Gunnlaugur Th. Einarsson hefur verið ráðinn upplýsingatæknistjóri Origo. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
„Upplýsingatæknistjóri hefur snertifleti við alla starfssemi Origo, þvert á svið og stjórnskipulag. Hann starfar náið með fjölda upplýsingatæknisérfræðinga við að endurmeta viðskiptaferla, innleiða stefnu og markmið fyrirtækisins í tæknimálum og kortleggja framtíðarsýn þess,“ segir í tilkynningunni.
Gunnlaugur, sem er með BS í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands, hóf störf hjá forvera Origo, Nýherja, árið 2001. Nú síðast hefur hann starfað sem tæknistjóri hjá viðskiptalausnum Origo.

