Furðuveröld sendiherrans Stefán Pálsson skrifar 26. júní 2019 08:00 Sendiherra Marokkó á Íslandi var í viðtali í Fréttablaðinu sem birtist þann 20. apríl síðastliðinn. Tilefnið var óánægja Marokkóstjórnar með að forsætisráðherra Íslands og raunar einnig fyrsti varaforseti Alþingis hefðu fundað með Brahim Ghali, leiðtoga Polisario-hreyfingarinnar. Gahli er jafnframt forseti Sahrawi lýðveldisins, sem gerir tilkall til yfirráða í Vestur-Sahara sem hefur að mestu verið hernumið af Marokkó í fjóra áratugi. Fundir þessir eru í fullu samræmi við nokkurra ára gamla samþykkt Alþingis um að íslensk stjórnvöld skuli vinna að friðsamlegri lausn deilunnar um Vestur-Sahara og að sjálfsákvörðunarréttur íbúanna skuli virtur. Engu að síður telur sendiherrann sæmandi að halda því fram að forsætisráðherra hafi látið blekkja sig með því að fallast á fundinn. Viðtalið við sendiherrann er raunar allt með miklum ólíkindablæ. Þannig skautar hún fram hjá þeirri staðreynd að engar alþjóðastofnanir viðurkenna hernám Marokkóstjórnar. Sameinuðu þjóðirnar hafa margoft lýst því yfir að ákvarða skuli framtíðarstöðu landsins með þjóðaratkvæðagreiðslu, en andstaða Marokkómanna hefur komið í veg fyrir að af því geti orðið. Vanvirðing Marokkó í garð alþjóðasamfélagsins var svo fullkomnuð fyrir fáeinum misserum þegar stjórnin í Rabat neitaði sjálfum aðalritara Sameinuðu þjóðanna að ferðast til Vestur-Sahara! Fráleitasta fullyrðing viðtalsins var þó á þessa leið: „Það býr næstum milljón á þessu svæði. Einungis örfá hundruð þeirra deila sjónarmiðum þessa manns. Þessi minnihluti þarf að vekja athygli á sér með því að ögra.“ Veruleikafirring þessara orða er slík að helst minnir á fréttatilkynningar frá einræðisríkjum þar sem valdhafar eru sagðir hafa fengið 99,9% atkvæða í kosningum. Eru Sameinuðu þjóðirnar búnar að vera með fjölmennt friðargæslulið í Vestur-Sahara um áratugaskeið út af nokkur hundruð óeirðaseggjum? Er Marokkóstjórn með tugþúsundir hermanna í landinu til að halda niðri nokkur hundruð manns sem reyna að vekja athygli á sér? Er það ástæðan fyrir að lengsti aðskilnaðarmúr á Jörðinni klýfur landið í tvennt og er umlukinn einhverju stærsta jarðsprengjubelti í heimi? Nokkur hundruð manns nær reyndar vel yfir þann fjölda sem Marokkóstjórn hefur látið hverfa á liðnum árum eða dæmt til grimmilegra refsinga, allt að ævilöngu fangelsi, fyrir að taka þátt í friðsömum mótmælagöngum eða setuverkföllum. Fjöldi mannréttindasamtaka hefur fordæmt framgöngu Marokkómanna í landinu. Nú er það skiljanlegt að diplómatar líti á það sem hlutverk sitt að halda málstað vinnuveitenda sinna á lofti, en er ekki lágmarkskrafa að þeir reyni í það minnsta að ljúga líklega? Málflutningur af þessu tagi er þó ekki óvæntur úr ranni Marokkóstjórnar. Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í viðleitni hennar til að réttlæta ólögmætt hernám. Og þegar lygunum sleppir er næsta skrefið að rífast, skammast og hreyta ónotum í þá ráðamenn sem ekki láta kúga sig til hlýðni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stefán Pálsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sendiherra Marokkó á Íslandi var í viðtali í Fréttablaðinu sem birtist þann 20. apríl síðastliðinn. Tilefnið var óánægja Marokkóstjórnar með að forsætisráðherra Íslands og raunar einnig fyrsti varaforseti Alþingis hefðu fundað með Brahim Ghali, leiðtoga Polisario-hreyfingarinnar. Gahli er jafnframt forseti Sahrawi lýðveldisins, sem gerir tilkall til yfirráða í Vestur-Sahara sem hefur að mestu verið hernumið af Marokkó í fjóra áratugi. Fundir þessir eru í fullu samræmi við nokkurra ára gamla samþykkt Alþingis um að íslensk stjórnvöld skuli vinna að friðsamlegri lausn deilunnar um Vestur-Sahara og að sjálfsákvörðunarréttur íbúanna skuli virtur. Engu að síður telur sendiherrann sæmandi að halda því fram að forsætisráðherra hafi látið blekkja sig með því að fallast á fundinn. Viðtalið við sendiherrann er raunar allt með miklum ólíkindablæ. Þannig skautar hún fram hjá þeirri staðreynd að engar alþjóðastofnanir viðurkenna hernám Marokkóstjórnar. Sameinuðu þjóðirnar hafa margoft lýst því yfir að ákvarða skuli framtíðarstöðu landsins með þjóðaratkvæðagreiðslu, en andstaða Marokkómanna hefur komið í veg fyrir að af því geti orðið. Vanvirðing Marokkó í garð alþjóðasamfélagsins var svo fullkomnuð fyrir fáeinum misserum þegar stjórnin í Rabat neitaði sjálfum aðalritara Sameinuðu þjóðanna að ferðast til Vestur-Sahara! Fráleitasta fullyrðing viðtalsins var þó á þessa leið: „Það býr næstum milljón á þessu svæði. Einungis örfá hundruð þeirra deila sjónarmiðum þessa manns. Þessi minnihluti þarf að vekja athygli á sér með því að ögra.“ Veruleikafirring þessara orða er slík að helst minnir á fréttatilkynningar frá einræðisríkjum þar sem valdhafar eru sagðir hafa fengið 99,9% atkvæða í kosningum. Eru Sameinuðu þjóðirnar búnar að vera með fjölmennt friðargæslulið í Vestur-Sahara um áratugaskeið út af nokkur hundruð óeirðaseggjum? Er Marokkóstjórn með tugþúsundir hermanna í landinu til að halda niðri nokkur hundruð manns sem reyna að vekja athygli á sér? Er það ástæðan fyrir að lengsti aðskilnaðarmúr á Jörðinni klýfur landið í tvennt og er umlukinn einhverju stærsta jarðsprengjubelti í heimi? Nokkur hundruð manns nær reyndar vel yfir þann fjölda sem Marokkóstjórn hefur látið hverfa á liðnum árum eða dæmt til grimmilegra refsinga, allt að ævilöngu fangelsi, fyrir að taka þátt í friðsömum mótmælagöngum eða setuverkföllum. Fjöldi mannréttindasamtaka hefur fordæmt framgöngu Marokkómanna í landinu. Nú er það skiljanlegt að diplómatar líti á það sem hlutverk sitt að halda málstað vinnuveitenda sinna á lofti, en er ekki lágmarkskrafa að þeir reyni í það minnsta að ljúga líklega? Málflutningur af þessu tagi er þó ekki óvæntur úr ranni Marokkóstjórnar. Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í viðleitni hennar til að réttlæta ólögmætt hernám. Og þegar lygunum sleppir er næsta skrefið að rífast, skammast og hreyta ónotum í þá ráðamenn sem ekki láta kúga sig til hlýðni.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun