Þættirnir heita Prank Encounters en í tilkynningu frá Netflix segir að þeir gangi út á að hrekkja fólk í atvinnuleit. Þannig verði fylgst með einstaklingum sem telja sig vera að mæta til vinnu á nýjum stað en „hlutastarfið“ verði fljótt að „allsherjarmartröð“.
Matarazzo, sem er sextán ára, verður stjórnandi þáttarins og er einnig titlaður einn aðalframleiðandi seríunnar. Ekki er enn ljóst hvernig fyrirkomulagi þáttanna verður nákvæmlega háttað en netverjar og pistlahöfundar hafa margir sett sig upp á móti tilhöguninni.
Pistlahöfundur Vulture segir þáttinn til dæmis hljóma eins og þáttur úr Black Mirror-seríunni, sem tekur fyrir ýmis samfélagsmein í dystópískum víddum.
„Það eina sem er verra en að byrja í nýrri vinnu er að átta sig á því að krakkinn úr Stranger Things var að hrekkja mann í leyni allan tímann,“ skrifar pistlahöfundurinn, Halle Kiefer.
Þá lýstu margir yfir vanþóknun á hugmyndinni á samfélagsmiðlum. Þættirnir geri lítið úr stöðu atvinnulausra og muni koma til með að nýta sér neyð fólks á ósmekklegan hátt.
I get that he's too young to understand how stupidly cruel this is, but surely there were adults around him who could have sat him down and explained it.
— Adam Auntie Em (@adamAuntieEm) June 14, 2019
Hey @netflix great job. I struggled to find work for a year and it drove me to the brink.
— Al White (@Lawthreeper) June 15, 2019
Það virtist leikkonan Mara Wilson, sem fór með hlutverk Matthildar í samnefndri kvikmynd, einnig gera en hún lagði til að hún og Welch, sem fyrrverandi barnastjörnur, kölluðu Matarazzo á sinn fund og reyndu að fá hann ofan af því að stýra þáttunum.
Can we get a former child actor intervention going to talk him out of this
— Mara “Get Rid of the Nazis” Wilson (@MaraWilson) June 15, 2019
Is your next project going to be about pranking people who think a cure has been found for a terminal disease?
— bethbethbeth (@bethbethbeth01) June 15, 2019
There are so many people involved in this show who should have known how cruel this idea was. Please re-think this, both for your career and...for your soul.
great, something else for the unemployed to worry about.
— Gigi F. Diaz (@factspusher) June 15, 2019
Hey Gaten, this isn't the group of people to be pulling “pranks” on. Please reconsider this one. Punch up, not down.
— Paris Marx (@parismarx) June 15, 2019