Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2019 12:07 Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar gott veganesti fyrir framtíðina. Tillögur til úrbóta falli vel að hans eigin sýn. FBL/Ernir Birgir Jónsson, nýr forstjóri Íslandspósts, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki vera neinn áfellisdóm yfir stjórnunarhætti. Hún sé greining á stöðu fyrirtækisins og hvað olli því að fyrirtækið glími nú við mikinn rekstrarvanda. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stöðu Íslandspósts ohf verður gerð opinber í dag að lonum sameiginlegum fundi fjárlaga,- stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Á fundinum sem nú stendur yfir er fulltrúi Ríkisendurskoðunar, fulltrúar frá samgöngu- og fjármálaráðuneytis og stjórn Íslandspósts. „Fyrir mig, ég er nú búinn að vera þrjár vikur í starfi, þá er þetta besta vegnesti fyrir mig, stjórn félagsins og starfsfólk að taka skýrsluna og vinna úr henni tillögur að úrbótum sem ríkisendurskoðandi leggur til og þær passa mjög vel við mínar áherslur þannig að mér finnst þetta bara hið besta mál,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Íslandspóstur tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar í fyrirtækinu. Fækkað er í framkvæmdastjórn og framundan eru hagræðingaraðgerðir að sögn forstjóra. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um rekstur fyrirtækisins var kynnt fyrir tveimur nefndum Alþingis í morgun.Sjá nánar: Fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Birgir segir að það sé ekki í hans verkahring að fella dóma yfir fyrri stjórnendum en segir þó að þeir hefðu þurft að gera afdráttarlausari breytingar á rekstrinum. „Það er eiginlega bara ekki mitt að gera það. Skýrslan gerir það sjálf. Ég sé ekkert í henni sem er neinn áfellisdómur yfir neinum. Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og segja að það hefði átt að beygja hægri, vinstri vinstri. Þegar ég kem nýr inn í svona starf þá er mitt starf miklu meira að horfa til hvernig við getum gert hlutina öðruvísi í framtíðinni heldur en að setja mig inn í hvað gerðist fyrir einhverjum árum síðan þannig að ég hef kannski ekkert mikið um þetta mál að segja.“Bréfin á útleið en aukning á pakkasendingum „Við erum í dag að kynna breytingar þar sem við erum að einfalda skipuritið, við erum að fækka framkvæmdastjórum úr fimm í þrjá og að draga fram lykilþætti í starfseminni sem við teljum að séu mikilvægir fyrir framtíðina; stafræna þróun, mannauðsmál og aðra starfsemi sem skiptir máli,“ segir Birgir sem bætir við að fjárhagsstaða Íslandspósts hafi um skeið verið afar slæm.Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts.Íslandspóstur„það hafa orðið gríðarlegar breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækisins og markaði og þá kannski aðallega í því að hin hefðbundnu bréf eru að minnka mjög mikið og á móti kemur að pakkar og allt sem heitir sendingar frá netverslunum, pakkar eru að aukast mjög mikið þannig að við munum þurfa að aðlaga fyrirtækið að þeim veruleika og endurskipuleggja og leita allra leiða til að lækka kostnað. Það er kannski ekkert aðalatriði að fækka starfsfólki en það er ekki útilokað og það er oft fylgifiskur svona aðgerða.“ Birgir segir að stefnt verði að því að „létta á eignayfirbyggingu í félaginu, minnka stjórnunarkostnað“. Hann segir að hingað til hafi ekki verið mikil áhersla lögð á þess háttar rekstrarhagræðingu síðastliðin ár, þess í stað hafi fyrirtækið fækkað dreifingardögum, breytt þjónustunni og hækkað verð. Hann segist telja að hægt sé að hagræða talsvert í rekstrinum án þess að koma þurfi til skerðingar á þjónustu.Afnámu einkarétt ríkisins á póstmarkaði Fyrir helgi samþykkti Alþingi ný póstlög en helstu tíðindi er afnám einkaréttar ríkisins á póstmarkaði og opnun markaðar. Aðspurður telur Birgir ekki að gildistaka laganna verði fyrirtækinu högg. „Ég er ekkert viss um það. Ég held bara að samkeppni sé af hinu góða og Íslandspóstur er fyrirtæki sem er að stórum hluta á samkeppnismarkaði. Fólk hugsar alltaf um bréfin en við erum að langstærstum hluta núna í pakkadreifingu þannig að ég treysti okkur alveg til þess að framkvæmt þessa þjónustu jafnvel og aðrir sem munu hafa áhuga á henni.“ Íslandspóstur Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Lætur af störfum eftir fjórtán ára starf sem forstjóri ÍSP Ingimundur Sigurpálsson lætur brátt af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Hann tilkynnti þetta á aðalfundi í gær. Neikvæður 500 milljóna viðsnúningur varð á rekstri fyrirtækisins í fyrra. Nýverið komst Ríkisábyrgðasjóður að 16. mars 2019 07:45 Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18 Tekur við stóru verkefni með opnum huga "Allt sem maður gerir snýst um að vinna með fólki, ekki síst að skapa tónlist og vera í hljómsveitum. Það nýtist gríðarlega í að vinna hefðbundnari vinnu.“ 28. maí 2019 19:05 Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sjá meira
