Hvaða ellefu leikmenn fá traustið hjá Hamrén gegn funheitum Tyrkjum? Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2019 11:00 Erik Hamrén er landsliðsþjálfari Íslands. Hér sést hann á æfingu í Laugardalnum. vísir/vilhelm Tyrkland hefur verið á fljúgandi siglingu í H-riðli okkar Íslendinga í undankeppni EM 2020 sem verður haldin víða um Evrópu. Þeir heimsækja Laugardalsvöllinn í kvöld. Tyrkir hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum; 2-0 gegn Albaníu, 4-0 gegn Moldóvu og 2-0 gegn Frökkum. Þeir hafa enn ekki fengið á sig mark og það verður því erfitt verkefni sem bíður íslenska landsliðsins í kvöld. Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, byrjaði með Hjört Hermansson í hægri bakverðinum gegn Albaníu en Birkir Már Sævarsson, sem hefur átt hægri bakvarðarstöðuna undanfarin ár, var utan hóps. Hjörtur gerði vel í leiknum og líklegt er að Hjörtur haldi sætinu í bakverðinum við hliðina á Ragnari Sigurðssyni og Kára Árnasyni sem verða í miðverðinum. Ari Freyr Skúlason var vinstri bakvörður gegn Albaníu en spurning er hvort að Hamrén vilji fá meiri styrk og hæð fyrir leikinn í kvöld. Þá kemur Hörður Björgvin Magnússon inn í liðið.Hjörtur spilaði í hægri bakverðinum á laugardaginn og gerði það vel.vísir/vilhelmHetja Íslands frá því í leiknum gegn Albaníu, Jóhann Berg Guðmundsson, er tæpur og óvíst er hvort að hann nái leiknum í kvöld. Birkir Bjarnason er einnig tæpur en hann æfði ekki með liðinu í gær. Fari svo að Jóhann Berg sé ekki leikfær eru líkur á að annar ungu leikmannanna í hópnum, Arnór Sigurðsson eða Albert Guðmundsson, eða Arnór Ingvi Traustason komi inn í liðið og fari á kantinn. Allir eru þeir afskaplega flinkir leikmenn og geta tekið leikmenn á með hraða sínum og tækni en verði Ísland án Jóhanns Bergs verður það mikill missir enda einn besti leikmaður liðsins. Birkir Bjarnason byrjaði á miðsvæðinu gegn Albaníu og Rúnar Már Sigurjónsson úti á vinstri kantinum. Emil Hallfreðsson er á varamannabekknum og er líklegur til þess að fylla skarð Birkis verði hann ekki með í kvöld en líklegt má telja að Rúnar haldi sæti sínum eftir fína frammistöðu um helgina.Byrjar Viðar aftur í kvöld?vísir/vilhelmÓvíst er hver verður í fremstu víglínu. Viðar Örn Kjartansson spilaði í tæpan klukkutíma gegn Albaníu en komst lítið í takt við leikinn enda var íslenska liðið ekki að skapa sér mörg færi eða mikið inn á vallarhelmingi Albana. Jón Daði Böðvarsson var ónotaður varamaður á laugardaginn en Kolbeinn Sigþórsson spilaði í um 30 mínútur. Kolbeinn hefur verið að glíma við erfið meiðsli og ólíklegt að hann geti byrjað leikinn í kvöld. Þó má telja líklegt að hann komi við sögu á einhverjum tímapunkti. Það verður því annað hvort Jón Daði eða Viðar Örn sem byrja sem fremsti maður í kvöld en Jón Daði hefur fundið sig vel á móti Tyrkjum í síðustu undankeppnum. Hann er afskaplega duglegur framherji sem lætur varnarmenn andstæðingana aldrei í friði. Þetta kemur allt saman í ljós upp úr kringum 17.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 18.45. Fylgst verður vel með honum á Vísi og honum gerð góð skil í kvöld. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00 Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37 Óvíst með þátttöku Jóhanns og Birkis gegn Tyrkjum Tveir af lykilmönnum íslenska landsliðsins æfðu ekki með því í morgun. Ekki liggur fyrir hvort þeir geti spilað gegn Tyrklandi annað kvöld. 10. júní 2019 13:03 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Tyrkland hefur verið á fljúgandi siglingu í H-riðli okkar Íslendinga í undankeppni EM 2020 sem verður haldin víða um Evrópu. Þeir heimsækja Laugardalsvöllinn í kvöld. Tyrkir hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum; 2-0 gegn Albaníu, 4-0 gegn Moldóvu og 2-0 gegn Frökkum. Þeir hafa enn ekki fengið á sig mark og það verður því erfitt verkefni sem bíður íslenska landsliðsins í kvöld. Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, byrjaði með Hjört Hermansson í hægri bakverðinum gegn Albaníu en Birkir Már Sævarsson, sem hefur átt hægri bakvarðarstöðuna undanfarin ár, var utan hóps. Hjörtur gerði vel í leiknum og líklegt er að Hjörtur haldi sætinu í bakverðinum við hliðina á Ragnari Sigurðssyni og Kára Árnasyni sem verða í miðverðinum. Ari Freyr Skúlason var vinstri bakvörður gegn Albaníu en spurning er hvort að Hamrén vilji fá meiri styrk og hæð fyrir leikinn í kvöld. Þá kemur Hörður Björgvin Magnússon inn í liðið.Hjörtur spilaði í hægri bakverðinum á laugardaginn og gerði það vel.vísir/vilhelmHetja Íslands frá því í leiknum gegn Albaníu, Jóhann Berg Guðmundsson, er tæpur og óvíst er hvort að hann nái leiknum í kvöld. Birkir Bjarnason er einnig tæpur en hann æfði ekki með liðinu í gær. Fari svo að Jóhann Berg sé ekki leikfær eru líkur á að annar ungu leikmannanna í hópnum, Arnór Sigurðsson eða Albert Guðmundsson, eða Arnór Ingvi Traustason komi inn í liðið og fari á kantinn. Allir eru þeir afskaplega flinkir leikmenn og geta tekið leikmenn á með hraða sínum og tækni en verði Ísland án Jóhanns Bergs verður það mikill missir enda einn besti leikmaður liðsins. Birkir Bjarnason byrjaði á miðsvæðinu gegn Albaníu og Rúnar Már Sigurjónsson úti á vinstri kantinum. Emil Hallfreðsson er á varamannabekknum og er líklegur til þess að fylla skarð Birkis verði hann ekki með í kvöld en líklegt má telja að Rúnar haldi sæti sínum eftir fína frammistöðu um helgina.Byrjar Viðar aftur í kvöld?vísir/vilhelmÓvíst er hver verður í fremstu víglínu. Viðar Örn Kjartansson spilaði í tæpan klukkutíma gegn Albaníu en komst lítið í takt við leikinn enda var íslenska liðið ekki að skapa sér mörg færi eða mikið inn á vallarhelmingi Albana. Jón Daði Böðvarsson var ónotaður varamaður á laugardaginn en Kolbeinn Sigþórsson spilaði í um 30 mínútur. Kolbeinn hefur verið að glíma við erfið meiðsli og ólíklegt að hann geti byrjað leikinn í kvöld. Þó má telja líklegt að hann komi við sögu á einhverjum tímapunkti. Það verður því annað hvort Jón Daði eða Viðar Örn sem byrja sem fremsti maður í kvöld en Jón Daði hefur fundið sig vel á móti Tyrkjum í síðustu undankeppnum. Hann er afskaplega duglegur framherji sem lætur varnarmenn andstæðingana aldrei í friði. Þetta kemur allt saman í ljós upp úr kringum 17.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 18.45. Fylgst verður vel með honum á Vísi og honum gerð góð skil í kvöld.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00 Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37 Óvíst með þátttöku Jóhanns og Birkis gegn Tyrkjum Tveir af lykilmönnum íslenska landsliðsins æfðu ekki með því í morgun. Ekki liggur fyrir hvort þeir geti spilað gegn Tyrklandi annað kvöld. 10. júní 2019 13:03 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00
Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37
Óvíst með þátttöku Jóhanns og Birkis gegn Tyrkjum Tveir af lykilmönnum íslenska landsliðsins æfðu ekki með því í morgun. Ekki liggur fyrir hvort þeir geti spilað gegn Tyrklandi annað kvöld. 10. júní 2019 13:03
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð