Voru aðeins 31% með boltann í besta hálfleiknum í langan tíma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júní 2019 21:45 Íslendingar unnu sanngjarnan sigur á Tyrkjum á þriðjudaginn. vísir/daníel þór Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var aðeins 31% með boltann í fyrri hálfleiknum í sigrinum á Tyrklandi, 2-1, á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 2020 á þriðjudaginn. Ísland lék afar vel í fyrri hálfleiknum og frammistaðan var ein sú besta sem liðið hefur sýnt í langan tíma. Íslendingar voru mun hættulegri í sínum sóknaraðgerðum en Tyrkir og hefðu hæglega getað skorað fleiri en tvö mörk. Tyrkir voru reyndar miklu meira með boltann í fyrri hálfleik, 69% gegn 31% hjá Íslendingum, samkvæmt úttekt tölfræðiveitunnar InStat. Tyrkland átti 310 sendingar í fyrri hálfleik og 256 þeirra heppnuðust. Á meðan átti Ísland aðeins 144 sendingar. Af þeim heppnuðust 104. Íslenska liðið átti hins vegar sjö skot í fyrri hálfleik, þar af fimm á markið. Á meðan átti tyrkneska liðið aðeins tvö skot og annað þeirra fór í markið.Jóhann Berg á ferðinni. Hann lagði fyrra mark Íslands upp.vísir/daníel þórFyrsti stundarfjórðungurinn var tíðindalítill. Tyrkir voru þá 68% með boltann en áttu ekkert skot að íslenska markinu. Íslendingar áttu hins vegar eitt skot á fyrstu 15 mínútum leiksins. Besti kafli Íslands kom um miðbik fyrri hálfleiks. Ísland var þá 40% með boltann og átti fjögur skot gegn engu Tyrklands. Bæði mörk Íslendinga komu á þessum kafla. Ragnar Sigurðsson kom Íslandi yfir á 21. mínútu og bætti öðru marki við tíu mínútum síðar. Síðasta stundarfjórðung fyrri hálfleik einokuðu Tyrkir boltann (76%) og komu sér inn í leikinn með marki Dorukhan Toköz á 40. mínútu.Jón Daði lét hafa fyrir sér í framlínu Íslands.vísir/daníel þórÍ seinni hálfleik voru Tyrkir áfram meira með boltann (61%) en allar sendingarnar skiluðu aðeins fimm skotum. Tvö þeirra fóru á markið og varði Hannes Þór Halldórsson þau bæði. Líkt og fyrri hálfleik átti Ísland sjö skot í þeim seinni. Skotin voru því 14 í heildina, helmingi fleiri en Tyrkland átti. Tyrkland átti alls 488 heppnaðar sendingar í leiknum gegn 223 sendingum Íslands. Það hafði þó lítið að segja á endanum og leikurinn á þriðjudaginn var enn eitt dæmi þess að íslenska liðið þarf ekki að vera mikið með boltann til að spila vel og náð góðum úrslitum. Ísland og Tyrkland eru bæði með níu stig í H-riðli undankeppninnar, líkt og heimsmeistarar Frakklands. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Ísland gæti sloppið við fall úr A-deild Þjóðadeildarinnar Íslenska karlalandsliðið gæti leikið í A-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. 13. júní 2019 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var aðeins 31% með boltann í fyrri hálfleiknum í sigrinum á Tyrklandi, 2-1, á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 2020 á þriðjudaginn. Ísland lék afar vel í fyrri hálfleiknum og frammistaðan var ein sú besta sem liðið hefur sýnt í langan tíma. Íslendingar voru mun hættulegri í sínum sóknaraðgerðum en Tyrkir og hefðu hæglega getað skorað fleiri en tvö mörk. Tyrkir voru reyndar miklu meira með boltann í fyrri hálfleik, 69% gegn 31% hjá Íslendingum, samkvæmt úttekt tölfræðiveitunnar InStat. Tyrkland átti 310 sendingar í fyrri hálfleik og 256 þeirra heppnuðust. Á meðan átti Ísland aðeins 144 sendingar. Af þeim heppnuðust 104. Íslenska liðið átti hins vegar sjö skot í fyrri hálfleik, þar af fimm á markið. Á meðan átti tyrkneska liðið aðeins tvö skot og annað þeirra fór í markið.Jóhann Berg á ferðinni. Hann lagði fyrra mark Íslands upp.vísir/daníel þórFyrsti stundarfjórðungurinn var tíðindalítill. Tyrkir voru þá 68% með boltann en áttu ekkert skot að íslenska markinu. Íslendingar áttu hins vegar eitt skot á fyrstu 15 mínútum leiksins. Besti kafli Íslands kom um miðbik fyrri hálfleiks. Ísland var þá 40% með boltann og átti fjögur skot gegn engu Tyrklands. Bæði mörk Íslendinga komu á þessum kafla. Ragnar Sigurðsson kom Íslandi yfir á 21. mínútu og bætti öðru marki við tíu mínútum síðar. Síðasta stundarfjórðung fyrri hálfleik einokuðu Tyrkir boltann (76%) og komu sér inn í leikinn með marki Dorukhan Toköz á 40. mínútu.Jón Daði lét hafa fyrir sér í framlínu Íslands.vísir/daníel þórÍ seinni hálfleik voru Tyrkir áfram meira með boltann (61%) en allar sendingarnar skiluðu aðeins fimm skotum. Tvö þeirra fóru á markið og varði Hannes Þór Halldórsson þau bæði. Líkt og fyrri hálfleik átti Ísland sjö skot í þeim seinni. Skotin voru því 14 í heildina, helmingi fleiri en Tyrkland átti. Tyrkland átti alls 488 heppnaðar sendingar í leiknum gegn 223 sendingum Íslands. Það hafði þó lítið að segja á endanum og leikurinn á þriðjudaginn var enn eitt dæmi þess að íslenska liðið þarf ekki að vera mikið með boltann til að spila vel og náð góðum úrslitum. Ísland og Tyrkland eru bæði með níu stig í H-riðli undankeppninnar, líkt og heimsmeistarar Frakklands.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Ísland gæti sloppið við fall úr A-deild Þjóðadeildarinnar Íslenska karlalandsliðið gæti leikið í A-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. 13. júní 2019 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45
Ísland gæti sloppið við fall úr A-deild Þjóðadeildarinnar Íslenska karlalandsliðið gæti leikið í A-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. 13. júní 2019 22:00