Tilbúinn að taka við upplýsingum um mótframbjóðanda þó þær komi frá erlendum ríkisstjórnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2019 11:26 Bandaríkjaforseti hefur aldrei hringt í alríkislögregluna. WH/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mögulega vera reiðubúinn að taka við upplýsingum frá erlendum ríkisstjórnum um mótframbjóðanda sinn í forsetakosningum Bandaríkjanna á næsta ári. Ekki sé víst að hann myndi láta bandarísku alríkislögregluna, FBI, vita ef hann fengi tilboð um að nálgast slíkar upplýsingar, þrátt fyrir það mikla fár í kringum samskipti framboðs hans við Rússa í aðdraganda kosninganna 2016. Í viðtali við bandaríska miðilinn ABC sagðist Trump vera opinn fyrir því að taka við upplýsingum sem gætu komið höggi á andstæðing hans í kosningunum, þrátt fyrir að þær kæmu frá ríkisstjórnum erlendra ríkja. Hann sagði ólíklegt að hann kynni að hafa samband við FBI vegna slíks máls, en honum gæti þó hugnast að gera bæði. Það er, taka við upplýsingunum og láta alríkislögregluna vita af afskiptum erlendra aðila af kosningunum.EXCLUSIVE: Pres. Trump tells @GStephanopoulos he wouldn't necessarily alert the FBI if approached by foreign figures with information on his 2020 opponent: "It’s not an interference. They have information. I think I’d take it." https://t.co/yWRxMOaFqWpic.twitter.com/qwLw53s5yc — ABC News (@ABC) June 12, 2019 „Ég held að maður gæti viljað hlusta, það er ekkert að því að hlusta. Ef einhver hringdi frá öðru landi, til dæmis Noregi, [og segði] „ég er með upplýsingar um andstæðing þinn,“ þá held ég að ég myndi vilja heyra meira,“ sagði Trump í viðtalinu þar sem hann hafnaði því að hægt væri að líta á upplýsingar um mótframbjóðanda sinn, sem komnar væru frá erlendri ríkisstjórn, sem afskipti erlendra aðila af kosningunum. „Það eru ekki afskipti, þeir [erlendir aðilar] eru með upplýsingar. Ég held að ég myndi taka þeim,“ sagði forsetinn og bætti við að hann myndi mögulega hafa samband við alríkislögregluna ef hann teldi „eitthvað vera að,“ en fór þó ekki nánar út í hvað það merkti í hans huga að eitthvað væri í slíkum tilfellum. Hann sagði einnig að allir þingmenn Bandaríkjanna léku svipaðan leik í kosningabaráttu sinni. „Þegar þú talar hreinskilnislega við þingmenn kemstu að því að þeir gera þetta allir, og hafa alltaf gert. Þannig er það bara. Þetta kallast að rannsaka andstæðinginn.“ Trump beindi athyglinni að syni sínum, Donald Trump yngri, sem eins og frægt er orðið fundaði með fulltrúa rússneskra yfirvalda í því skyni að verða framboði föður síns mögulega úti um upplýsingar sem gætu komið höggi á Hillary Clinton í aðdraganda kosninganna 2016.Donald Trump Jr.Leigh Vogel/Getty„Einhver kemur til þín og segist vera með upplýsingar um andstæðing þinn, hringir þú þá í alríkislögregluna?“ spurði Trump í því samhengi. „Ég skal segja þér það, ég hef séð margt í gegn um ævina. Ég hef aldrei hringt í alríkislögregluna í lífi mínu. Maður hringir ekkert í alríkislögregluna. Þú rekur einhvern út af skrifstofunni þinni, þú gerir það sem þú gerir. Góði besti, lífið virkar ekki þannig,“ sagði Trump við blaðamanninn George Stephanopoulos. Stephanopoulos benti Trump á að forstjóri alríkislögreglunnar, Christopher Wray, hefði í síðasta mánuði sagt í vitnisburði fyrir Bandaríkjaþingi að alríkislögreglan myndi vilja vita um hvers kyns tilraunir erlendra aðila til að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. „Forstjóri alríkislögreglunnar hefur rangt fyrir sér,“ sagði Trump þá. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mögulega vera reiðubúinn að taka við upplýsingum frá erlendum ríkisstjórnum um mótframbjóðanda sinn í forsetakosningum Bandaríkjanna á næsta ári. Ekki sé víst að hann myndi láta bandarísku alríkislögregluna, FBI, vita ef hann fengi tilboð um að nálgast slíkar upplýsingar, þrátt fyrir það mikla fár í kringum samskipti framboðs hans við Rússa í aðdraganda kosninganna 2016. Í viðtali við bandaríska miðilinn ABC sagðist Trump vera opinn fyrir því að taka við upplýsingum sem gætu komið höggi á andstæðing hans í kosningunum, þrátt fyrir að þær kæmu frá ríkisstjórnum erlendra ríkja. Hann sagði ólíklegt að hann kynni að hafa samband við FBI vegna slíks máls, en honum gæti þó hugnast að gera bæði. Það er, taka við upplýsingunum og láta alríkislögregluna vita af afskiptum erlendra aðila af kosningunum.EXCLUSIVE: Pres. Trump tells @GStephanopoulos he wouldn't necessarily alert the FBI if approached by foreign figures with information on his 2020 opponent: "It’s not an interference. They have information. I think I’d take it." https://t.co/yWRxMOaFqWpic.twitter.com/qwLw53s5yc — ABC News (@ABC) June 12, 2019 „Ég held að maður gæti viljað hlusta, það er ekkert að því að hlusta. Ef einhver hringdi frá öðru landi, til dæmis Noregi, [og segði] „ég er með upplýsingar um andstæðing þinn,“ þá held ég að ég myndi vilja heyra meira,“ sagði Trump í viðtalinu þar sem hann hafnaði því að hægt væri að líta á upplýsingar um mótframbjóðanda sinn, sem komnar væru frá erlendri ríkisstjórn, sem afskipti erlendra aðila af kosningunum. „Það eru ekki afskipti, þeir [erlendir aðilar] eru með upplýsingar. Ég held að ég myndi taka þeim,“ sagði forsetinn og bætti við að hann myndi mögulega hafa samband við alríkislögregluna ef hann teldi „eitthvað vera að,“ en fór þó ekki nánar út í hvað það merkti í hans huga að eitthvað væri í slíkum tilfellum. Hann sagði einnig að allir þingmenn Bandaríkjanna léku svipaðan leik í kosningabaráttu sinni. „Þegar þú talar hreinskilnislega við þingmenn kemstu að því að þeir gera þetta allir, og hafa alltaf gert. Þannig er það bara. Þetta kallast að rannsaka andstæðinginn.“ Trump beindi athyglinni að syni sínum, Donald Trump yngri, sem eins og frægt er orðið fundaði með fulltrúa rússneskra yfirvalda í því skyni að verða framboði föður síns mögulega úti um upplýsingar sem gætu komið höggi á Hillary Clinton í aðdraganda kosninganna 2016.Donald Trump Jr.Leigh Vogel/Getty„Einhver kemur til þín og segist vera með upplýsingar um andstæðing þinn, hringir þú þá í alríkislögregluna?“ spurði Trump í því samhengi. „Ég skal segja þér það, ég hef séð margt í gegn um ævina. Ég hef aldrei hringt í alríkislögregluna í lífi mínu. Maður hringir ekkert í alríkislögregluna. Þú rekur einhvern út af skrifstofunni þinni, þú gerir það sem þú gerir. Góði besti, lífið virkar ekki þannig,“ sagði Trump við blaðamanninn George Stephanopoulos. Stephanopoulos benti Trump á að forstjóri alríkislögreglunnar, Christopher Wray, hefði í síðasta mánuði sagt í vitnisburði fyrir Bandaríkjaþingi að alríkislögreglan myndi vilja vita um hvers kyns tilraunir erlendra aðila til að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. „Forstjóri alríkislögreglunnar hefur rangt fyrir sér,“ sagði Trump þá.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira