Brasilía skreið áfram eftir vítaspyrnukeppni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. júní 2019 07:15 Hetjurnar Brassanna, Allison og Jesus, fagna í leikslok. vísir/getty Brasilía er komin í undanúrslit á Copa America eftir að hafa lagt Paragvæ í vítaspyrnukeppni. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu. Brasilía skoraði úr fjórum af fimm vítaspyrnum sínum. Það var aðeins Roberto Firmino, leikmanni Liverpool, sem brást bogalistin. Það var Gabriel Jesus, leikmaður Man. City, sem skoraði úr síðustu spyrnu Brassanna og kom þeim áfram. Markvörður Brassanna, Allison Becker, hafði varið lokaspyrnu Paragvæa, sem og fyrstu spyrnu þeirra, og var því hetjan. Brasilía er fyrsta liðið til þess að tryggja sig inn í undanúrslitin og mun mæta sigurvegaranum úr leik Kólumbíu og Síle næst. Copa América
Brasilía er komin í undanúrslit á Copa America eftir að hafa lagt Paragvæ í vítaspyrnukeppni. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu. Brasilía skoraði úr fjórum af fimm vítaspyrnum sínum. Það var aðeins Roberto Firmino, leikmanni Liverpool, sem brást bogalistin. Það var Gabriel Jesus, leikmaður Man. City, sem skoraði úr síðustu spyrnu Brassanna og kom þeim áfram. Markvörður Brassanna, Allison Becker, hafði varið lokaspyrnu Paragvæa, sem og fyrstu spyrnu þeirra, og var því hetjan. Brasilía er fyrsta liðið til þess að tryggja sig inn í undanúrslitin og mun mæta sigurvegaranum úr leik Kólumbíu og Síle næst.
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti