Fréttamenn fordæma handtöku Assange og ákvörðun innanríkisráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2019 12:25 Félag fréttamanna RÚV skora á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að Assange verði ekki framseldur til Bandaríkjanna. Það væri í samræmi við þingsályktun Alþingis um að Ísland ætti að skapa sér sérstöðu á sviði tjáningar- og upplýsingafrelsis. Vísir/Vilhelm Félag fréttamanna RÚV fordæmir harðlega handtöku Julians Assange, stofnanda WikiLeaks, í sendiráði Ekvadors. Félagið mótmælir einnig ákvörðun innanríkisráðherra Bretlands um að samþykkja beiðni bandarískra stjórnvalda um framsal. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi fréttamanna RÚV. „Bandaríkin hafa ákært Assange fyrir landráð. Ákærurnar varða meintar ólögmætar tilraunir Assange til að verða sér úti um og birta gögn er varða þjóðaröryggi og með því brjóta lög um njósnastarfsemi. Assange, Chelsea Manning og Wikileaks uppljóstruðu meðal annars um árásir Bandaríkjahers á saklausa borgara og áttu þær upplýsingar mikið erindi við almenning.“ Fréttamennirnir segja framgöngu Bandaríkjanna í málinu vera ógn við frelsi fjölmiðla. „Hætt er við því að mannréttindi Assange verði þar fyrir borð borin þar sem stjórnvöld ganga fram af mikilli og ómaklegri hörku í máli hans. Með ákæru bandarískra stjórnvalda gegn Assange og hugsanlegu framsali Breta á honum til Bandaríkjanna er einnig vegið gróflega að heimildavernd fjölmiðla. Vernd sem hefur verið kveðið skýrt á um í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu að sé meðal grunnskilyrða fyrir tjáningarfrelsi fjölmiðla. Án slíkrar verndar kynnu heimildarmenn að forðast það að veita fjölmiðlum upplýsingar í málum er varða hagsmuni almennings. Af því kann að leiða að grafið verði undan eftirlitshlutverki fjölmiðla og dregið verði úr möguleikum þeirra til að miðla nákvæmum og áreiðanlegum upplýsingum,“ segir í tilkynningunni. Fréttamenn RÚV skora á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að Assange verði ekki framseldur til Bandaríkjanna. „Alþingi samþykkti eftir hrun þingsályktun um að Ísland ætti að skapa sér sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Lengi var lítið um efndir en nú hafa verið stigin skref í átt að því að standa við ályktunina þótt að lengra megi og verði að ganga. Félagið skorar á stjórnvöld að starfa í anda þingsályktunarinnar frá 16. júní 2010, innan lands jafnt sem utan, og beita sér fyrir tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi,“ segir í tilkynningunni. „Lýðræði þrífst ekki án sjálfstæðra fjölmiðla. Sjálfstæðir fjölmiðlar þrífast vart ef stjórnvöld ofsækja uppljóstrara sem koma upplýsingum á framfæri.“ Bretland Ekvador Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03 Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 „Ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“ Kristinn segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki komið honum á óvart að innanríkisráðherrann hefði skrifað undir framsalsbeiðnina. Í gangi sé „ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“. 13. júní 2019 10:25 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Sjá meira
Félag fréttamanna RÚV fordæmir harðlega handtöku Julians Assange, stofnanda WikiLeaks, í sendiráði Ekvadors. Félagið mótmælir einnig ákvörðun innanríkisráðherra Bretlands um að samþykkja beiðni bandarískra stjórnvalda um framsal. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi fréttamanna RÚV. „Bandaríkin hafa ákært Assange fyrir landráð. Ákærurnar varða meintar ólögmætar tilraunir Assange til að verða sér úti um og birta gögn er varða þjóðaröryggi og með því brjóta lög um njósnastarfsemi. Assange, Chelsea Manning og Wikileaks uppljóstruðu meðal annars um árásir Bandaríkjahers á saklausa borgara og áttu þær upplýsingar mikið erindi við almenning.“ Fréttamennirnir segja framgöngu Bandaríkjanna í málinu vera ógn við frelsi fjölmiðla. „Hætt er við því að mannréttindi Assange verði þar fyrir borð borin þar sem stjórnvöld ganga fram af mikilli og ómaklegri hörku í máli hans. Með ákæru bandarískra stjórnvalda gegn Assange og hugsanlegu framsali Breta á honum til Bandaríkjanna er einnig vegið gróflega að heimildavernd fjölmiðla. Vernd sem hefur verið kveðið skýrt á um í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu að sé meðal grunnskilyrða fyrir tjáningarfrelsi fjölmiðla. Án slíkrar verndar kynnu heimildarmenn að forðast það að veita fjölmiðlum upplýsingar í málum er varða hagsmuni almennings. Af því kann að leiða að grafið verði undan eftirlitshlutverki fjölmiðla og dregið verði úr möguleikum þeirra til að miðla nákvæmum og áreiðanlegum upplýsingum,“ segir í tilkynningunni. Fréttamenn RÚV skora á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að Assange verði ekki framseldur til Bandaríkjanna. „Alþingi samþykkti eftir hrun þingsályktun um að Ísland ætti að skapa sér sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Lengi var lítið um efndir en nú hafa verið stigin skref í átt að því að standa við ályktunina þótt að lengra megi og verði að ganga. Félagið skorar á stjórnvöld að starfa í anda þingsályktunarinnar frá 16. júní 2010, innan lands jafnt sem utan, og beita sér fyrir tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi,“ segir í tilkynningunni. „Lýðræði þrífst ekki án sjálfstæðra fjölmiðla. Sjálfstæðir fjölmiðlar þrífast vart ef stjórnvöld ofsækja uppljóstrara sem koma upplýsingum á framfæri.“
Bretland Ekvador Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03 Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 „Ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“ Kristinn segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki komið honum á óvart að innanríkisráðherrann hefði skrifað undir framsalsbeiðnina. Í gangi sé „ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“. 13. júní 2019 10:25 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Sjá meira
Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03
Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33
„Ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“ Kristinn segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki komið honum á óvart að innanríkisráðherrann hefði skrifað undir framsalsbeiðnina. Í gangi sé „ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“. 13. júní 2019 10:25