Ragna verður skrifstofustjóri Alþingis fyrst kvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 10:36 Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. FBL/Ernir Ragna Árnadóttir tekur við embætti skrifstofustjóra Alþingis þann 1. september. Tekur hún við starfinu af Helga Bernódussyni. Þetta tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við upphaf þingfundar klukkan 10:35. Ragna er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og gegndi embætti dómsmálaráðherra frá 2009 til 2010. Hún er menntaður lögfræðingur og starfaði á sínum tíma á skrifstofu Alþingis. „Enn eitt vígið fallið,“ sagði Steingrímur og átti við að þau tímamót að Ragna myndi gegna starfi skrifstofustjóra fyrst kvenna. Helgi Bernódusson hefur verið skrifstofustjóri frá árinu 2005 en hann tók við af Friðriki Ólafssyni. Helgi verður sjötugur í ágúst og sagði í viðtali á dögunum að tilfinningin að kveðja Alþingi væri einkennileg. Eftirtaldir aðilar sóttu um starfið: Ásthildur Magnúsdóttir, kennari. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari. Hildur Eva Sigurðardóttir, forstöðumaður. Hilmar Þórðarson, fv. sviðsstjóri rekstrarsviðs. Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri. Ingvar Þór Sigurðsson, forstöðumaður. Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari. Kristian Guttesen, aðjunkt. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri. Sandra Stojkovic Hinic, verkefnastjóri. Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrifstofustjóri. Þórdís Sævarsdóttir, kennari. Steingrímur J. Sigfússon sá um ráðningarferlið ásamt Guðjóni Brjánssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, og Bryndísi Haraldsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Tilkynningu frá Alþingi sem barst fjölmiðlum klukkan 11 má sjá að neðan:Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, var í dag ráðin skrifstofustjóri Alþingis. Ragna tekur við embættinu 1. september nk., en þá lætur núverandi skrifstofustjóri, Helgi Bernódusson, af embætti. Ragna er fyrsta konan til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis.Ragna var valin úr hópi 12 umsækjenda.Ragna er lögfræðingur að mennt, með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að vera með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Ragna á að baki fjölbreytta starfsreynslu. Hún hefur starfað á skrifstofu Alþingis, skrifstofu Norðurlandaráðs, í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneyti og forsætisráðuneyti. Þá hefur hún gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og er nú aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Samhliða þessum störfum hefur Ragna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum.Ragna hefur sýnt leiðtogahæfni í störfum sínum og býr yfir margþættri stjórnunarreynslu bæði sem embættismaður og ráðherra auk þess sem hún hefur verið í ábyrgðarmiklum stjórnunarstörfum hjá stóru ríkisfyrirtæki, Landsvirkjun, fyrst sem skrifstofustjóri og síðar sem aðstoðarforstjóri frá 2012. Þá býr Ragna yfir góðri samstarfs- og samskiptahæfni og hefur góða þekkingu á stjórnskipun landsins, hlutverki Alþingis og samspili hinna þriggja greina ríkisvaldsins.Sérstök þriggja manna hæfnisnefnd fór yfir umsóknirnar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem uppfylltu hæfniskröfur auglýsingarinnar. Nefndin skilaði skýrslu til þriggja manna undirnefndar forsætisnefndar og gerði grein fyrir mati sínu á því hvaða umsækjendur nefndin teldi hæfasta til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis. Undirnefnd forsætisnefndar féllst á niðurstöður hæfnisnefndar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem tilgreindir voru í skýrslu nefndarinnar. Að loknum þeim viðtölum lagði undirnefndin til við fullskipaða forsætisnefnd að Ragna Árnadóttir yrði ráðin í embætti skrifstofustjóra. Tillagan var samþykkt í forsætisnefnd Alþingis. Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Fjörutíu ára ferli Helga á Alþingi lýkur senn Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það einkennilega tilfinningu að vera að láta af störfum. 