Sími Gini Wijnaldum lifði af mikla flugferð í skrúðgöngunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2019 12:00 Georginio Wijnaldum fagnar með Meistaradeildarbikarinn. Getty/John Powell Georginio Wijnaldum gefur ekkert eftir í baráttunni á miðju Liverpool og sími Hollendingsins er greinilega hörkutól líka. Liverpool liðið tók allt þátt í veglegri skrúðgöngu í miðborg Liverpool í gær þar sem leikmenn, þjálfarar og starfsmenn fögnuðu sjötta Evrópumeistaratitli félagsins. Leikmenn voru allir samankomnir upp á útsýnisrútu og það lá mjög vel á þeim enda mikið um dýrðir allt í kringum þá á götunum auk þess sem flugeldum og glitpappír var reglulega skotið upp og þekktustu söngvarnir sungnir. Liverpool mennirnir voru flestir með snjallsíma sína á lofti að taka upp öll ósköpin og það hlaut að vera að einn síminn fær útbyrðis. Síminn sem fékk óvænta flugferð var sími hollenska miðjumannsins Georginio Wijnaldum. Hann var að taka upp myndband á sama tíma og það besta við það er að síminn hans lifði af flugferðina og upptakan var enn í gangi þegar hann fékk hann aftur. Úr varð mjög áhugavert myndband eins og sjá má hér fyrir neðan.Gini Wijnaldum dropped his phone off Liverpool’s trophy parade bus “It’s still working!” #LFC#LFCParadepic.twitter.com/8G2sY11Ne6 — GiveMeSport Football (@GMS__Football) June 2, 2019Georginio Wijnaldum náði sér ekki alveg á strik í úrslitaleiknum og var tekinn af velli en innkoma hans í seinni undanúrslitaleikinn á móti Barcelona breytti öllu fyrir Liverpool-liðið. Georginio Wijnaldum kom inn á sem varamaður í hálfleik eftir að Andrew Robertson meiddist. Þá var staðan 1-0. Átta mínútum síðar skoraði Wijnaldum annað mark Liverpool og það tók hann síðan bara tvær mínútur að koma Liverpool liðinu í 3-0. Staðan var þá orðin jöfn en Barcelona vann fyrri leikinn 3-0. Það var síðan Divock Origi sem skoraði fjórða markið ellefu mínútum fyrir leikslok og tryggði Liverpool sæti í úrslitaleiknum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Georginio Wijnaldum gefur ekkert eftir í baráttunni á miðju Liverpool og sími Hollendingsins er greinilega hörkutól líka. Liverpool liðið tók allt þátt í veglegri skrúðgöngu í miðborg Liverpool í gær þar sem leikmenn, þjálfarar og starfsmenn fögnuðu sjötta Evrópumeistaratitli félagsins. Leikmenn voru allir samankomnir upp á útsýnisrútu og það lá mjög vel á þeim enda mikið um dýrðir allt í kringum þá á götunum auk þess sem flugeldum og glitpappír var reglulega skotið upp og þekktustu söngvarnir sungnir. Liverpool mennirnir voru flestir með snjallsíma sína á lofti að taka upp öll ósköpin og það hlaut að vera að einn síminn fær útbyrðis. Síminn sem fékk óvænta flugferð var sími hollenska miðjumannsins Georginio Wijnaldum. Hann var að taka upp myndband á sama tíma og það besta við það er að síminn hans lifði af flugferðina og upptakan var enn í gangi þegar hann fékk hann aftur. Úr varð mjög áhugavert myndband eins og sjá má hér fyrir neðan.Gini Wijnaldum dropped his phone off Liverpool’s trophy parade bus “It’s still working!” #LFC#LFCParadepic.twitter.com/8G2sY11Ne6 — GiveMeSport Football (@GMS__Football) June 2, 2019Georginio Wijnaldum náði sér ekki alveg á strik í úrslitaleiknum og var tekinn af velli en innkoma hans í seinni undanúrslitaleikinn á móti Barcelona breytti öllu fyrir Liverpool-liðið. Georginio Wijnaldum kom inn á sem varamaður í hálfleik eftir að Andrew Robertson meiddist. Þá var staðan 1-0. Átta mínútum síðar skoraði Wijnaldum annað mark Liverpool og það tók hann síðan bara tvær mínútur að koma Liverpool liðinu í 3-0. Staðan var þá orðin jöfn en Barcelona vann fyrri leikinn 3-0. Það var síðan Divock Origi sem skoraði fjórða markið ellefu mínútum fyrir leikslok og tryggði Liverpool sæti í úrslitaleiknum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira