Forseti Íslands grillar til góðs Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 5. júní 2019 14:00 Einar Björnsson (t.v), skipuleggjandi Kótelettunnar, er hér ásamt Helga Haraldssyni hjá Eimskip, en fyrirtækið er einn af aðalbakhjörlum hátíðarinnar. Kótelettan BBQ Festival, SS, Golfklúbburinn Tuddi og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna taka enn og aftur höndum saman og halda styrktarsölu á grilluðum kótelettum, svokölluðum styrktarlettum SKB. Salan, sem fer fram á dagskemmtun Kótelettunnar BBQ Festival á Selfossi laugardaginn 8. júní milli kl. 13 og 16 er nú haldin í fimmta sinn og rennur allur ágóði af kótelettusölunni óskiptur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Tuddarnir munu að þessu sinni njóta sérstakrar aðstoðar frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem ætlar að vera þeim innan handar á grillinu og selja kótelettur fyrir góðan málstað. Undanfarin ár hefur verið mikil stemning á grillinu og er markmiðið í ár að selja 2.000 kótelettur. Mynd frá tónlistarhátíðinni sem fer fram síðar um kvöldið. Þar spila margir helstu tónlistarmenn landsins. Í boði verður að kaupa grillaðar kótelettur til að borða á staðnum en einnig til að taka með og grilla heima eða í bústaðnum. Þeir sem komast ekki á kótelettusöluna geta styrkt Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna með því að leggja frjáls framlög inn á styrktarreikning 301-26-545, kt. 630591-1129. „Afraksturinn hefur síðustu þrjú ár numið um hálfri milljón í hvert sinn og það munar um minna í starfsemi félagsins, sem snýst um að styðja við bakið á fjölskyldum krabbameinsveikra barna en 12-14 börn greinast með krabbamein á hverju ári á Íslandi. Þetta framtak er því bara frábært í alla staði; bragðgott og skemmtilegt fyrir góðan málstað,“ segir Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri SKB. Gestir fylgjast af áhuga með tónleikunum. Mynd/Haraldur Guðjónsson „Þessi sala á styrktarlettum er orðin fastur liður hérna hjá okkur á Kótelettunni, enda gaman að láta gott af sér leiða fyrir jafn mikilvægan málstað. Við erum þakklát fyrir það hversu margir hafa lagt Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna lið á þessum viðburði,“ segir Einar Björnsson, skipuleggjandi Kótelettunnar BBQ Festival. Óli Öder Tuddi og Guðni Ágústson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, með tangirnar við SKB-grillið. Mynd/Haraldur Guðjónsson Aðgangur á dagskemmtunina er ókeypis en á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldinu fer fram tónlistarhátíð þar sem fram kemur allt helsta tónlistarfólk landsins. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á kotelettan.is. Árborg Birtist í Fréttablaðinu Forseti Íslands Kótelettan Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Rappar um vímu Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Fleiri fréttir Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Sjá meira
Kótelettan BBQ Festival, SS, Golfklúbburinn Tuddi og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna taka enn og aftur höndum saman og halda styrktarsölu á grilluðum kótelettum, svokölluðum styrktarlettum SKB. Salan, sem fer fram á dagskemmtun Kótelettunnar BBQ Festival á Selfossi laugardaginn 8. júní milli kl. 13 og 16 er nú haldin í fimmta sinn og rennur allur ágóði af kótelettusölunni óskiptur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Tuddarnir munu að þessu sinni njóta sérstakrar aðstoðar frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem ætlar að vera þeim innan handar á grillinu og selja kótelettur fyrir góðan málstað. Undanfarin ár hefur verið mikil stemning á grillinu og er markmiðið í ár að selja 2.000 kótelettur. Mynd frá tónlistarhátíðinni sem fer fram síðar um kvöldið. Þar spila margir helstu tónlistarmenn landsins. Í boði verður að kaupa grillaðar kótelettur til að borða á staðnum en einnig til að taka með og grilla heima eða í bústaðnum. Þeir sem komast ekki á kótelettusöluna geta styrkt Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna með því að leggja frjáls framlög inn á styrktarreikning 301-26-545, kt. 630591-1129. „Afraksturinn hefur síðustu þrjú ár numið um hálfri milljón í hvert sinn og það munar um minna í starfsemi félagsins, sem snýst um að styðja við bakið á fjölskyldum krabbameinsveikra barna en 12-14 börn greinast með krabbamein á hverju ári á Íslandi. Þetta framtak er því bara frábært í alla staði; bragðgott og skemmtilegt fyrir góðan málstað,“ segir Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri SKB. Gestir fylgjast af áhuga með tónleikunum. Mynd/Haraldur Guðjónsson „Þessi sala á styrktarlettum er orðin fastur liður hérna hjá okkur á Kótelettunni, enda gaman að láta gott af sér leiða fyrir jafn mikilvægan málstað. Við erum þakklát fyrir það hversu margir hafa lagt Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna lið á þessum viðburði,“ segir Einar Björnsson, skipuleggjandi Kótelettunnar BBQ Festival. Óli Öder Tuddi og Guðni Ágústson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, með tangirnar við SKB-grillið. Mynd/Haraldur Guðjónsson Aðgangur á dagskemmtunina er ókeypis en á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldinu fer fram tónlistarhátíð þar sem fram kemur allt helsta tónlistarfólk landsins. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á kotelettan.is.
Árborg Birtist í Fréttablaðinu Forseti Íslands Kótelettan Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Rappar um vímu Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Fleiri fréttir Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Sjá meira