Byltingin olnbogar sig inn í lífeyrissjóð Helgi Vífill Júlíusson skrifar 25. júní 2019 08:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á það til að snöggreiðast eins og er háttur margra öflugra og litríkra baráttumanna. Stundum tekst honum þó ekki að beina reiðinni í rétta átt, á réttum tíma, í réttum mæli, fyrir réttar sakir og á réttan máta, svo gripið sé í siðfræði Aristótelesar. Það geta allir látið skapið hlaupa með sig í gönur í hita leiksins. Það er mannlegt. Þegar reiðin sjatnar þarf að hafa hugrekki til að líta í eigin barm. Því miður hefur Ragnar Þór ekki axlað ábyrgð á framferði sínu gagnvart stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Viðurkennt að hann hafi brugðist of harkalega við þegar sjóðurinn hækkaði húsnæðislánavexti á tilteknu láni – því stjórnin gætti hagsmuna sjóðfélaga – og einfaldlega beðist afsökunar á því að hafa róið að því öllum árum að draga til baka umboð fjögurra stjórnarmanna sem VR skipar í sjóðinn. Þarna hafði Ragnar Þór ekki hagsmuni sjóðfélaga í fyrirrúmi. Það má einfaldlega ekki líta á sjö hundruð milljarða lífeyrissjóð sem vopn í pólitískri stéttabaráttu. Hlutverk hans er að greiða launþegum ellilífeyri og þarf hann því að skila ásættanlegri ávöxtun. Flestir gera sér grein fyrir því. Þetta er ekki eilífðar gullkista. Jafnvel þótt íslenska lífeyrissjóðakerfið sé í fremstu röð glímir það við tvenns konar áskoranir. Annars vegar fer vaxtastig lækkandi á heimsvísu. Það verður því æ erfiðara að ná ásættanlegri ávöxtun. Hins vegar er óvíst hve lengi unga fólkið í dag mun lifa en gera má ráð fyrir að margt verði það enn eldra en fyrri kynslóðir. Langlífið krefst hærri lífeyrisgreiðslna. Það er hættulegt að Ragnar Þór og samstarfsmenn geti skipt út hálfri stjórn lífeyrissjóðsins þegar þeim hentar. Stjórnarmenn eiga einungis að fara eftir eigin samvisku og hafa hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Rétt er að bera ekki fullt trausts til þeirra stjórnarmanna sem VR hefur skipað í LIVE. Þeir sitja einungis í stjórninni svo lengi sem Ragnar Þór og samstarfsmenn eru ánægðir með þeirra störf. Og VR virðist ekki leggja höfuðáherslu á arðsemi. Fulltrúi launþegahreyfingarinnar verður stjórnarformaður LIVE næstu þrjú árin. Hann fékk 340 þúsund krónur á mánuði í laun og stjórnarmenn 170 þúsund krónur árið 2018. Það borgar sig að halda VR-félögum sáttum. Það er því rökrétt að sjóðfélagar LIVE hafi þungar áhyggjur af stöðunni. Byltingin hefur hreiðrað um sig í ellilífeyri þeirra. Það er hættuspil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á það til að snöggreiðast eins og er háttur margra öflugra og litríkra baráttumanna. Stundum tekst honum þó ekki að beina reiðinni í rétta átt, á réttum tíma, í réttum mæli, fyrir réttar sakir og á réttan máta, svo gripið sé í siðfræði Aristótelesar. Það geta allir látið skapið hlaupa með sig í gönur í hita leiksins. Það er mannlegt. Þegar reiðin sjatnar þarf að hafa hugrekki til að líta í eigin barm. Því miður hefur Ragnar Þór ekki axlað ábyrgð á framferði sínu gagnvart stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Viðurkennt að hann hafi brugðist of harkalega við þegar sjóðurinn hækkaði húsnæðislánavexti á tilteknu láni – því stjórnin gætti hagsmuna sjóðfélaga – og einfaldlega beðist afsökunar á því að hafa róið að því öllum árum að draga til baka umboð fjögurra stjórnarmanna sem VR skipar í sjóðinn. Þarna hafði Ragnar Þór ekki hagsmuni sjóðfélaga í fyrirrúmi. Það má einfaldlega ekki líta á sjö hundruð milljarða lífeyrissjóð sem vopn í pólitískri stéttabaráttu. Hlutverk hans er að greiða launþegum ellilífeyri og þarf hann því að skila ásættanlegri ávöxtun. Flestir gera sér grein fyrir því. Þetta er ekki eilífðar gullkista. Jafnvel þótt íslenska lífeyrissjóðakerfið sé í fremstu röð glímir það við tvenns konar áskoranir. Annars vegar fer vaxtastig lækkandi á heimsvísu. Það verður því æ erfiðara að ná ásættanlegri ávöxtun. Hins vegar er óvíst hve lengi unga fólkið í dag mun lifa en gera má ráð fyrir að margt verði það enn eldra en fyrri kynslóðir. Langlífið krefst hærri lífeyrisgreiðslna. Það er hættulegt að Ragnar Þór og samstarfsmenn geti skipt út hálfri stjórn lífeyrissjóðsins þegar þeim hentar. Stjórnarmenn eiga einungis að fara eftir eigin samvisku og hafa hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Rétt er að bera ekki fullt trausts til þeirra stjórnarmanna sem VR hefur skipað í LIVE. Þeir sitja einungis í stjórninni svo lengi sem Ragnar Þór og samstarfsmenn eru ánægðir með þeirra störf. Og VR virðist ekki leggja höfuðáherslu á arðsemi. Fulltrúi launþegahreyfingarinnar verður stjórnarformaður LIVE næstu þrjú árin. Hann fékk 340 þúsund krónur á mánuði í laun og stjórnarmenn 170 þúsund krónur árið 2018. Það borgar sig að halda VR-félögum sáttum. Það er því rökrétt að sjóðfélagar LIVE hafi þungar áhyggjur af stöðunni. Byltingin hefur hreiðrað um sig í ellilífeyri þeirra. Það er hættuspil.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun