Íhugaði að ræða ummæli sín um Markle við Harry Sylvía Hall skrifar 4. júní 2019 23:05 Trump heimsótti Buckingham-höll á mánudag. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir heimsbyggðina hafa misskilið ummæli sem hann lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex. Í viðtali við The Sun á dögunum sagði hann hana vera „illkvittna“. Þetta kemur fram á vef People. Í viðtali við Piers Morgan útskýrði hann ummæli sín á þann veg að hann hafi ekki átt við að hún væri illkvittin heldur ummæli sem hún lét falla um hann í viðtali í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Þar sagði hún Trump vera karlrembu sem færi ekki leynt með það. Sjá einnig: Trump segir Meghan Markle vera „illkvittna“ „Hún var illkvittin við mig, og það er allt í lagi fyrir hana að vera illkvittin,“ sagði Trump. Hann sagði það sama ekki gilda um hann, hann mætti ekki vera illkvittinn við hana og neitar að hafa verið það. Þá segist hann hafa sterklega íhugað að minnast á málið við Harry Bretaprins þegar þeir hittust á mánudag í Buckingham-höllinni þar sem kvöldverður var haldinn, forsetanum til heiðurs. „Við töluðum ekki um þetta. Ég ætlaði samt að gera það því þetta var sett fram á rangan hátt,“ sagði Trump við Morgan. Hann segir ummæli Markle ekki hafa reitt sig til reiði heldur þvert á móti hafi hann óskað Harry til hamingju með frumburð þeirra hjóna sem fæddist þann 6. maí síðastliðinn. Markle gat því ekki verið viðstödd kvöldverðinn en Harry mætti fyrir hönd þeirra beggja. „Mér finnst hann frábær náungi. Konungsfjölskyldan er mjög viðkunnanleg,“ sagði forsetinn um Harry og fjölskylduna. Bandaríkin Bretland Donald Trump Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir heimsbyggðina hafa misskilið ummæli sem hann lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex. Í viðtali við The Sun á dögunum sagði hann hana vera „illkvittna“. Þetta kemur fram á vef People. Í viðtali við Piers Morgan útskýrði hann ummæli sín á þann veg að hann hafi ekki átt við að hún væri illkvittin heldur ummæli sem hún lét falla um hann í viðtali í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Þar sagði hún Trump vera karlrembu sem færi ekki leynt með það. Sjá einnig: Trump segir Meghan Markle vera „illkvittna“ „Hún var illkvittin við mig, og það er allt í lagi fyrir hana að vera illkvittin,“ sagði Trump. Hann sagði það sama ekki gilda um hann, hann mætti ekki vera illkvittinn við hana og neitar að hafa verið það. Þá segist hann hafa sterklega íhugað að minnast á málið við Harry Bretaprins þegar þeir hittust á mánudag í Buckingham-höllinni þar sem kvöldverður var haldinn, forsetanum til heiðurs. „Við töluðum ekki um þetta. Ég ætlaði samt að gera það því þetta var sett fram á rangan hátt,“ sagði Trump við Morgan. Hann segir ummæli Markle ekki hafa reitt sig til reiði heldur þvert á móti hafi hann óskað Harry til hamingju með frumburð þeirra hjóna sem fæddist þann 6. maí síðastliðinn. Markle gat því ekki verið viðstödd kvöldverðinn en Harry mætti fyrir hönd þeirra beggja. „Mér finnst hann frábær náungi. Konungsfjölskyldan er mjög viðkunnanleg,“ sagði forsetinn um Harry og fjölskylduna.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira