Erfitt að gera bændum til hæfis varðandi veður Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júní 2019 20:00 Fyrri slætti er nú víða lokið eða er að ljúka hjá kúabændum á Suðurlandi þrátt fyrir litla sprettu síðustu vikur vegna þurrka, enda tún víða brunnin. Bóndi í Landeyjunum segist ekki nenna að kvarta undan rigningarleysi, rigningin komi fyrr eða síðar. Það hefur vorað mjög vel á Suðurlandi og mikil grasspretta var fyrstur vikurnar af sumrinu en síðan hægði verulega á allri sprettu vegna þurrka því það hefur lítiði sem ekkert ringt í landshlutunum frá miðjum maí. Bændur hafa þó ekki setið auðum höndum og slegið og pakkað í rúllur og nú er svo komið að einhverjir bændur, aðallega kúabændur eru búnir með fyrsta slátt og aðrir eru að alveg að ljúka honum. Elvar Eyvindsson er bóndi á bænum Skíðbakka í Austur Landeyjum. „Það er enn þá snemma sumars og það er allt á góðri leið en hins vegar hefur dregið úr sprettu í miklum þurrkum undanfarið en maður getur eiginlega ekki kvartað,“ segir Elvar. Elvar segir að sandtún hafi helst brunnið og á einhverjum stöðum hafi tilbúin áburður síðan í vor ekki náð að skolast niður í jarðveginn.En eru bændur orðnir stressaðir yfir veðrinu?„Nei, nei, menn eru aðeins tvístíga, þeir vita ekki alveg hvernig þeir eiga að bregðast við. Verður sól í allt sumar eða rignir það sem eftir er, þetta er alltaf dauðans óvissu tími,“ svarar Elvar.Elvar Eyvindsson kúabóndi á bænum Skíðbakka í Austur Landeyjum, sem þakkar fyrir gott veður það sem af er sumri.Mynd/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hver er óskastaðan?„Óskastaðan er að halda áfram að fá gott veður myndi ég segja og þá verður þetta örugglega mjög fínt.“ Þegar Elvar var spurður hvort bændur væru of óþolinmóðir gagnvart rigningunni sagði hann þetta. „Það er erfitt að gera bændum til hæfis varðandi veður, þeir vilja fá þetta sitt á hvað og sitt lítið af hverju, en nei, nei, ég held ekki.“ Elvar segist ekki heyra annað að hljóðið sé gott í bændum hvað varðar heyskap og ástandið í rigningarleysinu. „Það er náttúrulega frábært að fá gott veður, menn geta ekki verið annað en ánægðir með það,“ segir Elvar. Landbúnaður Rangárþing eystra Veður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Fyrri slætti er nú víða lokið eða er að ljúka hjá kúabændum á Suðurlandi þrátt fyrir litla sprettu síðustu vikur vegna þurrka, enda tún víða brunnin. Bóndi í Landeyjunum segist ekki nenna að kvarta undan rigningarleysi, rigningin komi fyrr eða síðar. Það hefur vorað mjög vel á Suðurlandi og mikil grasspretta var fyrstur vikurnar af sumrinu en síðan hægði verulega á allri sprettu vegna þurrka því það hefur lítiði sem ekkert ringt í landshlutunum frá miðjum maí. Bændur hafa þó ekki setið auðum höndum og slegið og pakkað í rúllur og nú er svo komið að einhverjir bændur, aðallega kúabændur eru búnir með fyrsta slátt og aðrir eru að alveg að ljúka honum. Elvar Eyvindsson er bóndi á bænum Skíðbakka í Austur Landeyjum. „Það er enn þá snemma sumars og það er allt á góðri leið en hins vegar hefur dregið úr sprettu í miklum þurrkum undanfarið en maður getur eiginlega ekki kvartað,“ segir Elvar. Elvar segir að sandtún hafi helst brunnið og á einhverjum stöðum hafi tilbúin áburður síðan í vor ekki náð að skolast niður í jarðveginn.En eru bændur orðnir stressaðir yfir veðrinu?„Nei, nei, menn eru aðeins tvístíga, þeir vita ekki alveg hvernig þeir eiga að bregðast við. Verður sól í allt sumar eða rignir það sem eftir er, þetta er alltaf dauðans óvissu tími,“ svarar Elvar.Elvar Eyvindsson kúabóndi á bænum Skíðbakka í Austur Landeyjum, sem þakkar fyrir gott veður það sem af er sumri.Mynd/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hver er óskastaðan?„Óskastaðan er að halda áfram að fá gott veður myndi ég segja og þá verður þetta örugglega mjög fínt.“ Þegar Elvar var spurður hvort bændur væru of óþolinmóðir gagnvart rigningunni sagði hann þetta. „Það er erfitt að gera bændum til hæfis varðandi veður, þeir vilja fá þetta sitt á hvað og sitt lítið af hverju, en nei, nei, ég held ekki.“ Elvar segist ekki heyra annað að hljóðið sé gott í bændum hvað varðar heyskap og ástandið í rigningarleysinu. „Það er náttúrulega frábært að fá gott veður, menn geta ekki verið annað en ánægðir með það,“ segir Elvar.
Landbúnaður Rangárþing eystra Veður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira