Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2019 11:30 Moskítóflugan er náskyld lúsmýinu svo það er spurning hvort von sé á þeim flugum hingað til lands á næstu árum. vísir/getty Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. Þær eru náskyldar lúsmýinu sem gert hefur landanum lífið leitt undanfarnar vikur og þá er moskítóflugur að finna í nágrannalöndum, meira að segja á Grænlandi. „Ég er svolítið hissa á að þær skulu ekki vera komnar því þær eru á Bretlandseyjum og Norðurlöndum. Það eru um 40 tegundir hérna í nágrannalöndunum og á Grænlandi eru tvær tegundir. Það eru tegundir sem eru miklu norðlægari, þær eru í Norður-Skandinavíu líka. Þær eru með „Black og Decker“ framan á sér, þær sjúga í gegnum jakka. Þær eru svakalegar, þær eru stórar og miklar,“ sagði Gísli í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi meðal annars um lúsmýið og moskítóflugur. Hann sagði moskítóflugur auðveldlega geta borist hingað með flugi. „Það hefur verið gerð rannsókna á því hvað þær geta borist langt. Það dóu ekki nema 30 til 40 prósent af moskítóflugum sem var komið fyrir í búrum í hjólastelli flugvélar sem fór frá Singapúr til Sydney, sjö tíma flug í 50 stiga gaddi. Það er auðvitað hlýja frá glussanum og öllu því, það er ekki frost þar inni, og þær lifðu 60 prósent þannig að þær geta borist hingað með flugvélum mjög auðveldlega. Málið er að það að það eru engir pollar á Miðnesheiðinni þar sem þær geta komið sér fyrir og verpt í, Reykjanesið er mjög þurrt því þar hripar allt niður,“ sagði Gísli.Vatnsmýrin gósenland fyrir moskító Þá gætu moskítóflugur líka fokið hingað og slíkt gæti nú þegar hafa gerst án þess að flugurnar hafi fundið sér stað til að verpa í. Spurður út í hvort aðrar aðstæður væru fyrir hendi fyrir moskítóflugur til þess að festa sig í sessi hér nefndi Gísli tjarnirnar í Vatnsmýrinni. „Þær eru alveg gósenland fyrir moskítóflugur.“ Loftið hér sé síðan þurrara hér en í nágrannalöndunum þó að hér geti líka orðið mjög rakt vegna mikillar úrkomu. Þá geti vindurinn líka gert flugunum erfitt fyrir að fljúga. „Já, þessi skordýr eiga erfitt með að fljúga þegar mjög hvasst er. Engu að síður í Suður-Svíþjóð, Skáni, Danmörku, það getur verið hvasst þar á sumri en þær komast þá í skjól,“ sagði Gísli en heyra má allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Kakkalakkar ekki æskilegir á heimilum Gísli Már Gíslason skordýrasérfræðingur fræðir fólk um heim skordýranna í Elliðaárdal í kvöld. Hann segir skordýrategundum á Íslandi hafa fjölgað um um það bil 400 á þeim 40 árum sem hann hefur kennt skordýrafræði. 19. júní 2019 08:30 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. Þær eru náskyldar lúsmýinu sem gert hefur landanum lífið leitt undanfarnar vikur og þá er moskítóflugur að finna í nágrannalöndum, meira að segja á Grænlandi. „Ég er svolítið hissa á að þær skulu ekki vera komnar því þær eru á Bretlandseyjum og Norðurlöndum. Það eru um 40 tegundir hérna í nágrannalöndunum og á Grænlandi eru tvær tegundir. Það eru tegundir sem eru miklu norðlægari, þær eru í Norður-Skandinavíu líka. Þær eru með „Black og Decker“ framan á sér, þær sjúga í gegnum jakka. Þær eru svakalegar, þær eru stórar og miklar,“ sagði Gísli í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi meðal annars um lúsmýið og moskítóflugur. Hann sagði moskítóflugur auðveldlega geta borist hingað með flugi. „Það hefur verið gerð rannsókna á því hvað þær geta borist langt. Það dóu ekki nema 30 til 40 prósent af moskítóflugum sem var komið fyrir í búrum í hjólastelli flugvélar sem fór frá Singapúr til Sydney, sjö tíma flug í 50 stiga gaddi. Það er auðvitað hlýja frá glussanum og öllu því, það er ekki frost þar inni, og þær lifðu 60 prósent þannig að þær geta borist hingað með flugvélum mjög auðveldlega. Málið er að það að það eru engir pollar á Miðnesheiðinni þar sem þær geta komið sér fyrir og verpt í, Reykjanesið er mjög þurrt því þar hripar allt niður,“ sagði Gísli.Vatnsmýrin gósenland fyrir moskító Þá gætu moskítóflugur líka fokið hingað og slíkt gæti nú þegar hafa gerst án þess að flugurnar hafi fundið sér stað til að verpa í. Spurður út í hvort aðrar aðstæður væru fyrir hendi fyrir moskítóflugur til þess að festa sig í sessi hér nefndi Gísli tjarnirnar í Vatnsmýrinni. „Þær eru alveg gósenland fyrir moskítóflugur.“ Loftið hér sé síðan þurrara hér en í nágrannalöndunum þó að hér geti líka orðið mjög rakt vegna mikillar úrkomu. Þá geti vindurinn líka gert flugunum erfitt fyrir að fljúga. „Já, þessi skordýr eiga erfitt með að fljúga þegar mjög hvasst er. Engu að síður í Suður-Svíþjóð, Skáni, Danmörku, það getur verið hvasst þar á sumri en þær komast þá í skjól,“ sagði Gísli en heyra má allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Kakkalakkar ekki æskilegir á heimilum Gísli Már Gíslason skordýrasérfræðingur fræðir fólk um heim skordýranna í Elliðaárdal í kvöld. Hann segir skordýrategundum á Íslandi hafa fjölgað um um það bil 400 á þeim 40 árum sem hann hefur kennt skordýrafræði. 19. júní 2019 08:30 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Kakkalakkar ekki æskilegir á heimilum Gísli Már Gíslason skordýrasérfræðingur fræðir fólk um heim skordýranna í Elliðaárdal í kvöld. Hann segir skordýrategundum á Íslandi hafa fjölgað um um það bil 400 á þeim 40 árum sem hann hefur kennt skordýrafræði. 19. júní 2019 08:30
Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43
Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00