Líf og fjör um allt land yfir helgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júní 2019 11:40 Mynd frá tónlistarhátíðinni á Kótelettunni sem fer fram síðar í kvöld. Þar spila margir helstu tónlistarmenn landsins. Mikil ferðahelgi er framundan, enda hvítasunnuhelgi og margir landsmenn í fríi fram á mánudag. Tvær bæjarhátíðir munu fara fram um helgina en það eru Kótelettan á Selfossi og Skjaldborg Folk Festival á Patreksfirði. Búast má við þungri umferð um allt land yfir helgina og í næstu viku. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur hvatt ökumenn til að gæta fyllstu varúðar í umferðinni um helgina og í næstu viku. Ferðamönnum mun fjölga til Vestmannaeyja um helgina en fyrsta Bjórfestival á vegum The Brothers Brewery verður haldið á laugardag, 8. júní. TM mótið verður haldið helgina 13. -15. júní en þar keppir 5. flokkur kvenna í knattspyrnu. Kótelettan verður haldin í 10. skiptið á Selfossi um helgina og til að fagna því verður hátíðin þrír dagar en ekki tveir eins og hefur verið síðustu ár. Fjölskyldudagskráin byrjar kl. 13 og verður veltíbíll á svæðinu, Tívolí og margt fleira. Barnaskemmtun mun fara fram kl. 14 en þar munu meðal annars koma fram Íþróttaálfurinn og Solla stirða, Jón Jónsson og Sprite Zero Klan. Ball verður svo haldið í Hvíta húsinu í kvöld en þar munu margir helstu tónlistarmenn Íslands stíga á stokk þar á meðal Eiríkur Hauksson, Herra Hnetusmjör, Á Móti Sól, Sprite Zero Klan og íslenski plötusnúðurinn DJ NOKTO. Tónlistarveislan mun svo halda áfram þar til á mánudags morgun. Búast má við lífi og fjöri á tjaldsvæðum út um allt land um helgina.vísir/ásgeir Skjaldborgarhátíðin í Vesturbyggð verður sett kl. 20:30 í kvöld og verður fram á sunnudagskvöld. Hátíðin heiðrar íslenskar heimildamyndir og verður haldin í þrettánda sinn á Patreksfirði nú um helgina. Ókeypis verður inn á allar heimildamyndirnar sem sýndar verða í bíóinu Skjaldborg sem staðsett er í hjarta bæjarins. Búist er við að Íslendingar nýti helgina í alls kyns skemmtun, þar á meðal tjald útilegur en í samtali við Vísi sagði Olga Zoega, starfsmaður tjaldsvæðisins í Húsafelli og leiðsögumaður, að mun fleiri Íslendingar væru á ferðinni í ár en í fyrra vegna veðurblíðunnar sem hefur blessað okkur síðustu vikurnar. „Við búum okkur undir stóra helgi, fyrstu góðu helgina enda er rosalega góð veðurspá og Íslendingarnir eru brjálaðir í Húsafell. Hér er góð sundlaug, mikið og gott útivista- og göngusvæði, héðan er farið í jöklaferðir og svo er hraunhellir í næsta nágrenni. Golfvöllurinn er mjög vinsæll og hoppudýnan sem er á svæðinu, krakkarnir eru hoppandi á henni allan sólarhringinn liggur við,“ sagði Olga. Árborg Sumarlífið Vestmannaeyjar Vesturbyggð Kótelettan Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Sjá meira
Mikil ferðahelgi er framundan, enda hvítasunnuhelgi og margir landsmenn í fríi fram á mánudag. Tvær bæjarhátíðir munu fara fram um helgina en það eru Kótelettan á Selfossi og Skjaldborg Folk Festival á Patreksfirði. Búast má við þungri umferð um allt land yfir helgina og í næstu viku. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur hvatt ökumenn til að gæta fyllstu varúðar í umferðinni um helgina og í næstu viku. Ferðamönnum mun fjölga til Vestmannaeyja um helgina en fyrsta Bjórfestival á vegum The Brothers Brewery verður haldið á laugardag, 8. júní. TM mótið verður haldið helgina 13. -15. júní en þar keppir 5. flokkur kvenna í knattspyrnu. Kótelettan verður haldin í 10. skiptið á Selfossi um helgina og til að fagna því verður hátíðin þrír dagar en ekki tveir eins og hefur verið síðustu ár. Fjölskyldudagskráin byrjar kl. 13 og verður veltíbíll á svæðinu, Tívolí og margt fleira. Barnaskemmtun mun fara fram kl. 14 en þar munu meðal annars koma fram Íþróttaálfurinn og Solla stirða, Jón Jónsson og Sprite Zero Klan. Ball verður svo haldið í Hvíta húsinu í kvöld en þar munu margir helstu tónlistarmenn Íslands stíga á stokk þar á meðal Eiríkur Hauksson, Herra Hnetusmjör, Á Móti Sól, Sprite Zero Klan og íslenski plötusnúðurinn DJ NOKTO. Tónlistarveislan mun svo halda áfram þar til á mánudags morgun. Búast má við lífi og fjöri á tjaldsvæðum út um allt land um helgina.vísir/ásgeir Skjaldborgarhátíðin í Vesturbyggð verður sett kl. 20:30 í kvöld og verður fram á sunnudagskvöld. Hátíðin heiðrar íslenskar heimildamyndir og verður haldin í þrettánda sinn á Patreksfirði nú um helgina. Ókeypis verður inn á allar heimildamyndirnar sem sýndar verða í bíóinu Skjaldborg sem staðsett er í hjarta bæjarins. Búist er við að Íslendingar nýti helgina í alls kyns skemmtun, þar á meðal tjald útilegur en í samtali við Vísi sagði Olga Zoega, starfsmaður tjaldsvæðisins í Húsafelli og leiðsögumaður, að mun fleiri Íslendingar væru á ferðinni í ár en í fyrra vegna veðurblíðunnar sem hefur blessað okkur síðustu vikurnar. „Við búum okkur undir stóra helgi, fyrstu góðu helgina enda er rosalega góð veðurspá og Íslendingarnir eru brjálaðir í Húsafell. Hér er góð sundlaug, mikið og gott útivista- og göngusvæði, héðan er farið í jöklaferðir og svo er hraunhellir í næsta nágrenni. Golfvöllurinn er mjög vinsæll og hoppudýnan sem er á svæðinu, krakkarnir eru hoppandi á henni allan sólarhringinn liggur við,“ sagði Olga.
Árborg Sumarlífið Vestmannaeyjar Vesturbyggð Kótelettan Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Sjá meira