Paul og Mongeau hafa átt í ástarsambandi síðustu mánuði. Margir internetspekingar hafa þó dregið alvarleika sambandsins í efa og hafa sakað parið um að auglýsa sig sem par á internetinu til ess að öðlast meiri frama á YouTube.
Eitthvað virðist þó vera á bak við sambandið þar sem Mongeau á 21 árs afmæli í dag og ákvað Paul að færa henni tvíþætta afmælisgjöf. Til að byrja með færði hann henni Mercedes Benz G-class jeppa að virði 124 þúsund dollara, eða um 15 milljóna króna.
Það var þó ekki allt saman heldur skellti Paul sér á skeljarnar. Mongeau sagði já og parið því trúlofað. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær brúðkaupið fer fram, né þá hvort því verður streymt beint á YouTube rásum parsins.
JAKE JUST PROPOSED
— Tana Mongeau (@tanamongeau) June 24, 2019