Margir leituðu inn á nýja Ísbarinn í miðbænum í góða veðrinu Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2019 22:00 Hin kanadíska Christine Rae er framkvæmdastjóri staðarins. vísir/vilhelm „Það eru margir sem hafa leitað inn á Ísbarinn og kælt sig niður í góða veðrinu í dag,“ segir Christine Rae, framkvæmdastjóri Magic Ice Bar, svokallaðs „ísbars“ sem opnaði í húsnæði við Laugaveg fyrr í dag. Undirbúningur opnunarinnar hefur staðið í marga mánuði. Rae segir stemmninguna hafa verið góða í allan dag þar sem fjöldi fólks hafi heimsótt barinn sem er til húsa í kjallara á Laugavegi 4. Auk veiganna verður hægt að njóta höggmynda úr ís á staðnum. Það eru norsk hjón sem eru bakhjarlar nýja Ísbarsins – þeim sjöunda sinnar tegundar sem þau opna. Fjórir staðanna eru í Noregi, einn í Kaupmannahöfn og einn var starfræktur í Karíbahafi en þurfti að loka eftir að fellibylur gekk þar yfir.Hægt verður að njóta höggmynda á staðnum.Vísir/VilhelmDrykkur og jakki innifalinn Rae, sem er frá Kanada, segir að gestir muni þurfa að greiða 3.900 krónur til að sækja staðinn, en innifalið er íslenskur kokteill með íslenskum vodka, auk láns á kuldajakka og hönskum með sérstöku gripi fyrir kokteilglösin. Hún segir að staðurinn sé ætlaður bæði fyrir heimamenn og ferðamenn. Kirsten-Marie Holmen, annar norsku fjárfestanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í september síðastliðinn að þau hjónin hafi varið miklum tíma og oft komið til Íslands í leit að hentugu húsnæði. „Þegar við sáum þessa byggingu í fyrrasumar hugsuðum við með okkur að rétta húsið væri fundið.“Vísir/VilhelmFramkvæmdir staðið lengi Síðustu ár hafa miklar framkvæmdir staðið á lóðinni sem Reykjavíkurborg keypti ásamt fasteignum fyrir 580 milljónir króna árið 2008. Kaup borgarinnar voru gerð í tengslum við yfirlýsingu Ólafs F. Magnússonar og sjálfstæðismanna þegar nýr meirihluti var myndaður í borgarstjórn með Ólaf í hlutverki borgarstjóra. Voru kaupin liður í að viðhalda 19. aldar götumynd Laugavegarins. Áformin breyttust þó þegar borgin seldi lóðina – Laugaveg 4 og 6, auk Skólavörðustígs 1a – árið 2014 og gaf síðar út leyfi fyrir glerbyggingu milli gömlu húsanna á staðnum. Glerbyggingin reis árið 2017, en eftir framkvæmdir verður búið að tengja saman Laugaveg 4 og Skólavörðustíg 1a.Vísir/vilhelm Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
„Það eru margir sem hafa leitað inn á Ísbarinn og kælt sig niður í góða veðrinu í dag,“ segir Christine Rae, framkvæmdastjóri Magic Ice Bar, svokallaðs „ísbars“ sem opnaði í húsnæði við Laugaveg fyrr í dag. Undirbúningur opnunarinnar hefur staðið í marga mánuði. Rae segir stemmninguna hafa verið góða í allan dag þar sem fjöldi fólks hafi heimsótt barinn sem er til húsa í kjallara á Laugavegi 4. Auk veiganna verður hægt að njóta höggmynda úr ís á staðnum. Það eru norsk hjón sem eru bakhjarlar nýja Ísbarsins – þeim sjöunda sinnar tegundar sem þau opna. Fjórir staðanna eru í Noregi, einn í Kaupmannahöfn og einn var starfræktur í Karíbahafi en þurfti að loka eftir að fellibylur gekk þar yfir.Hægt verður að njóta höggmynda á staðnum.Vísir/VilhelmDrykkur og jakki innifalinn Rae, sem er frá Kanada, segir að gestir muni þurfa að greiða 3.900 krónur til að sækja staðinn, en innifalið er íslenskur kokteill með íslenskum vodka, auk láns á kuldajakka og hönskum með sérstöku gripi fyrir kokteilglösin. Hún segir að staðurinn sé ætlaður bæði fyrir heimamenn og ferðamenn. Kirsten-Marie Holmen, annar norsku fjárfestanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í september síðastliðinn að þau hjónin hafi varið miklum tíma og oft komið til Íslands í leit að hentugu húsnæði. „Þegar við sáum þessa byggingu í fyrrasumar hugsuðum við með okkur að rétta húsið væri fundið.“Vísir/VilhelmFramkvæmdir staðið lengi Síðustu ár hafa miklar framkvæmdir staðið á lóðinni sem Reykjavíkurborg keypti ásamt fasteignum fyrir 580 milljónir króna árið 2008. Kaup borgarinnar voru gerð í tengslum við yfirlýsingu Ólafs F. Magnússonar og sjálfstæðismanna þegar nýr meirihluti var myndaður í borgarstjórn með Ólaf í hlutverki borgarstjóra. Voru kaupin liður í að viðhalda 19. aldar götumynd Laugavegarins. Áformin breyttust þó þegar borgin seldi lóðina – Laugaveg 4 og 6, auk Skólavörðustígs 1a – árið 2014 og gaf síðar út leyfi fyrir glerbyggingu milli gömlu húsanna á staðnum. Glerbyggingin reis árið 2017, en eftir framkvæmdir verður búið að tengja saman Laugaveg 4 og Skólavörðustíg 1a.Vísir/vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15