Óttast að frestun frumvarpsins veiti fiskeldisöflunum byr undir báða vængi Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júní 2019 13:30 Jón Kaldal, sem er talsmaður Icelandic Wildlife Fund. Mynd/Magnús Hlynur Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og samtökin Iceland Wildlife Fund leggjast bæði gegn fiskeldisfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þau fyrrnefndu óska eftir því að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað en þau síðarnefndu eru hins vegar á því að frestun muni ekki bæta stöðuna. Frumvarpið er nú til annarrar umræðu á Alþingi og verður henni haldið áfram í dag, samkvæmt dagskrá þingfundar. Gefið hefur verið út að mikill einhugur sé um málið í atvinnuveganefnd. Verði frumvarpið að lögum verður áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest. Þá verða innleiddir fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.Vísir/stefánFrumvarpið hefur verið umdeilt en síðast í gær sendu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, frá sér yfirlýsingu þar sem áréttað var að fyrirliggjandi frumvarp muni þrengja mjög að rekstrarskilyrðum fiskeldisfyrirtækja og hamla uppbyggingu í greininni. Óska samtökin eftir því að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað og mikilvægir þættir þess endurskoðaðir. Samtökin Icelandic Wildlife Fund, sem berjast gegn sjókvíaeldi, hafa einnig lagst gegn frumvarpinu, einkum á grundvelli umhverfissjónarmiða. Jón Kaldal talsmaður samtakanna segir einnig mikilvægt að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar verði í höndum vísindamanna og ekki gert pólitískt. Jón tekur þó ekki í sama streng og SFS varðandi frestun á afgreiðslu frumvarpsins. Hann segist ekki viss um að frestun muni hafa nokkur áhrif á stöðuna í ljósi sterkrar stöðu forsvarsmanna fiskeldis hér á landi. „Það er ofboðslegur þrýstingur af hálfu fiskeldisins að ýmis mál verði liðkuð eldi í hag. Við þekkjum mjög vel kraftinn, eða allavega allavega þá miklu fjármuni að baki þessum „lobbýisma“. Og við höfum áhyggjur af því að ef málinu verði frestað þá muni sjónarmið eldisins verða enn sterkari.“ Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Alþingi hinkrar með fiskeldisumræðu meðan atvinnuveganefnd er í Noregi að kynna sér fiskeldi Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. 7. mars 2019 20:30 Telur lagabreytingu ógna lífríki og ímynd landsins Formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins segir fyrirhugaðar breytingar á lögum um fiskeldi skaða lífríkið og ímynd Íslands. Skattgreiðendur taki á sig hundraða milljarða króna ábyrgðir. Breytingarnar eiga að einfalda stjórnsýslu og eftirlit. 6. maí 2014 07:00 Áform um lokað sjókvíaeldi í Eyjafirði sögð í uppnámi Ráðamenn Akvafuture, sem undirbúið hafa laxeldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði, óttast að sú vinna sé til einskis vegna fiskeldisfrumvarps sjávarútvegsráðherra. 25. apríl 2019 21:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og samtökin Iceland Wildlife Fund leggjast bæði gegn fiskeldisfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þau fyrrnefndu óska eftir því að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað en þau síðarnefndu eru hins vegar á því að frestun muni ekki bæta stöðuna. Frumvarpið er nú til annarrar umræðu á Alþingi og verður henni haldið áfram í dag, samkvæmt dagskrá þingfundar. Gefið hefur verið út að mikill einhugur sé um málið í atvinnuveganefnd. Verði frumvarpið að lögum verður áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest. Þá verða innleiddir fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.Vísir/stefánFrumvarpið hefur verið umdeilt en síðast í gær sendu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, frá sér yfirlýsingu þar sem áréttað var að fyrirliggjandi frumvarp muni þrengja mjög að rekstrarskilyrðum fiskeldisfyrirtækja og hamla uppbyggingu í greininni. Óska samtökin eftir því að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað og mikilvægir þættir þess endurskoðaðir. Samtökin Icelandic Wildlife Fund, sem berjast gegn sjókvíaeldi, hafa einnig lagst gegn frumvarpinu, einkum á grundvelli umhverfissjónarmiða. Jón Kaldal talsmaður samtakanna segir einnig mikilvægt að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar verði í höndum vísindamanna og ekki gert pólitískt. Jón tekur þó ekki í sama streng og SFS varðandi frestun á afgreiðslu frumvarpsins. Hann segist ekki viss um að frestun muni hafa nokkur áhrif á stöðuna í ljósi sterkrar stöðu forsvarsmanna fiskeldis hér á landi. „Það er ofboðslegur þrýstingur af hálfu fiskeldisins að ýmis mál verði liðkuð eldi í hag. Við þekkjum mjög vel kraftinn, eða allavega allavega þá miklu fjármuni að baki þessum „lobbýisma“. Og við höfum áhyggjur af því að ef málinu verði frestað þá muni sjónarmið eldisins verða enn sterkari.“
Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Alþingi hinkrar með fiskeldisumræðu meðan atvinnuveganefnd er í Noregi að kynna sér fiskeldi Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. 7. mars 2019 20:30 Telur lagabreytingu ógna lífríki og ímynd landsins Formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins segir fyrirhugaðar breytingar á lögum um fiskeldi skaða lífríkið og ímynd Íslands. Skattgreiðendur taki á sig hundraða milljarða króna ábyrgðir. Breytingarnar eiga að einfalda stjórnsýslu og eftirlit. 6. maí 2014 07:00 Áform um lokað sjókvíaeldi í Eyjafirði sögð í uppnámi Ráðamenn Akvafuture, sem undirbúið hafa laxeldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði, óttast að sú vinna sé til einskis vegna fiskeldisfrumvarps sjávarútvegsráðherra. 25. apríl 2019 21:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Alþingi hinkrar með fiskeldisumræðu meðan atvinnuveganefnd er í Noregi að kynna sér fiskeldi Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. 7. mars 2019 20:30
Telur lagabreytingu ógna lífríki og ímynd landsins Formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins segir fyrirhugaðar breytingar á lögum um fiskeldi skaða lífríkið og ímynd Íslands. Skattgreiðendur taki á sig hundraða milljarða króna ábyrgðir. Breytingarnar eiga að einfalda stjórnsýslu og eftirlit. 6. maí 2014 07:00
Áform um lokað sjókvíaeldi í Eyjafirði sögð í uppnámi Ráðamenn Akvafuture, sem undirbúið hafa laxeldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði, óttast að sú vinna sé til einskis vegna fiskeldisfrumvarps sjávarútvegsráðherra. 25. apríl 2019 21:00