Birgir Jónsson, nýr forstjóri Íslandspósts, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki vera neinn áfellisdóm yfir stjórnunarhætti. Hún sé greining á stöðu fyrirtækisins og hvað olli því að fyrirtækið glími nú við mikinn rekstrarvanda. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stöðu Íslandspósts ohf verður gerð opinber í dag að lonum sameiginlegum fundi fjárlaga,- stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Á fundinum sem nú stendur yfir er fulltrúi Ríkisendurskoðunar, fulltrúar frá samgöngu- og fjármálaráðuneytis og stjórn Íslandspósts. „Fyrir mig, ég er nú búinn að vera þrjár vikur í starfi, þá er þetta besta vegnesti fyrir mig, stjórn félagsins og starfsfólk að taka skýrsluna og vinna úr henni tillögur að úrbótum sem ríkisendurskoðandi leggur til og þær passa mjög vel við mínar áherslur þannig að mér finnst þetta bara hið besta mál,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Íslandspóstur tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar í fyrirtækinu. Fækkað er í framkvæmdastjórn og framundan eru hagræðingaraðgerðir að sögn forstjóra. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um rekstur fyrirtækisins var kynnt fyrir tveimur nefndum Alþingis í morgun.Sjá nánar: Fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Birgir segir að það sé ekki í hans verkahring að fella dóma yfir fyrri stjórnendum en segir þó að þeir hefðu þurft að gera afdráttarlausari breytingar á rekstrinum. „Það er eiginlega bara ekki mitt að gera það. Skýrslan gerir það sjálf. Ég sé ekkert í henni sem er neinn áfellisdómur yfir neinum. Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og segja að það hefði átt að beygja hægri, vinstri vinstri. Þegar ég kem nýr inn í svona starf þá er mitt starf miklu meira að horfa til hvernig við getum gert hlutina öðruvísi í framtíðinni heldur en að setja mig inn í hvað gerðist fyrir einhverjum árum síðan þannig að ég hef kannski ekkert mikið um þetta mál að segja.“Bréfin á útleið en aukning á pakkasendingum „Við erum í dag að kynna breytingar þar sem við erum að einfalda skipuritið, við erum að fækka framkvæmdastjórum úr fimm í þrjá og að draga fram lykilþætti í starfseminni sem við teljum að séu mikilvægir fyrir framtíðina; stafræna þróun, mannauðsmál og aðra starfsemi sem skiptir máli,“ segir Birgir sem bætir við að fjárhagsstaða Íslandspósts hafi um skeið verið afar slæm.Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts.Íslandspóstur„það hafa orðið gríðarlegar breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækisins og markaði og þá kannski aðallega í því að hin hefðbundnu bréf eru að minnka mjög mikið og á móti kemur að pakkar og allt sem heitir sendingar frá netverslunum, pakkar eru að aukast mjög mikið þannig að við munum þurfa að aðlaga fyrirtækið að þeim veruleika og endurskipuleggja og leita allra leiða til að lækka kostnað. Það er kannski ekkert aðalatriði að fækka starfsfólki en það er ekki útilokað og það er oft fylgifiskur svona aðgerða.“ Birgir segir að stefnt verði að því að „létta á eignayfirbyggingu í félaginu, minnka stjórnunarkostnað“. Hann segir að hingað til hafi ekki verið mikil áhersla lögð á þess háttar rekstrarhagræðingu síðastliðin ár, þess í stað hafi fyrirtækið fækkað dreifingardögum, breytt þjónustunni og hækkað verð. Hann segist telja að hægt sé að hagræða talsvert í rekstrinum án þess að koma þurfi til skerðingar á þjónustu.Afnámu einkarétt ríkisins á póstmarkaði Fyrir helgi samþykkti Alþingi ný póstlög en helstu tíðindi er afnám einkaréttar ríkisins á póstmarkaði og opnun markaðar. Aðspurður telur Birgir ekki að gildistaka laganna verði fyrirtækinu högg. „Ég er ekkert viss um það. Ég held bara að samkeppni sé af hinu góða og Íslandspóstur er fyrirtæki sem er að stórum hluta á samkeppnismarkaði. Fólk hugsar alltaf um bréfin en við erum að langstærstum hluta núna í pakkadreifingu þannig að ég treysti okkur alveg til þess að framkvæmt þessa þjónustu jafnvel og aðrir sem munu hafa áhuga á henni.“
Íslandspóstur Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Lætur af störfum eftir fjórtán ára starf sem forstjóri ÍSP Ingimundur Sigurpálsson lætur brátt af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Hann tilkynnti þetta á aðalfundi í gær. Neikvæður 500 milljóna viðsnúningur varð á rekstri fyrirtækisins í fyrra. Nýverið komst Ríkisábyrgðasjóður að 16. mars 2019 07:45 Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18 Tekur við stóru verkefni með opnum huga "Allt sem maður gerir snýst um að vinna með fólki, ekki síst að skapa tónlist og vera í hljómsveitum. Það nýtist gríðarlega í að vinna hefðbundnari vinnu.“ 28. maí 2019 19:05 Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sjá meira
Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21
Lætur af störfum eftir fjórtán ára starf sem forstjóri ÍSP Ingimundur Sigurpálsson lætur brátt af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Hann tilkynnti þetta á aðalfundi í gær. Neikvæður 500 milljóna viðsnúningur varð á rekstri fyrirtækisins í fyrra. Nýverið komst Ríkisábyrgðasjóður að 16. mars 2019 07:45
Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18
Tekur við stóru verkefni með opnum huga "Allt sem maður gerir snýst um að vinna með fólki, ekki síst að skapa tónlist og vera í hljómsveitum. Það nýtist gríðarlega í að vinna hefðbundnari vinnu.“ 28. maí 2019 19:05
Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 25. júní 2019 06:00