Allir saman nú ! Kristófer Oliversson og Jakob Frímann Magnússon skrifar 6. júní 2019 07:00 Hvað er að ske? Fréttir um að Delta Airlines hafi ákveðið að hætta flugi til Íslands frá og með miðjum október eru grafalvarlegar. Félagið bætist með þessu í stækkandi hóp þeirra flugfélaga sem ákveðið hafa að draga úr framboði sæta til Íslands eða hætta alfarið flugi hingað.Hvað skyldi valda? Skv. upplýsingum forsvarsmanna EasyJet er það helst hin alræmda íslenska dýrtíð sem olli ákvörðun þess félags um að draga saman seglin í Íslandsfluginu. Kemur það fáum á óvart þó fyrir liggi að t.a.m. hótelin í landinu hafi lækkað verðskrár sínar og veitingastaðir ýmsir.Jakob Frímann Magnússon stjórnarmaður FHGHvað er til ráða? Það blasir við að það er sjálfur ríkissjóður sem hefur hagnast mest á velgengni ferðaþjónustunnar hér og þegar gefur á bátinn þarf að endurskoða stóra samhengið. Sú vinna stendur yfir hvað snertir útgjaldaliði ríkissjóðs. Þá stendur hitt eftir – sjálft okur ríkisins á öllum þeim meginþáttum þeirrar dýrtíðar sem svo illa spyrst út meðal þjóðanna.Hvað þarf ríkið að gera? Opinberir aðilar þurfa tafarlaust að beina augum að eigin þætti í þeim grafalvarlega vanda sem hér blasir við. Nægir þar að nefna óhóflegar álögur á bensín og áfengi sem og galnar hækkanir fasteignagjalda sem eru að sliga bæði hótel og veitingahús. Þessir þættir okurs hins opinbera þola enga bið ef draga á úr því óhóflega verðlagi sem setur okkur ítrekað efst á svörtu listana yfir dýrustu lönd heims. Sömuleiðis þarf að taka skuggahagkerfi ferðaþjónustunnar föstum tökum. Þar liggja milljarðar óinnheimtir í formi virðisaukaskatts, staðgreiðslu, tryggingargjalds, gistináttaskatts og fasteignagjalda. Ríkið þarf að taka afgerandi forystu í að blása nýju lífi í ferðaþjónustuna, sjálfa mjólkurkúna, sem reynst hefur svo gjöful undanfarin ár, en stendur nú höllum fæti. Ríkið þarf einnig að losa okkar ágæta ferðamálaráðherra undan tímafreku vafstri í dómsmálum, atvinnuvegum öðrum og margþættri nýsköpun, skipa m.a. sérstakan ráðuneytisstjóra ferðamála er gerist öflugur verkstjóri yfir hinu mjög svo brýna verkefni sem fram undan er – í náinni samvinnu við ráðherrann sem þarf að axla hér 150% starf alla daga vikunnar. Þessi ráðstöfun kemur í stað þess óásættanlega álags og dreifingar krafta í allar áttir sem boðið hefur verið upp á undanfarna mánuði og misseri. Mikils er vænst af hinum unga glæsta leiðtoga, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur!Isavia Því ber að fagna að öflugur nýr stjórnarformaður hefur tekið við Isavia og löngu tímabært er að þangað verði fenginn öflugur forstjóri án frekari tafa. Farþegaspár þaðan ættu að birtast ársfjórðungslega, en hafa aðeins birst árlega og nú síðast í ársbyrjun. Isavia þarf sömuleiðis að lækka hér lendingargjöld og laða ný öflug flugfélög til landsins hið fyrsta. Slíkt verkefni kallar á öflugan málafylgjumann, nýjum forstjóra til atfylgis.Öflugrar markaðsherferðar er þörf Loks ber að ræsa að nýju öfluga markaðsherferð á lykilmörkuðum í anda Inspired by Iceland. Því verkefni ber ekki að slá á frest við þær alvarlegu aðstæður sem hér hafa skapast. Íslensk ferðaþjónusta skartar miklum og sérhæfðum mannauði, fjárfestingar í greininni eru verulega miklar og viðvarandi samdráttur og óvissuástand er hreinlega ekki í boði. Brettum upp ermar og hefjum markvissa sókn að nýju. Þjóðarhagur er í húfi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Sjá meira
Hvað er að ske? Fréttir um að Delta Airlines hafi ákveðið að hætta flugi til Íslands frá og með miðjum október eru grafalvarlegar. Félagið bætist með þessu í stækkandi hóp þeirra flugfélaga sem ákveðið hafa að draga úr framboði sæta til Íslands eða hætta alfarið flugi hingað.Hvað skyldi valda? Skv. upplýsingum forsvarsmanna EasyJet er það helst hin alræmda íslenska dýrtíð sem olli ákvörðun þess félags um að draga saman seglin í Íslandsfluginu. Kemur það fáum á óvart þó fyrir liggi að t.a.m. hótelin í landinu hafi lækkað verðskrár sínar og veitingastaðir ýmsir.Jakob Frímann Magnússon stjórnarmaður FHGHvað er til ráða? Það blasir við að það er sjálfur ríkissjóður sem hefur hagnast mest á velgengni ferðaþjónustunnar hér og þegar gefur á bátinn þarf að endurskoða stóra samhengið. Sú vinna stendur yfir hvað snertir útgjaldaliði ríkissjóðs. Þá stendur hitt eftir – sjálft okur ríkisins á öllum þeim meginþáttum þeirrar dýrtíðar sem svo illa spyrst út meðal þjóðanna.Hvað þarf ríkið að gera? Opinberir aðilar þurfa tafarlaust að beina augum að eigin þætti í þeim grafalvarlega vanda sem hér blasir við. Nægir þar að nefna óhóflegar álögur á bensín og áfengi sem og galnar hækkanir fasteignagjalda sem eru að sliga bæði hótel og veitingahús. Þessir þættir okurs hins opinbera þola enga bið ef draga á úr því óhóflega verðlagi sem setur okkur ítrekað efst á svörtu listana yfir dýrustu lönd heims. Sömuleiðis þarf að taka skuggahagkerfi ferðaþjónustunnar föstum tökum. Þar liggja milljarðar óinnheimtir í formi virðisaukaskatts, staðgreiðslu, tryggingargjalds, gistináttaskatts og fasteignagjalda. Ríkið þarf að taka afgerandi forystu í að blása nýju lífi í ferðaþjónustuna, sjálfa mjólkurkúna, sem reynst hefur svo gjöful undanfarin ár, en stendur nú höllum fæti. Ríkið þarf einnig að losa okkar ágæta ferðamálaráðherra undan tímafreku vafstri í dómsmálum, atvinnuvegum öðrum og margþættri nýsköpun, skipa m.a. sérstakan ráðuneytisstjóra ferðamála er gerist öflugur verkstjóri yfir hinu mjög svo brýna verkefni sem fram undan er – í náinni samvinnu við ráðherrann sem þarf að axla hér 150% starf alla daga vikunnar. Þessi ráðstöfun kemur í stað þess óásættanlega álags og dreifingar krafta í allar áttir sem boðið hefur verið upp á undanfarna mánuði og misseri. Mikils er vænst af hinum unga glæsta leiðtoga, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur!Isavia Því ber að fagna að öflugur nýr stjórnarformaður hefur tekið við Isavia og löngu tímabært er að þangað verði fenginn öflugur forstjóri án frekari tafa. Farþegaspár þaðan ættu að birtast ársfjórðungslega, en hafa aðeins birst árlega og nú síðast í ársbyrjun. Isavia þarf sömuleiðis að lækka hér lendingargjöld og laða ný öflug flugfélög til landsins hið fyrsta. Slíkt verkefni kallar á öflugan málafylgjumann, nýjum forstjóra til atfylgis.Öflugrar markaðsherferðar er þörf Loks ber að ræsa að nýju öfluga markaðsherferð á lykilmörkuðum í anda Inspired by Iceland. Því verkefni ber ekki að slá á frest við þær alvarlegu aðstæður sem hér hafa skapast. Íslensk ferðaþjónusta skartar miklum og sérhæfðum mannauði, fjárfestingar í greininni eru verulega miklar og viðvarandi samdráttur og óvissuástand er hreinlega ekki í boði. Brettum upp ermar og hefjum markvissa sókn að nýju. Þjóðarhagur er í húfi!
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun