Eldfimt ástand eftir árásir á Ómanflóa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. júní 2019 07:15 Forstjóri skipafélags eins skipanna sem ráðist var á er ósammála Bandaríkjastjórn. Nordicphotos/AFP Evrópusambandið mun hvorki taka þátt í getgátum né fullyrða neitt um árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa fyrr en nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir. Þetta hafði CNN eftir upplýsingafulltrúa í gær en Bandaríkjastjórn hefur kennt Írönum um árásirnar. Ráðist var á tvö skip í vikunni og fjögur fyrir mánaðamót. Enginn fórst og Íransstjórn neitar alfarið ásökununum. Seinni tvö skipin voru frá Noregi og Japan en fyrri fjögur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Noregi og tvö frá Sádi-Arabíu. „Á meðan við sönkum að okkur upplýsingum og sönnunargögnum og leggjum mat á fyrirliggjandi gögn munum við ekki setja fram kenningar eða taka þátt í getgátum,“ var haft eftir upplýsingafulltrúanum. Einu gögnin sem Bandaríkjastjórn hefur lagt fram til þess að renna stoðum undir ásakanir sínar hingað til er myndband sem herinn birti og sagði sýna íranska sérsveitarliða fjarlægja tundurdufl sem sprakk ekki af japanska skipinu og ljósmyndir, sagðar sýna tundurduflið. Yutaka Katada, forstjóri japanska skipafélagsins Kokuka Sangyo, sem gerir út flutningaskipið sem ráðist var á, hélt blaðamannafund í gær. Hann sagði að eitthvað fljúgandi hefði hæft skipið og hafði það eftir áhöfn. „Það eru engar líkur á því að þetta hafi verið tundurdufl.“ Abbas Mousavi, upplýsingafulltrúi íranska utanríkisráðuneytisins, sagði ásakanirnar sjálfar áhyggjuefni. Bætti því við að það væri afar „hentugt“ fyrir Bandaríkjamenn að skella skuldinni á Íransstjórn. Bandaríkjastjórn hefur ekki tjáð sig um mögulegar gagnaðgerðir gegn Írönum utan þess að Donald Trump forseti sagði í gær að ekki væri stefnt á að loka Hormuzsundi, á milli Írans og Óman. Að minnsta kosti ekki lengi. Sundið er mikilvæg viðskiptaleið og um það fer töluvert magn olíu. Forsetinn sagðist hins vegar tilbúinn til þess að hefja viðræður við Íran á ný. „Við viljum fá þau að borðinu. Ég er tilbúinn hvenær sem þau vilja,“ sagði forsetinn við Fox News. Samskipti Bandaríkjanna og Írans hafa versnað til muna frá því Trump tók við embætti. Hann hefur rift kjarnorkusamningnum sem Íran gerði við Bandaríkin og önnur stórveldi er snerist um að Íran skyldi frysta kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Meðal annars vegna þess að Bandaríkin telja Íransstjórn fjármagna hryðjuverkasamtök. Í kjölfar riftunarinnar hafa Bandaríkin lagt á nýjar þvinganir. Hafa einnig skilgreint byltingarvarðsveit Írans sem hryðjuverkasamtök og hafa utanríkismálagreinendur vestanhafs velt fram þeirri spurningu hvort sambandinu sé viðbjargandi. Sérfræðingar og greinendur sem NBC ræddi við í gær lýstu yfir áhyggjum sínum af því að Bandaríkin og Íran gætu hreinlega lent í vopnuðum átökum. „Eitt atvik gæti kveikt í öllu svæðinu. Jafnvel ef þetta tiltekna atvik hrindir hlutaðeigandi ekki fram af klettinum og í stríði færir hvert svona atvik okkur nær brúninni,“ sagði Ali Vaez hjá hugveitunni International Crisis Group. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Tengdar fréttir Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12 Leggja fram myndband sem sýnir Írani fjarlægja sprengju úr öðru olíuskipinu Bandaríski herinn stendur staðfastlega við ásakanir sínar á hendur Írönum, sem herinn segir standa á bak við árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa. 14. júní 2019 11:30 Eigandi annars flutningaskipsins segir ólíka sögu af árásinni Áhöfn annars flutningaskipsins sem ráðist var á í Ómanflóa segist hafa séð fljúgandi hlut stefna á það áður en sprenging varð og gat kom á skrokkinn. 