Myndi styðja börnin sín ef þau væru hinsegin en er hræddur við viðbrögð samfélagsins Sylvía Hall skrifar 26. júní 2019 23:14 Prinsinn var gestur á góðgerðarsamkomu fyrir hinsegin ungmenni í dag. Vísir/Getty Vilhjálmur Bretaprins var gestur á góðgerðarsamkomu fyrir hinsegin ungmenni í London í dag. Samkoman var skipulögð af The Albert Kennedy Trust sem styður ungt hinsegin fólk sem á í hættu að verða heimilislaus eða utangáttar í samfélaginu. Prinsinn var spurður hver hans viðbrögð yrðu ef eitt barna hans væri hinsegin. Hann segist ekki hafa leitt hugann að því fyrr en hann eignaðist börn sjálfur en sagði þó að hann myndi styðja þau af heilum hug ef svo væri. „Ég byrjaði fyrst að hugsa um þetta eftir að ég eignaðist börn ef ég á að vera hreinskilinn, það er eitthvað sem gerir mig stressaðan. Þó ekki vegna þess að ég er hræddur við að þau séu hinsegin heldur snýst það frekar um pressuna sem þau munu finna fyrir og hversu mikið erfiðara líf þeirra yrði,“ sagði prinsinn.Væri erfitt í ljósi stöðu konungsfjölskyldunnar Hann segir að frá sjónarhorni foreldra sé það mikið áhyggjuefni vegna þess að enn sé að finna fordóma fyrir hinsegin samfélaginu í heiminum í dag og margar hindranir séu í þeirra vegi sem gagnkynhneigðir þurfi ekki að mæta. „Ég vildi óska þess að við byggjum í heimi þar sem þetta væri álitið venjulegt og ekkert tiltökumál,“ sagði prinsinn. Hann sagði það vera sérstaklega viðkvæmt í ljósi þeirrar stöðu sem hann og fjölskylda hans eru í verandi kóngafólk. „Það eru svo margar hindranir, hatursfull ummæli, ofsóknir, mismunun og þessháttar, það er það sem gerir mig áhyggjufullan,“ bætti hann við og sagði það væri verkefni allra að leiðrétta slíkan hugsunarhátt og gera hann hluta að fortíðinni. Prince William says he would "fully support" his child if they were gay But he would worry about the "barriers, hateful words, persecution and discrimination that might come" [Tap to expand] https://t.co/YOI7eiiENspic.twitter.com/1LEOoY1j3e — BBC News (UK) (@BBCNews) June 26, 2019 Bretland Hinsegin Kóngafólk Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira
Vilhjálmur Bretaprins var gestur á góðgerðarsamkomu fyrir hinsegin ungmenni í London í dag. Samkoman var skipulögð af The Albert Kennedy Trust sem styður ungt hinsegin fólk sem á í hættu að verða heimilislaus eða utangáttar í samfélaginu. Prinsinn var spurður hver hans viðbrögð yrðu ef eitt barna hans væri hinsegin. Hann segist ekki hafa leitt hugann að því fyrr en hann eignaðist börn sjálfur en sagði þó að hann myndi styðja þau af heilum hug ef svo væri. „Ég byrjaði fyrst að hugsa um þetta eftir að ég eignaðist börn ef ég á að vera hreinskilinn, það er eitthvað sem gerir mig stressaðan. Þó ekki vegna þess að ég er hræddur við að þau séu hinsegin heldur snýst það frekar um pressuna sem þau munu finna fyrir og hversu mikið erfiðara líf þeirra yrði,“ sagði prinsinn.Væri erfitt í ljósi stöðu konungsfjölskyldunnar Hann segir að frá sjónarhorni foreldra sé það mikið áhyggjuefni vegna þess að enn sé að finna fordóma fyrir hinsegin samfélaginu í heiminum í dag og margar hindranir séu í þeirra vegi sem gagnkynhneigðir þurfi ekki að mæta. „Ég vildi óska þess að við byggjum í heimi þar sem þetta væri álitið venjulegt og ekkert tiltökumál,“ sagði prinsinn. Hann sagði það vera sérstaklega viðkvæmt í ljósi þeirrar stöðu sem hann og fjölskylda hans eru í verandi kóngafólk. „Það eru svo margar hindranir, hatursfull ummæli, ofsóknir, mismunun og þessháttar, það er það sem gerir mig áhyggjufullan,“ bætti hann við og sagði það væri verkefni allra að leiðrétta slíkan hugsunarhátt og gera hann hluta að fortíðinni. Prince William says he would "fully support" his child if they were gay But he would worry about the "barriers, hateful words, persecution and discrimination that might come" [Tap to expand] https://t.co/YOI7eiiENspic.twitter.com/1LEOoY1j3e — BBC News (UK) (@BBCNews) June 26, 2019
Bretland Hinsegin Kóngafólk Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira