Fjórar milljónir sparast við að hætta við flugeldasýningu menningarnætur Sighvatur Jónsson skrifar 28. júní 2019 12:00 Menningarnótt lýkur með tilkomumikilli flugeldasýningu. Vísir/Vilhelm Flugeldasýning á menningarnótt í Reykjavík í sumar gæti orðið sú síðasta. Innan borgarkerfisins er til umræðu að hætta að skjóta upp flugeldum vegna umhverfisáhrifa þeirra. Engin ákvörðun hefur verið tekin. Menningarnótt Reykjavíkurborgar fer fram í 24. skiptið 24. ágúst næstkomandi. Flugeldasýning afmælishátíðar Reykjavíkurborgar í sumar gæti orðið sú síðasta. „Við höfum í ljósi þessarar umræðu haft samband við og leitað leiðsagnar hjá sérfræðingum í meðal annars flugeldum og áhrifum þeirra. Við höfum fengið góðar ráðleggingar frá þeim þar sem vísað er í rannsóknir á áhrifum flugelda á umhverfið,“ segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs hjá Reykjavíkurborg. Arna segir að hugmyndin hafi verið rædd víða innan borgarkerfisins, í ráðum og hjá yfirstjórn. Að hætta við flugeldasýninguna er hluti aðgerða sem borgaryfirvöld íhuga að grípa til í umhverfismálum. Meðal þess sem kemur fram í sérfræðiáliti um neikvæð umhverfisáhrif skipulagðra flugeldasýninga er að jarðvegsmengun geti verið nokkur þar sem sýningar fara fram. Þá er vísað til rannsókna sem leiða í ljós að marktæk hækkun verði á meðalgildi fíns svifryks eftir flugeldasýningar. Einnig er bent á áhyggjur vegna losunar mengandi efna í sjó í nánd við þá staði þar sem flugeldasýningar fara fram. „Það er ljóst að við erum ekki að fara að slá af flugeldasýningu á þessu ári en ég held að það sé gott og hollt að hefja þessa vegferð og það er það sem við erum að gera hér hjá menningar- og ferðamálasviði og víðar í borginni veit ég,“ segir Arna Schram.En þetta gæti þá orðið síðasta flugeldasýning menningarnætur? „Ég þori ekki að fullyrða, það á eftir að taka ákvörðun um það. Það getur vel verið en það er of snemmt að segja til um það,“ segir Arna. Burtséð frá umhverfisáhrifum sparast um fjórar milljónir króna við að sleppa flugeldasýningu á menningarnótt. „Það er hægt að gera ýmislegt annað við þá fjármuni, spara þá eða nýta þá í aðra menningartengda starfsemi, aðra viðburði eða verkefni sem borgarbúar og aðrir geta notið,“ segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn Flugeldar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Flugeldasýning á menningarnótt í Reykjavík í sumar gæti orðið sú síðasta. Innan borgarkerfisins er til umræðu að hætta að skjóta upp flugeldum vegna umhverfisáhrifa þeirra. Engin ákvörðun hefur verið tekin. Menningarnótt Reykjavíkurborgar fer fram í 24. skiptið 24. ágúst næstkomandi. Flugeldasýning afmælishátíðar Reykjavíkurborgar í sumar gæti orðið sú síðasta. „Við höfum í ljósi þessarar umræðu haft samband við og leitað leiðsagnar hjá sérfræðingum í meðal annars flugeldum og áhrifum þeirra. Við höfum fengið góðar ráðleggingar frá þeim þar sem vísað er í rannsóknir á áhrifum flugelda á umhverfið,“ segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs hjá Reykjavíkurborg. Arna segir að hugmyndin hafi verið rædd víða innan borgarkerfisins, í ráðum og hjá yfirstjórn. Að hætta við flugeldasýninguna er hluti aðgerða sem borgaryfirvöld íhuga að grípa til í umhverfismálum. Meðal þess sem kemur fram í sérfræðiáliti um neikvæð umhverfisáhrif skipulagðra flugeldasýninga er að jarðvegsmengun geti verið nokkur þar sem sýningar fara fram. Þá er vísað til rannsókna sem leiða í ljós að marktæk hækkun verði á meðalgildi fíns svifryks eftir flugeldasýningar. Einnig er bent á áhyggjur vegna losunar mengandi efna í sjó í nánd við þá staði þar sem flugeldasýningar fara fram. „Það er ljóst að við erum ekki að fara að slá af flugeldasýningu á þessu ári en ég held að það sé gott og hollt að hefja þessa vegferð og það er það sem við erum að gera hér hjá menningar- og ferðamálasviði og víðar í borginni veit ég,“ segir Arna Schram.En þetta gæti þá orðið síðasta flugeldasýning menningarnætur? „Ég þori ekki að fullyrða, það á eftir að taka ákvörðun um það. Það getur vel verið en það er of snemmt að segja til um það,“ segir Arna. Burtséð frá umhverfisáhrifum sparast um fjórar milljónir króna við að sleppa flugeldasýningu á menningarnótt. „Það er hægt að gera ýmislegt annað við þá fjármuni, spara þá eða nýta þá í aðra menningartengda starfsemi, aðra viðburði eða verkefni sem borgarbúar og aðrir geta notið,“ segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórn Flugeldar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira