Uppþvottaburstar teknir af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. júní 2019 13:36 Hér má sjá þegar þvottabursti var réttur framan í Emre Belozoglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Getty Allir uppþvottaburstar verða gerðir upptækir á Laugardalsvelli í kvöld, mæti stuðningsmenn með bursta á leikinn gæti KSÍ þurft að sæta þunga refsingu frá UEFA. RÚV greindi frá þessu nú í hádeginu. Mikil læti hafa verið í kringum komu tyrkneska karlalandsliðsins í fótbolta hingað til lands, þá helst í kringum belgíska manninn sem otaði uppþvottabursta að fyrirliða tyrkneska liðsins í viðtali á Laugardalsvelli. Tyrkir túlka þetta sem kynþáttaníð og ef einhverjir stuðningsmenn íslenska landsliðsins mæta með uppþvottabursta á Laugardalsvöll þá er það túlkað sem kynþáttaníð. „Tyrkirnir taka þetta sem kynþáttaníð. Okkar stuðningsmenn hafa aldrei verið uppvísir að því að vera með kynþáttaníð á okkar heimavelli. Við höfum haft spurnir að því að einhverjum finnist þetta fyndið,“ er haft eftir Víði Reynissyni, öryggisfulltrúa KSÍ, á heimasíðu RÚV. Kynþáttaníð hefur verið nokkuð áberandi síðustu misseri innan fótboltahreyfingarinnar og hefur UEFA brugðið á það ráð að refsa þeim löndum sem gerast sök um kynþáttaníð með því að spila leiki fyrir luktum dyrum. Því mun KSÍ taka allt sem flokkast getur sem kynþáttaníð af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli í kvöld, uppþvottabursta eða hvað annað. Fari svo að fólk komist inn á völlinn með bursta gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir KSÍ, háa sekt eða heimaleik fyrir luktum dyrum. Þegar tyrkneska liðið lenti á Keflavíkurflugvelli á sunnudag þurftu þeir að fara í gegnum ítarlega öryggisleit þar sem þeir komu frá flugvelli sem ekki er vottaður af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum. Tyrkir voru ósáttir með þetta og kvörtuðu tyrknesk stjórnvöld formlega til utanríkisráðuneytisins yfir meðferðinni. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði við RÚV að viðbrögð Tyrkja hafi komið sér á óvart. „Mér finnst þau ekki vera í neinu samræmi við efni máls. Við tókum það alvarlega þegar hér koma athugasemdir og skoðuðum það mjög vel,“ sagði Guðlaugur Þór. EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sport Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Allir uppþvottaburstar verða gerðir upptækir á Laugardalsvelli í kvöld, mæti stuðningsmenn með bursta á leikinn gæti KSÍ þurft að sæta þunga refsingu frá UEFA. RÚV greindi frá þessu nú í hádeginu. Mikil læti hafa verið í kringum komu tyrkneska karlalandsliðsins í fótbolta hingað til lands, þá helst í kringum belgíska manninn sem otaði uppþvottabursta að fyrirliða tyrkneska liðsins í viðtali á Laugardalsvelli. Tyrkir túlka þetta sem kynþáttaníð og ef einhverjir stuðningsmenn íslenska landsliðsins mæta með uppþvottabursta á Laugardalsvöll þá er það túlkað sem kynþáttaníð. „Tyrkirnir taka þetta sem kynþáttaníð. Okkar stuðningsmenn hafa aldrei verið uppvísir að því að vera með kynþáttaníð á okkar heimavelli. Við höfum haft spurnir að því að einhverjum finnist þetta fyndið,“ er haft eftir Víði Reynissyni, öryggisfulltrúa KSÍ, á heimasíðu RÚV. Kynþáttaníð hefur verið nokkuð áberandi síðustu misseri innan fótboltahreyfingarinnar og hefur UEFA brugðið á það ráð að refsa þeim löndum sem gerast sök um kynþáttaníð með því að spila leiki fyrir luktum dyrum. Því mun KSÍ taka allt sem flokkast getur sem kynþáttaníð af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli í kvöld, uppþvottabursta eða hvað annað. Fari svo að fólk komist inn á völlinn með bursta gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir KSÍ, háa sekt eða heimaleik fyrir luktum dyrum. Þegar tyrkneska liðið lenti á Keflavíkurflugvelli á sunnudag þurftu þeir að fara í gegnum ítarlega öryggisleit þar sem þeir komu frá flugvelli sem ekki er vottaður af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum. Tyrkir voru ósáttir með þetta og kvörtuðu tyrknesk stjórnvöld formlega til utanríkisráðuneytisins yfir meðferðinni. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði við RÚV að viðbrögð Tyrkja hafi komið sér á óvart. „Mér finnst þau ekki vera í neinu samræmi við efni máls. Við tókum það alvarlega þegar hér koma athugasemdir og skoðuðum það mjög vel,“ sagði Guðlaugur Þór.
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sport Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira