Kvennahlaup í þrjátíu ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2019 07:45 Hrönn segir kvennahlaupið ómissandi viðburð. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Konur á öllum aldri hlaupa, skokka eða ganga í dag víðsvegar um land í hinu árlega kvennahlaupi ÍSÍ og sameina með því tvo mikilvæga þætti, hreyfingu og samveru. Hlaupið fer nú fram í þrítugasta skipti og Hrönn Guðmundsdóttir heldur í alla spotta sem sviðsstjóri almenningsíþrótta hjá Íþróttasambandi Íslands. „Við erum komin í yfir áttatíu staði sem hlaupið verður á, bæði innan lands og utan. Þetta er orðinn ómissandi viðburður víða um allt land,“ segir hún stolt og rifjar upp að þegar ævintýrið hófst hafi það virst átak að koma konum út að hlaupa. „Þá áttu karlarnir kannski sína tíma í bumbubolta en konurnar voru ekki mikið að hópa sig nema í saumaklúbbum. Öðruvísi en núna þegar konur eru með öfluga hlaupahópa, gönguhópa, hjólahópa og blak.“ Svo rifjar hún upp hvernig allt byrjaði. „Fyrsta hlaupið var í kringum íþróttahátíð ÍSÍ í Garðabæ 1990. Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari kom því á koppinn, hún hafði kynnst svona hlaupum í Finnlandi. Enginn vissi hvort búast ætti við tugum eða hundruðum en 2.000 manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu. Þar með var búið að blása byr í segl, ekki varð aftur snúið og þátttakendum fjölgaði með hverju árinu,“ segir hún og bætir við að algengt sé að margir ættliðir, vinkonur eða systur hlaupi saman. Kvennahlaupið er ekki séríslenskt fyrirbæri en Hrönn segir það þó framkvæmt með öðrum hætti hér en annars staðar. „Víða erlendis fer það fram í mörgum borgum á mismunandi tímum þannig að sama konan getur tekið þátt víða. Sérstaða Íslands er sú að hlaupið er á sama degi um allt land og það er líka einstakt fyrir íslenskan íþróttaviðburð.“ Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Tímamót Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Sjá meira
Konur á öllum aldri hlaupa, skokka eða ganga í dag víðsvegar um land í hinu árlega kvennahlaupi ÍSÍ og sameina með því tvo mikilvæga þætti, hreyfingu og samveru. Hlaupið fer nú fram í þrítugasta skipti og Hrönn Guðmundsdóttir heldur í alla spotta sem sviðsstjóri almenningsíþrótta hjá Íþróttasambandi Íslands. „Við erum komin í yfir áttatíu staði sem hlaupið verður á, bæði innan lands og utan. Þetta er orðinn ómissandi viðburður víða um allt land,“ segir hún stolt og rifjar upp að þegar ævintýrið hófst hafi það virst átak að koma konum út að hlaupa. „Þá áttu karlarnir kannski sína tíma í bumbubolta en konurnar voru ekki mikið að hópa sig nema í saumaklúbbum. Öðruvísi en núna þegar konur eru með öfluga hlaupahópa, gönguhópa, hjólahópa og blak.“ Svo rifjar hún upp hvernig allt byrjaði. „Fyrsta hlaupið var í kringum íþróttahátíð ÍSÍ í Garðabæ 1990. Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari kom því á koppinn, hún hafði kynnst svona hlaupum í Finnlandi. Enginn vissi hvort búast ætti við tugum eða hundruðum en 2.000 manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu. Þar með var búið að blása byr í segl, ekki varð aftur snúið og þátttakendum fjölgaði með hverju árinu,“ segir hún og bætir við að algengt sé að margir ættliðir, vinkonur eða systur hlaupi saman. Kvennahlaupið er ekki séríslenskt fyrirbæri en Hrönn segir það þó framkvæmt með öðrum hætti hér en annars staðar. „Víða erlendis fer það fram í mörgum borgum á mismunandi tímum þannig að sama konan getur tekið þátt víða. Sérstaða Íslands er sú að hlaupið er á sama degi um allt land og það er líka einstakt fyrir íslenskan íþróttaviðburð.“
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Tímamót Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Sjá meira