14. júní 2019 17:42 Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Evrópusambandið mun hvorki taka þátt í getgátum né fullyrða neitt um árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa fyrr en nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir. Þetta hafði CNN eftir upplýsingafulltrúa í gær en Bandaríkjastjórn hefur kennt Írönum um árásirnar. Ráðist var á tvö skip í vikunni og fjögur fyrir mánaðamót. Enginn fórst og Íransstjórn neitar alfarið ásökununum. Seinni tvö skipin voru frá Noregi og Japan en fyrri fjögur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Noregi og tvö frá Sádi-Arabíu. „Á meðan við sönkum að okkur upplýsingum og sönnunargögnum og leggjum mat á fyrirliggjandi gögn munum við ekki setja fram kenningar eða taka þátt í getgátum,“ var haft eftir upplýsingafulltrúanum. Einu gögnin sem Bandaríkjastjórn hefur lagt fram til þess að renna stoðum undir ásakanir sínar hingað til er myndband sem herinn birti og sagði sýna íranska sérsveitarliða fjarlægja tundurdufl sem sprakk ekki af japanska skipinu og ljósmyndir, sagðar sýna tundurduflið. Yutaka Katada, forstjóri japanska skipafélagsins Kokuka Sangyo, sem gerir út flutningaskipið sem ráðist var á, hélt blaðamannafund í gær. Hann sagði að eitthvað fljúgandi hefði hæft skipið og hafði það eftir áhöfn. „Það eru engar líkur á því að þetta hafi verið tundurdufl.“ Abbas Mousavi, upplýsingafulltrúi íranska utanríkisráðuneytisins, sagði ásakanirnar sjálfar áhyggjuefni. Bætti því við að það væri afar „hentugt“ fyrir Bandaríkjamenn að skella skuldinni á Íransstjórn. Bandaríkjastjórn hefur ekki tjáð sig um mögulegar gagnaðgerðir gegn Írönum utan þess að Donald Trump forseti sagði í gær að ekki væri stefnt á að loka Hormuzsundi, á milli Írans og Óman. Að minnsta kosti ekki lengi. Sundið er mikilvæg viðskiptaleið og um það fer töluvert magn olíu. Forsetinn sagðist hins vegar tilbúinn til þess að hefja viðræður við Íran á ný. „Við viljum fá þau að borðinu. Ég er tilbúinn hvenær sem þau vilja,“ sagði forsetinn við Fox News. Samskipti Bandaríkjanna og Írans hafa versnað til muna frá því Trump tók við embætti. Hann hefur rift kjarnorkusamningnum sem Íran gerði við Bandaríkin og önnur stórveldi er snerist um að Íran skyldi frysta kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Meðal annars vegna þess að Bandaríkin telja Íransstjórn fjármagna hryðjuverkasamtök. Í kjölfar riftunarinnar hafa Bandaríkin lagt á nýjar þvinganir. Hafa einnig skilgreint byltingarvarðsveit Írans sem hryðjuverkasamtök og hafa utanríkismálagreinendur vestanhafs velt fram þeirri spurningu hvort sambandinu sé viðbjargandi. Sérfræðingar og greinendur sem NBC ræddi við í gær lýstu yfir áhyggjum sínum af því að Bandaríkin og Íran gætu hreinlega lent í vopnuðum átökum. „Eitt atvik gæti kveikt í öllu svæðinu. Jafnvel ef þetta tiltekna atvik hrindir hlutaðeigandi ekki fram af klettinum og í stríði færir hvert svona atvik okkur nær brúninni,“ sagði Ali Vaez hjá hugveitunni International Crisis Group.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Tengdar fréttir Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12 Leggja fram myndband sem sýnir Írani fjarlægja sprengju úr öðru olíuskipinu Bandaríski herinn stendur staðfastlega við ásakanir sínar á hendur Írönum, sem herinn segir standa á bak við árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa. 14. júní 2019 11:30 Eigandi annars flutningaskipsins segir ólíka sögu af árásinni Áhöfn annars flutningaskipsins sem ráðist var á í Ómanflóa segist hafa séð fljúgandi hlut stefna á það áður en sprenging varð og gat kom á skrokkinn. 14. júní 2019 17:42 Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12
Leggja fram myndband sem sýnir Írani fjarlægja sprengju úr öðru olíuskipinu Bandaríski herinn stendur staðfastlega við ásakanir sínar á hendur Írönum, sem herinn segir standa á bak við árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa. 14. júní 2019 11:30
Eigandi annars flutningaskipsins segir ólíka sögu af árásinni Áhöfn annars flutningaskipsins sem ráðist var á í Ómanflóa segist hafa séð fljúgandi hlut stefna á það áður en sprenging varð og gat kom á skrokkinn. 14. júní 2019 17:42
Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30