17. apríl 2019 07:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Ragna Árnadóttir tekur við embætti skrifstofustjóra Alþingis þann 1. september. Tekur hún við starfinu af Helga Bernódussyni. Þetta tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við upphaf þingfundar klukkan 10:35. Ragna er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og gegndi embætti dómsmálaráðherra frá 2009 til 2010. Hún er menntaður lögfræðingur og starfaði á sínum tíma á skrifstofu Alþingis. „Enn eitt vígið fallið,“ sagði Steingrímur og átti við að þau tímamót að Ragna myndi gegna starfi skrifstofustjóra fyrst kvenna. Helgi Bernódusson hefur verið skrifstofustjóri frá árinu 2005 en hann tók við af Friðriki Ólafssyni. Helgi verður sjötugur í ágúst og sagði í viðtali á dögunum að tilfinningin að kveðja Alþingi væri einkennileg. Eftirtaldir aðilar sóttu um starfið: Ásthildur Magnúsdóttir, kennari. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari. Hildur Eva Sigurðardóttir, forstöðumaður. Hilmar Þórðarson, fv. sviðsstjóri rekstrarsviðs. Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri. Ingvar Þór Sigurðsson, forstöðumaður. Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari. Kristian Guttesen, aðjunkt. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri. Sandra Stojkovic Hinic, verkefnastjóri. Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrifstofustjóri. Þórdís Sævarsdóttir, kennari. Steingrímur J. Sigfússon sá um ráðningarferlið ásamt Guðjóni Brjánssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, og Bryndísi Haraldsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Tilkynningu frá Alþingi sem barst fjölmiðlum klukkan 11 má sjá að neðan:Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, var í dag ráðin skrifstofustjóri Alþingis. Ragna tekur við embættinu 1. september nk., en þá lætur núverandi skrifstofustjóri, Helgi Bernódusson, af embætti. Ragna er fyrsta konan til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis.Ragna var valin úr hópi 12 umsækjenda.Ragna er lögfræðingur að mennt, með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að vera með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Ragna á að baki fjölbreytta starfsreynslu. Hún hefur starfað á skrifstofu Alþingis, skrifstofu Norðurlandaráðs, í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneyti og forsætisráðuneyti. Þá hefur hún gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og er nú aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Samhliða þessum störfum hefur Ragna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum.Ragna hefur sýnt leiðtogahæfni í störfum sínum og býr yfir margþættri stjórnunarreynslu bæði sem embættismaður og ráðherra auk þess sem hún hefur verið í ábyrgðarmiklum stjórnunarstörfum hjá stóru ríkisfyrirtæki, Landsvirkjun, fyrst sem skrifstofustjóri og síðar sem aðstoðarforstjóri frá 2012. Þá býr Ragna yfir góðri samstarfs- og samskiptahæfni og hefur góða þekkingu á stjórnskipun landsins, hlutverki Alþingis og samspili hinna þriggja greina ríkisvaldsins.Sérstök þriggja manna hæfnisnefnd fór yfir umsóknirnar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem uppfylltu hæfniskröfur auglýsingarinnar. Nefndin skilaði skýrslu til þriggja manna undirnefndar forsætisnefndar og gerði grein fyrir mati sínu á því hvaða umsækjendur nefndin teldi hæfasta til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis. Undirnefnd forsætisnefndar féllst á niðurstöður hæfnisnefndar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem tilgreindir voru í skýrslu nefndarinnar. Að loknum þeim viðtölum lagði undirnefndin til við fullskipaða forsætisnefnd að Ragna Árnadóttir yrði ráðin í embætti skrifstofustjóra. Tillagan var samþykkt í forsætisnefnd Alþingis.
Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Fjörutíu ára ferli Helga á Alþingi lýkur senn Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það einkennilega tilfinningu að vera að láta af störfum. 17. apríl 2019 07:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Fjörutíu ára ferli Helga á Alþingi lýkur senn Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það einkennilega tilfinningu að vera að láta af störfum. 17. apríl 2019 07:30