Sjáðu frábæra nýja Nike auglýsingu fyrir HM kvenna í fótbolta: „Ertu tilbúin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2019 10:30 Aðalstjarna auglýsingarinnar. Mynd/Twitter/Nike Vel heppnuð Nike auglýsingu fyrir HM kvenna undir einkunnarorðunum: „Ekki breyta draumum þínum. Breyttu heiminum“. Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hefst í Frakklandi á föstudaginn með leik gestgjafa Frakka og Suður-Kóreu. Íþróttavöruframleiðandinn Nike lét gera auglýsingu fyrir HM kvenna í ár og heppnaðist hún mjög vel. Áhuginn á kvennafótboltanum er alltaf að aukast í heiminum og heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hefur stækkað mjög mikið á síðasta áratug. Mótið heppnaðist einstaklega vel í Kanada fyrir fjórum árum og því er búist við mjög áhugaverðu móti í Frakklandi næsta mánuðinn. Nike er þekkt fyrir sýnar heimspekilegu og hvetjandi auglýsingar og sú nýjasta fellur vel inn í þann flokk. Auglýsingin snýst um það hvert draumarnir geta tekið unga knattspyrnukonu í dag. Inntakið er: „Ekki breyta draumum þínum. Breyttu heiminum“ Aðalstjarna hennar er stelpa sem hefur verið valin til að fylgja leikmanni út á völlinn fyrir leik á HM. Leikmaðurinn er hollenska stórstjarnan og Evrópumeistarinn Lieke Martens sem spilar með Barcelona og var kosin besta knattspyrnukona heims í október 2017. Lieke Martens spyr stelpuna hvort hún sé tilbúin og það er eins gott því í framhaldi fer hún í rússibanareið um hinar ýmsu kringumstæður í fótboltaleik. Auglýsingin hefur fengið mikið lof á samfélagsmiðlum og ekki af ástæðulausu. Hún hrífur flesta sem horfa og ætti bara að auka áhuga heimsins á komandi heimsmeistarakeppni þar sem bestu knattspyrnukonur heims berjast um stærsta titilinn í boði. Það má sjá þessa vel heppnuðu auglýsingu hér fyrir neðan.Don’t change your dream. Change the world. #justdoitpic.twitter.com/0cJ1ZTPyVn — Nike (@Nike) June 1, 2019 HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Vel heppnuð Nike auglýsingu fyrir HM kvenna undir einkunnarorðunum: „Ekki breyta draumum þínum. Breyttu heiminum“. Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hefst í Frakklandi á föstudaginn með leik gestgjafa Frakka og Suður-Kóreu. Íþróttavöruframleiðandinn Nike lét gera auglýsingu fyrir HM kvenna í ár og heppnaðist hún mjög vel. Áhuginn á kvennafótboltanum er alltaf að aukast í heiminum og heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hefur stækkað mjög mikið á síðasta áratug. Mótið heppnaðist einstaklega vel í Kanada fyrir fjórum árum og því er búist við mjög áhugaverðu móti í Frakklandi næsta mánuðinn. Nike er þekkt fyrir sýnar heimspekilegu og hvetjandi auglýsingar og sú nýjasta fellur vel inn í þann flokk. Auglýsingin snýst um það hvert draumarnir geta tekið unga knattspyrnukonu í dag. Inntakið er: „Ekki breyta draumum þínum. Breyttu heiminum“ Aðalstjarna hennar er stelpa sem hefur verið valin til að fylgja leikmanni út á völlinn fyrir leik á HM. Leikmaðurinn er hollenska stórstjarnan og Evrópumeistarinn Lieke Martens sem spilar með Barcelona og var kosin besta knattspyrnukona heims í október 2017. Lieke Martens spyr stelpuna hvort hún sé tilbúin og það er eins gott því í framhaldi fer hún í rússibanareið um hinar ýmsu kringumstæður í fótboltaleik. Auglýsingin hefur fengið mikið lof á samfélagsmiðlum og ekki af ástæðulausu. Hún hrífur flesta sem horfa og ætti bara að auka áhuga heimsins á komandi heimsmeistarakeppni þar sem bestu knattspyrnukonur heims berjast um stærsta titilinn í boði. Það má sjá þessa vel heppnuðu auglýsingu hér fyrir neðan.Don’t change your dream. Change the world. #justdoitpic.twitter.com/0cJ1ZTPyVn — Nike (@Nike) June 1, 2019
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira