Ekið upp Laugaveginn þangað til vegkaflinn verður göngugata Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2019 13:00 Frá Laugaveginum. Í sumar er göngugötusvæðið á Laugavegi jafnframt minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg. Vísir/vilhelm Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. Formaður skipulagsráðs segir breytingarnar gerðar til frambúðar, meðal annars til að koma í veg fyrir að ökumenn aki inn á göngugötusvæði. Tillaga um þessa breyttu tilhögun var samþykkt af skipulags- og samgönguráði í byrjun apríl og tekur gildi klukkan átta í fyrramálið. Þá verður, eins og áður, ekið niður Laugaveg frá Hlemmi en nú má aðeins aka niður að Frakkastíg og þaðan er einstefna niður á Hverfisgötu. Í sumar er göngugötusvæðið á Laugavegi jafnframt minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg.Keyrt verður úr mismunandi áttum að Frakkastíg þar sem einstefna niður á Hverfisgötu tekur við.ReykjavíkSigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að ýmsar ástæður liggi að baki breytingunum. Hún segir tilhögunina þó ekki tengjast beint framkvæmdum sem nú standa yfir á Hverfisgötu en þær muni samt sem áður koma til með að bæta flæði umferðar á framkvæmdasvæðinu.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþór„Aðalatriðið er það að við erum að breyta aksturstefnunni til að bæta flæðið þarna í miðbænum en líka til þess að koma í veg fyrir að ökumenn aki óafvitandi inn á göngugötusvæðið en það hefur borið mjög mikið á því síðustu ár.“ Þá verður gripið til ýmissa ráða til að vekja athygli ökumanna á breyttri akstursstefnu. Þannig hefur til að mynda verið málaður stór og litríkur hringur á gatnamót Laugavegar og Frakkastígs.Hringurinn á gatnamótum Laugavegs og Frakkastígs.Reykjavík„Það er verið að vinna í mjög áberandi yfirborðsmerkingum á svæðinu og á Laugaveginum og svo verður allt svæðið skiltað líka vel þannig að þetta fari nú ekkert á milli mála.“ Sigurborg segir breytinguna gerða til frambúðar og á ekki von á því að akstursstefnunni verði komið aftur í fyrra horf. Næsta breyting verði svo þegar umræddur vegkafli heyri loksins undir göngugötusvæðið á Laugaveginum. Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sumarlokanir í gildi í Reykjavík Opnaðar verða göngugötur í miðborginni í dag og verða þær opnar til 1. október. 1. maí 2019 10:00 Tókust á um göngugötur í borgarstjórn: „Hatrið á fjölskyldubílnum“ Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að göngugatnavæðing meirihlutans í borginni einkenndist af hatri á fjölskyldubílnum. 16. apríl 2019 17:13 Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu Rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur eru langflestir ósáttir við áformaða lokun verslunargatna fyrir bílaumferð. Meirihlutinn í borginni var harðlega gagnrýndur fyrir samráðsleysi á fundi á vegum Miðbæjarfélagsins í gær. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. Formaður skipulagsráðs segir breytingarnar gerðar til frambúðar, meðal annars til að koma í veg fyrir að ökumenn aki inn á göngugötusvæði. Tillaga um þessa breyttu tilhögun var samþykkt af skipulags- og samgönguráði í byrjun apríl og tekur gildi klukkan átta í fyrramálið. Þá verður, eins og áður, ekið niður Laugaveg frá Hlemmi en nú má aðeins aka niður að Frakkastíg og þaðan er einstefna niður á Hverfisgötu. Í sumar er göngugötusvæðið á Laugavegi jafnframt minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg.Keyrt verður úr mismunandi áttum að Frakkastíg þar sem einstefna niður á Hverfisgötu tekur við.ReykjavíkSigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að ýmsar ástæður liggi að baki breytingunum. Hún segir tilhögunina þó ekki tengjast beint framkvæmdum sem nú standa yfir á Hverfisgötu en þær muni samt sem áður koma til með að bæta flæði umferðar á framkvæmdasvæðinu.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþór„Aðalatriðið er það að við erum að breyta aksturstefnunni til að bæta flæðið þarna í miðbænum en líka til þess að koma í veg fyrir að ökumenn aki óafvitandi inn á göngugötusvæðið en það hefur borið mjög mikið á því síðustu ár.“ Þá verður gripið til ýmissa ráða til að vekja athygli ökumanna á breyttri akstursstefnu. Þannig hefur til að mynda verið málaður stór og litríkur hringur á gatnamót Laugavegar og Frakkastígs.Hringurinn á gatnamótum Laugavegs og Frakkastígs.Reykjavík„Það er verið að vinna í mjög áberandi yfirborðsmerkingum á svæðinu og á Laugaveginum og svo verður allt svæðið skiltað líka vel þannig að þetta fari nú ekkert á milli mála.“ Sigurborg segir breytinguna gerða til frambúðar og á ekki von á því að akstursstefnunni verði komið aftur í fyrra horf. Næsta breyting verði svo þegar umræddur vegkafli heyri loksins undir göngugötusvæðið á Laugaveginum.
Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sumarlokanir í gildi í Reykjavík Opnaðar verða göngugötur í miðborginni í dag og verða þær opnar til 1. október. 1. maí 2019 10:00 Tókust á um göngugötur í borgarstjórn: „Hatrið á fjölskyldubílnum“ Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að göngugatnavæðing meirihlutans í borginni einkenndist af hatri á fjölskyldubílnum. 16. apríl 2019 17:13 Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu Rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur eru langflestir ósáttir við áformaða lokun verslunargatna fyrir bílaumferð. Meirihlutinn í borginni var harðlega gagnrýndur fyrir samráðsleysi á fundi á vegum Miðbæjarfélagsins í gær. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Sumarlokanir í gildi í Reykjavík Opnaðar verða göngugötur í miðborginni í dag og verða þær opnar til 1. október. 1. maí 2019 10:00
Tókust á um göngugötur í borgarstjórn: „Hatrið á fjölskyldubílnum“ Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að göngugatnavæðing meirihlutans í borginni einkenndist af hatri á fjölskyldubílnum. 16. apríl 2019 17:13
Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu Rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur eru langflestir ósáttir við áformaða lokun verslunargatna fyrir bílaumferð. Meirihlutinn í borginni var harðlega gagnrýndur fyrir samráðsleysi á fundi á vegum Miðbæjarfélagsins í gær. 20. mars 2019 06:15