með sigur af hólmi á heimavelli en Atli Eðvaldsson og Arnór Guðjohnsen tryggðu íslenskan sigur á Laugardalsvellinum. Þá mættust liðin í undankeppni HM 2014 þar sem Ísland hafði betur í báðum leikjunum 2-1, en Birkir Bjarnason skoraði bæði í heimasigrinum og útisigrinum en Kolbeinn Sigþórsson var á skotskónum á heimavelli og sigurmark Gylfa Þórs Sigurðssonar í Tirana var stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. „Eins og staðan er núna eru allir leikmenn sem valdir voru í leikmannahópinn leikfærir en það getur ýmislegt breyst eftir að við æfum. Við vonumst til þess að Jóhann Berg geti spilað og það lítur vel út með það. Aðrir leikmenn sem hafa verið að glíma við meiðsli eða eymsli hafa verið að stíga skref í rétta átt í vikunni og ég er vongóður um að þeir geti spilað,“ sagði Hamrén á blaðamannafundi í gær. „Við viljum gera Laugardalsvöllinn að því sterka vígi sem hann var á nýjan leik og stefnum að því að sigra í þessum leik. Mér finnst umræðan frá Albönunum um að við séum lið sem er á niðurleið ekki eiga rétt á sér þar sem kjarninn í liðinu eru leikmenn á besta aldri sem eru á þeim stað á ferlinum að þeir eru að toppa. Mér hefur fundist ákefðin á æfingunum hafa verið góð og mér sýnist leikmenn almennt vera ferskir og hungraðir fyrir næstu leikjum liðsins,“ sagði Aron Einar Gunnarson, fyrirliði íslenska liðsins, á blaðamannafundinum. Hann kvaðst sjálfur vera í mjög góðu standi og mjög spenntur fyrir komandi verkefnum.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira