Ráðist ítrekað að transkonu Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júní 2019 21:00 Transkona sem veist var að á dögunum segir að þetta sé ekki fyrsta árásin sem hún verður fyrir hérlendis. Hún verði fyrir miklu aðkasti vegna kynvitundar sinnar og óttist að ganga ein úti á nóttunni. Þrjú nýleg dæmi eru um ofsóknir gegn transfólki á Íslandi og kallar baráttukona eftir réttarbótum fyrir þennan hóp. Candice Aþena Jónsdóttir var á göngu í Árbæ aðfaranótt síðastliðins föstudags þegar tveir karlmenn gáfu sig á tal við hana. Ekki leið á löngu áður en þeir fóru að hreyta í hana fúkyrðum. „Þeir halda áfram að tala svona við mig þangað til ég stend upp og segi: Af hverju eruð þið að tala svona við mig? Mér líkar ekki við þetta, nennið þið að hætta þessu, þetta er ógeðslegt,“ segir Candice. Annar mannanna hafi þá snöggreiðst. „Ég ætlaði að labba í burtu en þá segir hann ógeðslegt orð við mig og ég tek það svolítið inn á mig þannig að ég fer til baka og þá kemur hann með ótrúlega miklum hraða og ætlar að sparka ótrúlega fast í andlitið á mér,“ segir Candice en hún slasaðist á hendi. Hún segist því hafa ákveðið að kveðja mennina og ganga í burtu, en þeir hafi veitt henni eftirför og verið mjög ógnandi. „Þá hleyp ég upp í Ártún og fæ að hringja í lögregluna og löggan kemur. Þá endaði þetta vel en þeir fundu ekki þessa menn.“ Candice segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem ráðist er á hana vegna þess að hún er trans og segist hún óttast að ganga ein á næturnar vegna kynvitundar sinnar. Þess vegna vilji hún segja sögu sína og vekja athygli á málefnum transfólks. „Sem transkona langar mig að koma þessu til skila. Við erum öll eins,“ segir Candice og segir alla eiga skilið sömu framkomu. Formaður samtakanna Trans Ísland segir að árásir sem þessar séu ekkert einsdæmi. Þrjú nýleg dæmi séu um að veist hafi verið að transfólki hérlendis. Ofsóknirnar verði sífellt alvarlegri og helst það í hendur við aukningu hatursglæpa gegn transfólki á heimsvísu. Því sé mikilvægt að Alþingi grípi í taumana, ekki síst með því að samþykkja frumvarp um kynrænt sjálfræði. „Frumvarpið myndi vera stærsta skref í réttindabaráttu transfólks og intersexfólks, jafnvel í heiminum. Það er líf okkar sem er um að ræða þannig að auðvitað ættum við að fá að ráða ferðinni svolítið í þeim málum.“ Jafnréttismál Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31 Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. 2. júní 2019 13:02 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Transkona sem veist var að á dögunum segir að þetta sé ekki fyrsta árásin sem hún verður fyrir hérlendis. Hún verði fyrir miklu aðkasti vegna kynvitundar sinnar og óttist að ganga ein úti á nóttunni. Þrjú nýleg dæmi eru um ofsóknir gegn transfólki á Íslandi og kallar baráttukona eftir réttarbótum fyrir þennan hóp. Candice Aþena Jónsdóttir var á göngu í Árbæ aðfaranótt síðastliðins föstudags þegar tveir karlmenn gáfu sig á tal við hana. Ekki leið á löngu áður en þeir fóru að hreyta í hana fúkyrðum. „Þeir halda áfram að tala svona við mig þangað til ég stend upp og segi: Af hverju eruð þið að tala svona við mig? Mér líkar ekki við þetta, nennið þið að hætta þessu, þetta er ógeðslegt,“ segir Candice. Annar mannanna hafi þá snöggreiðst. „Ég ætlaði að labba í burtu en þá segir hann ógeðslegt orð við mig og ég tek það svolítið inn á mig þannig að ég fer til baka og þá kemur hann með ótrúlega miklum hraða og ætlar að sparka ótrúlega fast í andlitið á mér,“ segir Candice en hún slasaðist á hendi. Hún segist því hafa ákveðið að kveðja mennina og ganga í burtu, en þeir hafi veitt henni eftirför og verið mjög ógnandi. „Þá hleyp ég upp í Ártún og fæ að hringja í lögregluna og löggan kemur. Þá endaði þetta vel en þeir fundu ekki þessa menn.“ Candice segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem ráðist er á hana vegna þess að hún er trans og segist hún óttast að ganga ein á næturnar vegna kynvitundar sinnar. Þess vegna vilji hún segja sögu sína og vekja athygli á málefnum transfólks. „Sem transkona langar mig að koma þessu til skila. Við erum öll eins,“ segir Candice og segir alla eiga skilið sömu framkomu. Formaður samtakanna Trans Ísland segir að árásir sem þessar séu ekkert einsdæmi. Þrjú nýleg dæmi séu um að veist hafi verið að transfólki hérlendis. Ofsóknirnar verði sífellt alvarlegri og helst það í hendur við aukningu hatursglæpa gegn transfólki á heimsvísu. Því sé mikilvægt að Alþingi grípi í taumana, ekki síst með því að samþykkja frumvarp um kynrænt sjálfræði. „Frumvarpið myndi vera stærsta skref í réttindabaráttu transfólks og intersexfólks, jafnvel í heiminum. Það er líf okkar sem er um að ræða þannig að auðvitað ættum við að fá að ráða ferðinni svolítið í þeim málum.“
Jafnréttismál Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31 Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. 2. júní 2019 13:02 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31
Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. 2. júní 2019 13:02