Tveir meðlimir Sigur Rósar halda ótrauðir áfram Andri Eysteinsson skrifar 13. júní 2019 15:00 Meðlimir hljómsveitarinnar hafa kennt handvömm endurskoðanda um. Vísir/GETTY „Við gerum þetta á meðan þetta er gaman, eins og fótboltamenn segja,“ sagði Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, spurður út í framtíð hljómsveitarinnar en eins og stendur eru meðlimir hljómsveitarinnar einungis tveir. Georg og Jón Þór Birgisson, Jónsi. Um þessar mundir eru 20 ár liðin frá útgáfu þriðju plötu Sigur Rósar sem átti eftir að reynast ein vinsælasta plata íslenskrar tónlistarsögu. Ágætis byrjun hét platan og kom út árið 1999. Þá samanstóð sveitin af Jónsa, Georg og Ágústi Ævari Gunnarssyni, og kölluðu þeir sig skytturnar þrjár. Þá var D‘Artagnan, hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson nýlega genginn til liðs við sveitina. Ágætis byrjun átti eftir að reynast endalok Ágústs Ævars í sveitinni en skömmu eftir útgáfu plötunnar hætti hann og við stöðu hans við trommurnar tók Orri Páll Dýrason. Í tilefni af tuttugu ára afmæli Ágætis byrjunar efndu sveitarmenn til hlustunarteitis. Gestir hlustuðu á tuttugu ára gamla upptöku frá tónleikum sem haldnir voru, jú tuttugu árum áður.Af því tilefni ræddi Kastljós við þá Georg og Kjartan Sveinsson. Þar greindi Georg eins og áður segir frá framtíðarhorfum sveitarinnar en hinn meðlimur sveitarinnar, Jónsi, sá sér ekki fært um að mæta vegna skuldbindinga erlendis. Þá ræddu félagarnir stuttlega um skattamálin sem hafa vakið mikla athygli undanfarið en þeir Georg og Kjartan voru vissir um að málið skyggði ekkert á gleðina á 20 ára afmælinu. „Þarna varð handvömm, við réðum fólk til þess að sjá um þessa hluti fyrir okkur sjálfir. Þarna varð einhverjum á í messunni og við erum búnir að semja við skattinn um að borga það sem við eigum að gera. Við borgum okkar skatta glaðir, sagði Kjartan en bætti við að fyrir lægi ákæra sökum stórfelldrar vangár. Kumpánarnir láta hins vegar skattavandræðin ekki hafa nein áhrif á gleðina, „Það er gaman hjá okkur, það eru 20 ár síðan Ágætis byrjun kom út og því ber að fagna, sagði Georg Hólm, einn tveggja eftirstandandi meðlima Sigur Rósar. Sigur Rós Tónlist Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
„Við gerum þetta á meðan þetta er gaman, eins og fótboltamenn segja,“ sagði Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, spurður út í framtíð hljómsveitarinnar en eins og stendur eru meðlimir hljómsveitarinnar einungis tveir. Georg og Jón Þór Birgisson, Jónsi. Um þessar mundir eru 20 ár liðin frá útgáfu þriðju plötu Sigur Rósar sem átti eftir að reynast ein vinsælasta plata íslenskrar tónlistarsögu. Ágætis byrjun hét platan og kom út árið 1999. Þá samanstóð sveitin af Jónsa, Georg og Ágústi Ævari Gunnarssyni, og kölluðu þeir sig skytturnar þrjár. Þá var D‘Artagnan, hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson nýlega genginn til liðs við sveitina. Ágætis byrjun átti eftir að reynast endalok Ágústs Ævars í sveitinni en skömmu eftir útgáfu plötunnar hætti hann og við stöðu hans við trommurnar tók Orri Páll Dýrason. Í tilefni af tuttugu ára afmæli Ágætis byrjunar efndu sveitarmenn til hlustunarteitis. Gestir hlustuðu á tuttugu ára gamla upptöku frá tónleikum sem haldnir voru, jú tuttugu árum áður.Af því tilefni ræddi Kastljós við þá Georg og Kjartan Sveinsson. Þar greindi Georg eins og áður segir frá framtíðarhorfum sveitarinnar en hinn meðlimur sveitarinnar, Jónsi, sá sér ekki fært um að mæta vegna skuldbindinga erlendis. Þá ræddu félagarnir stuttlega um skattamálin sem hafa vakið mikla athygli undanfarið en þeir Georg og Kjartan voru vissir um að málið skyggði ekkert á gleðina á 20 ára afmælinu. „Þarna varð handvömm, við réðum fólk til þess að sjá um þessa hluti fyrir okkur sjálfir. Þarna varð einhverjum á í messunni og við erum búnir að semja við skattinn um að borga það sem við eigum að gera. Við borgum okkar skatta glaðir, sagði Kjartan en bætti við að fyrir lægi ákæra sökum stórfelldrar vangár. Kumpánarnir láta hins vegar skattavandræðin ekki hafa nein áhrif á gleðina, „Það er gaman hjá okkur, það eru 20 ár síðan Ágætis byrjun kom út og því ber að fagna, sagði Georg Hólm, einn tveggja eftirstandandi meðlima Sigur Rósar.
Sigur Rós Tónlist Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira