Bretar og Bandaríkjamenn segja Írani hafa gert árás á olíuskip Sighvatur Jónsson skrifar 16. júní 2019 09:30 Annað skipanna sem varð fyrir árásinni. ISN/AP Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist.Árás var gerð á tvo olíuflutningaskip í Ómanflóa á fimmtudag nærri Hormússundi, þar sem Persaflói tengist Ómanflóa. Skipin voru frá Noregi og Japan. Gerð var árás á fjögur önnur skip í síðasta mánuði. Enginn fórst í árásunum. Bandaríski herinn hefur birt myndband sem er sagt sýna íranska sérsveitarliða fjarlægja tundurdufl sem festist á japanska olíuskipinu en sprakk ekki. Íranir neita aðild að málinu. Forstjóri japanska félagsins sem gerir út skipið hefur eftir áhöfn þess að eitthvað fljúgandi hafi hæft það. Ásakanir Bandaríkjamanna á hendur Írönum eru settar í samhengi við versnandi samskipti þjóðanna í valdatíð Donald Trumps.Deilt um málið í breskum stjórnmálum Utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, kennir Írönum um og gagnrýnir leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar fyrir hræðsluáróður í garð Bandaríkjamanna. „Maður hefði haldið að það væri býsna augljóst hverjir bera ábyrgð á þessu þegar við höfum myndbandsupptökur sem sýna hvað Íranir hafa verið að gera. En, nei, fyrir Jeremy Corbyn er það allt Bandaríkjamönnum að kenna og þetta er sami maðurinn, vel á minnst, sem neitaði að fordæma Pútín eftir eiturárásirnar í Salisbury,“ segir Hunt. Sameinuðu þjóðirnar reyna að draga úr spennu og hvetja til óháðrar rannsóknar. „Við teljum mjög mikilvægt að forðast meiriháttar átök við Persaflóa,“ segir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Bretland Íran Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist.Árás var gerð á tvo olíuflutningaskip í Ómanflóa á fimmtudag nærri Hormússundi, þar sem Persaflói tengist Ómanflóa. Skipin voru frá Noregi og Japan. Gerð var árás á fjögur önnur skip í síðasta mánuði. Enginn fórst í árásunum. Bandaríski herinn hefur birt myndband sem er sagt sýna íranska sérsveitarliða fjarlægja tundurdufl sem festist á japanska olíuskipinu en sprakk ekki. Íranir neita aðild að málinu. Forstjóri japanska félagsins sem gerir út skipið hefur eftir áhöfn þess að eitthvað fljúgandi hafi hæft það. Ásakanir Bandaríkjamanna á hendur Írönum eru settar í samhengi við versnandi samskipti þjóðanna í valdatíð Donald Trumps.Deilt um málið í breskum stjórnmálum Utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, kennir Írönum um og gagnrýnir leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar fyrir hræðsluáróður í garð Bandaríkjamanna. „Maður hefði haldið að það væri býsna augljóst hverjir bera ábyrgð á þessu þegar við höfum myndbandsupptökur sem sýna hvað Íranir hafa verið að gera. En, nei, fyrir Jeremy Corbyn er það allt Bandaríkjamönnum að kenna og þetta er sami maðurinn, vel á minnst, sem neitaði að fordæma Pútín eftir eiturárásirnar í Salisbury,“ segir Hunt. Sameinuðu þjóðirnar reyna að draga úr spennu og hvetja til óháðrar rannsóknar. „Við teljum mjög mikilvægt að forðast meiriháttar átök við Persaflóa,“ segir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Bretland Íran Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira