Hundar valda slysum á hestamönnum norðan heiða Sveinn Arnarsson skrifar 18. júní 2019 06:00 Hestamenn á Akureyri kvarta undan lausagöngu hunda. Fréttablaðið/Stefán Hestamaður á Akureyri slasaðist fyrir skömmu þegar laus hundur fældi hest undan honum. Nokkur viðlíka slys hafa orðið á fólki á undanförnum árum í hesthúsahverfum og á reiðleiðum við Akureyri en lausaganga hunda er bönnuð í bæjarlandinu. Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis, segir sorglegt að slys verði af þessu tagi. Hann staðfestir að kona hafi slasast við tamningar inni í svokölluðu tamningagerði í hesthúsahverfinu sunnan Glerár fyrir skömmu. Ástæða þess var að inn í gerðið kom laus hundur. Tamningahrossinu hafði þá orðið bylt við og stokkið til hliðar með þeim afleiðingum að tamningamaðurinn datt af baki. Sigfús staðfestir einnig að þetta slys sé ekki það eina á síðustu árum þar sem lausir hundar hræða hross. „Það er sorglegt að menn virði ekki þessa einföldu lögreglusamþykkt, að lausaganga hunda sé bönnuð í bæjarlandinu,“ segir Sigfús. „Það er líka afar leiðinlegt að hestamenn sjálfir brjóti þessa reglu. Við höfum auðvitað ekkert á móti hundum en við verðum bara að virða þessar reglur sem okkur og öllum bæjarbúum eru settar.“ Ljóst þykir að hundar sem ganga lausir í hesthúsahverfinu séu í eigu annarra hestamanna í hverfinu. Því eru það hestamennirnir sjálfir sem valda því að slysahætta er meiri á reiðleiðunum vegna þessa. Töluvert hefur verið kvartað undan þessu undanfarin ár með litlum árangri. „Þetta er sorglegt, ég á bara eitt orð yfir þetta. Það er búið að ræða þetta á fundum margsinnis og gefa út tilkynningar um að lausaganga sem þessi sé bönnuð,“ segir Sigfús. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Hestamaður á Akureyri slasaðist fyrir skömmu þegar laus hundur fældi hest undan honum. Nokkur viðlíka slys hafa orðið á fólki á undanförnum árum í hesthúsahverfum og á reiðleiðum við Akureyri en lausaganga hunda er bönnuð í bæjarlandinu. Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis, segir sorglegt að slys verði af þessu tagi. Hann staðfestir að kona hafi slasast við tamningar inni í svokölluðu tamningagerði í hesthúsahverfinu sunnan Glerár fyrir skömmu. Ástæða þess var að inn í gerðið kom laus hundur. Tamningahrossinu hafði þá orðið bylt við og stokkið til hliðar með þeim afleiðingum að tamningamaðurinn datt af baki. Sigfús staðfestir einnig að þetta slys sé ekki það eina á síðustu árum þar sem lausir hundar hræða hross. „Það er sorglegt að menn virði ekki þessa einföldu lögreglusamþykkt, að lausaganga hunda sé bönnuð í bæjarlandinu,“ segir Sigfús. „Það er líka afar leiðinlegt að hestamenn sjálfir brjóti þessa reglu. Við höfum auðvitað ekkert á móti hundum en við verðum bara að virða þessar reglur sem okkur og öllum bæjarbúum eru settar.“ Ljóst þykir að hundar sem ganga lausir í hesthúsahverfinu séu í eigu annarra hestamanna í hverfinu. Því eru það hestamennirnir sjálfir sem valda því að slysahætta er meiri á reiðleiðunum vegna þessa. Töluvert hefur verið kvartað undan þessu undanfarin ár með litlum árangri. „Þetta er sorglegt, ég á bara eitt orð yfir þetta. Það er búið að ræða þetta á fundum margsinnis og gefa út tilkynningar um að lausaganga sem þessi sé bönnuð,“ segir Sigfús.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira